Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 9

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 115 ari aðferð gefi lága útkomu vegna kolsýrutapsins. Þessar skekkjur stafa af því, að raunverulega er það kolsýru- magnið, sem ákveðið er, en ekki sjálft bikarbonatið. Allar meiri- háttar sveiflur og breytingar á óbundnu kolsýrunni, sem valda röskun á hlutfallinu milli kol- sýru og bikarbonats gefa því skekkjur og þær því meiri sem sveiflur þessar eru stærri. Þeg- ar svo er, verður að gera total- ljasa ákvörðun til þess að fá hugmynd um hið rétta pH,- gildi. Acidosis er skilgreind klin- iskt, sem það ástand, er skap- ast við lækkun á bikarbonat- magni plasma. Alkalosis er andstætt því, það ástand, sem skapast við hækkun á bikarbonatmagni plasma. Acidosis er algengur fylgi- kvilli margra sjúkdóma. Það er erfitt að greina hann án bikarbonat-ákvörðunar, vegna þess hve einkenni hans eru oft óljós og leynast oft vegna ein- kenna aðalsjúkdómsins, sem meira ber á. Hins vegar getur acidosis valdið óbætanlegu tjóni á vefjum líkamans eða stuðlað að því að eyðileggja þá og oft riðið baggamuninn bjá langt leiddum sjúklingum. Sé sjúk- dómur þessi hins vegar greindur i tæka tíð, má oftast ráða bót á honum. Klinist má greina á milli: Acidosis á lágu stigi, bikai’bonat 35—40 vol.% Acidosis í meðallagi bikarbonat 25—35 vol.% Acidosis á háu stigi, bikarbonat minna en 20 vol.%. Aðaleinkenni við acidosis: 1 byrjun eru einkenni alltaf óljós. Höfuðverkur, þreyta, máttleysi, lystarleysi og ógleði. Síðar þurrkur á tungu, og þegar bik- arbonatið er komið niður í 30— 35 vol%, kemur mæði, djúpur andardráttur og mikil öndunar- tíðni. Við acidosis á háu stigi (bikarbonat 15—20 vol.%), vaxandi dyspnoe, með mjög djúpri, hraðri öndun, meðvit- undartruflanir, svefnhöfgi, sljófgun og að lokum meðvit- undarleysi. Jafnframt léttist sjúklingurinn vegna vökvataps og uppþomunar. Orsakir acidosis: Acidosis getur stafað af aukinni sýru- myndun í líkamanum (diabetes mellitus), sýrur safnast fyrir (nýrnainsufficiens), eða af sýru, sem tekin er inn (sýru- eitranir) og alkalitapi með lækkun á totalbasa blóðsins. Sýrurnar geta verið ólífræn- ar, lífrænar eða hvorttveggja. Af lífrænum sýrum koma aðal- lega til greina ketosýrurnar ((3-oxysmj örsýra og acetedik- sýra) og mjólkursýra. Af ólíf- rænum sýrum: Brennisteins- sýra og fosfórsýra, er safnast fyrir vegna truflaði'ar nýrna- starfsemi og saltsýra við salt-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.