Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 10

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 10
116 LÆKNABLAÐIÐ sýrueitranir, og þegar ammon- ium- og calciumklorid cr gefið í stórum skömmtun. Þegar mikið af alkaliskum vökva tapast úr líkamanum veldur það lækkun á bikarbonati, og þar af léið- andi acidosis. Þetta er einkum við mikla diarrhoe, þarma- og gallfistla. Við tap á kalium og natrium lækkar total basi í blóði, alkalivaraforðinn og bik- arbonatið minnkar. Við áfram- haldandi alkalitap fer bikar- bonat-lækkun vaxandi og lík- aminn losnar ekki nægilega ört við hinar hlutfallslega auknu sýrur, og því færist acidosis í aukana. Hæmoglobin, protein og fosföt blóðsins gegna auk bikarbonatsins því hlutverki að neutralísera þær sýrur, er myndast kunna í líkamanum eða safnast þar fyrir. Hér um hil 60% af þeim neutraliserast þannig. Þegar þær skiljast út eða eyðast við bruna í vefjun- um og þegar magn tótal basa plasmans verður aftur eðlilegt, eykst hikari)onatið að eðlilegu marki, því við bruna í vefjun- um myndast stöðugt kolsýra að nýju, sem sameinast hluta af total basa hlóðsins og myndast þá bikarbonat. Sýrur skiljast út með þvag- inu (súrt þvag) i sambandi við natrium og ka-lium og am- moniak. Allmikið af málm- söltum, natrium og kaliiun, tapast úr líkamanum, þeg- ar sýrur skiljast út með þvaginu, og það þeim mun ör- ar, sem acidosis kemst á hærra stig. Með þessu minnkar alkalivaraforðinn, og acidosis vex. Þar sem takmörk eru fyrir því, hve súrt þvag nýrun geta skilið út, munar miklu meira um það sýrumagn, sem skilst út sem sölt en hitt, sem skilst út í sýruformi. Mest mun- ar um ammoniakið, en við mikla acidosis evkst það mjög mikið í þvaginu, (getur komizt upp í 5—10 g. ammoniak á sólarhring, (úr 0,5 g.)) Acidosis er erfitt að þekkja kliniskt. Það er þvi nauðsynlegt að vita, við hvaða sjúkdóma búast má við henni. Er henni skipt eftir orsökum, svo sem hér segir: 1) Fysiologisk acidosis: Staf- ar af aukinni mjólkursýru- myndun, við mikla snögga vöðvaáreynslu, þegar aukning á mjólkursýrunni er mun örari en bruni hennar í vefjunum, neutralisering hennar og út- skilnaður. Bikarbonatmagn get- ur við þetta lækkað allt að því um helming eða niður í ca, 25 vol. %. 2) Acidosis vegna alkali-taps: Fistlar frá mjógirni, gallveg- um eða pankreas. Ef þarma- safi, gall eða pankreassekret tapast stöðugt í langan tíma, missist við það svo mikið alkali, að bikarbonat lækkar. Sýrutap úr duodenalfistlum við neðra magaopið og mikil uppköst á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.