Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 16

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 16
122 LÆKNABLAÐIÐ myndast hægt, eins og við kroniska nýrnasjúkdóma, eða til þess að halda sjúklingi við eftir slæma acidosis, eða pro- fylaktiskt, þegar búast má við acidosis. Lyf: Bikarhonatduft eða töfl- ur (trochisci natrii bicarbon- atis). Kaliummeðferð við cnteritis í börnum: Til þess að ná upp elektrolytjafnvægi við alkalitap og uppþornun af völdum enter- itis má gefa vökva með þessari samsetningu: Kaliumklorid 2 g. Natriumklorid 3 g. Natriumlaktat, 12.6% 40 ml. ' Eimað vatn 710 ml. Upplausnin er steriliseruð i autoklav. Fyrstu 12 klst. má gefa allt að 40 ml. af upplausninni pr. kgr. líkamsþunga í mörgum subcutan injektionum. Venju- lega þarf auk þess að gefa 5% glucosuupplausn subcutant, þannig að alls er gefið vökva- magn er nemur 75—100 ml. pr. kgr. líkamsþunga. Sé sjúkling- urinn shockeraður eru gefnar blóðtransfusionir 10—30 ml. blóðs pr. kgr. líkamsþunga. Eftir 12 klst. er haldið áfram að gefa peroralt 1 hluta af upp- lausninni + 2 hluta af 5% glu- cosu eða alls 150 ml. af blönd- unni pr. kgr. líkamsþunga á sólarhring. Áhrif natriumbikarbonat og natriumlaktat upplausnanna byggjast á því, að acidosis minnkar eða hverfur, líkaminn fær uppbót á alkalítapinu og up])þornun minnkar. Það er undir eðli aðalsjúkdómsins komið, livort þessi meðferð Jiefir varanleg áhrif. Við þarma og gallfistla, þar sem liægt er að stöðva allvalitapið til fulls með kirurgiskri meðferð, fæst varanlegur bati. Við lcirurgiska nýrnasjúkdóma og einluim þó hypertrophia prosatae er oft- ast hægt að lækna acidosis til fulls með bikarbonat cða natr- iumlaktat, að minnsta kosti í þeim tilfellum, þar sem sjúk- dómurinn hefir eld<i valdið nýrnaskemmd. Við uræmi vegna nefritis er oftast aðeins um symptomat- iska meðferð að ræða. Acidosismeðferð við diabetes mellitus: Hjá sjúklingum í præ- coma eða coma er sjálfsagt að mæla bikarljonat- og klorid-r innihaldið í blóð-plasma, og gera liæmatokrit ákvörðun, auk þess sem gerð er Jdóðsykurs ákvörðun, og þvagið rannsakað fyrir svkri, acetone, acetedik- sýru og ammoniaki (kvantita- tivt). Með þessum rannsóknum fæst nægileg hugmynd um á- standa sjúklingsins. A þessum sjúklingum sjást ætíð meiri eða minni uppþornunar og acidosis- einkenni. Terapi þarf um fram allt að miða að því að draga fljótt úr

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.