Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 19

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 125 einkum þarf að lialda á þeim hita með því að hafa hitapoka í rúminu og hlúa vel að þeim. Ennfremur þarf að gefa sjúkl- ingum klysma til þess að tæma endaþarminn, en vegna upp- þornunarinnar eru þar oft harðar hægðir, sem safnast hafa fyrir. Til þess að ná í þvag til rann- sóknar þarf stundum að taka það með þvaglegg, einkum ef sjúklingur hefir mikla oliguri, einnig þarf þess ef blaðran fyllist af þvagi í meðvitund- arlausum sjúkling. Aður en terapi hefst, skal taka blóð til þess að ákvarða bikarbonat, blóðsykur, klorid og e. t. v. urea. Niðurstaða þessara rannsókna sýnir hvern- ig ástandið er og gefur upplýs- ingar um hvernig haga skal meðferð. Ef blóðsykur er undir 250 mg. % þarf að gefa í salt- vatninu 5% glucosu, að minnsta kosti fyrst, til þess að unnt sé að gefa stóra skammta af in- sulini. Eftir 4—5 klst. er aftur ákveðið bikarbont og blóðsyk- ur og síðan eftir þörfum. Alkalosis: Þegar samtímis er gefið insulin og bikarbonat eða natriumlaktat, getur af því leitt alkalosis, en þó er lítil hætta á því, ef fylgst er vel með breyt- ingum á bikarhonatmagni í plasma með nægilega tíðum rannsóknum. Alkalosis hjá sjúklingum með pvlorusspasma og pvlorussten- osis kemur vegna uppsölu á súrum magasafa. Aðaleinkenni: Þreyta, slap}>- leiki og ógleði. Ef bikarbonat- magnið kemst upp fyrir ca. 90 vol.% kemur fram tetani og við enn meiri hækkun alkalot- iskt coma. Meðferð: Mikið af fysilog- iskri saltvatnsupplausn (0,9%) intravenöst eða þynnt saltsýru- upplausn, sem einkum er notuð við hættulegar alkalosis sér í lagi, þar sem um yfirdoseringu á hikarbonati hefir verið að ræða, og sjúklingurinn hefir verið með nýrnainsufficiens. Það saltsýrumagn, sem gefa skal, er í’eiknað út eftir því, hve alkalosis er á háu stigi eftir þessari reglu: Ml. conc. saltsýra sem gefa skal: (vol.% bikarbonat -r- 30) 2,3” X 0,063 X þyngd sjúkl. í kg. Sýran er þynnt með 0,9% natr- iumkloridupplausn, en ekki má láta meira en 5 ml. af conc. salt- sýru í hverja 100 ml. af salt- upplausninni. Dælt hægt inn í æð, og hætt að gefa, ef sjúkling- ur fær dyspnoe. Blóðtaka við bikarbonat- ákvöðun. Við rannsókn þarf að hafa ca. 5 ml. af serum eða plasma. Aðferð (teknik) við blóðtök- una: Notuð er 10—20 ml. rek- ordsprauta og kanyla nr. 12— 14, hvorttveggja þursteriliserað.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.