Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 24

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 24
130 LÆKNABLAÐIÐ þangað var formanni félagsins sérstaklega boðið og óskaði hann eftir að mega láta Jóhann mæta í sinn stað, til þess að íélagið hefði þar þó umboðs- mann. 1 annað sinn á fundi nor- rænna starfandi lækna, sem haldinn var í Stokkhólmi dag- ana 6. og 7. sept. 1947, og loks á aðalfundi brezka læknafélags- ins, sem haldinn var i Cam- bridge nú i sumar og var fyrsti vísindalegi fundurinn í því félagi eftir síðustu heims- styrjöld. Mætti.þar einnig fyrir okkar hönd Karl Strand læknir. Brezka félagið var svo rausnar- legt að það bauðst til að kosta uppihald fulltrúanna meðan á fundinum stóð. Loks er þess að geta, að nú eru staddir suður í Sviss, tveir læknar, þeir Kristinn Björns- son yfirlæknir og Óskar Þórðar- son, sérl'r. í barnasjúkdómum, og hafa þeir lofað að vera full- trúar Læknafélags Islands á fundi Alþjóðalæknafélagsins, scnr halda á í Genf nú næstk. september. Þeir fulltrúar okkar, sem hér eru staddir, munu því sjálfir gefa hér fundinum skýrslu um störf þeirra í út- löndum í þágu félagsins. Vænti ég þá að Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir taki fyrst til máls, en því næst prófessor Jóhann Sæmundsson og loks Páll Sigurðsson ritari félagsins, sem gefur skýrslu um tildrög og stofnun Alþjóðafélagsins og frá stofnfundinum í París, en þann fund sótti liann ásamt Þórði Þórðarsyni, þáverandi form. L. B. Ég vil strax taka það fram að stjórn félagsins er ákaflega þakklát þessum mönnum öll- um, sem af mikilli ósérplægni hafa lagt á sig vinnu fyrir fé- lagið og sumir talsverð fjárút- gjöld. Þ. 12. ágúst 1946 skrifaði landlæknir stjórn félagsins og sendi henni um leið samrit af bréfi, er hann hafði sent öllum héraðslæknum. — Efni bréfs- ins til héraðslæknanna var það, að kvarta undan því, hve mikil vanskil væru á skýrslum frá nokkrum héraðslæknum. Ósk- aði landlæknir aðstoðar stjórn- ar félagsins til þess að reyna að kippa þessu í lag. Stjórnin taldi sjálfsagt að verða við þessum tilmælum landlæknis og reit því þ. 20. ág. 1946 öllum héraðslæknum nokkur eggjunarorð, þar sem á þá var skorað að reka af sér slyðruorðið í þcssum efmun svo ekki yrði þeim um kennt hve síðbúnar heilbrigðisskýrslur landsins oft vilja verða. Eins og áður var sagt sendi stjórnin þetta bréf öllum hér- aðslæknum, þar sem landlæknir hafði ekki nafngreint þá héraðs- lækna, sem honum þóttu brot- legir og var því látið rigna jafnt yfir réttláta og rangláta. 1 nóvember 1946 barst stjórn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.