Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 28

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 28
134 L Æ K N A B L A Ð 1 i> maímatryggingarnar, án þess að leita samþykkis stjórnar félags- ins og minna í því sambandi á ákvæði 9. gr. laga Læknafélags Islands. Dt af þessu skrifaði stjórn Læknafélags Islands öll- um læknum, þ. 8. sept. 1947, um þctta efni. Tel ég ekki á- stæðu til að lesa það hér upp, þar sem ég þykist vita, að allir læknar hafi J)á lesið það. — Það sem svo skeður næst í þessu samningamáli, er það að þ. 31. okt. 1947, mætti stjórn L. I. hjá forseta Tryggingarstofn- unar ríkisins, samkvæmt ósk hans, í skrifstofu hans. Auk forstjórans, Haraldar Guðmundssonar, mættu þar einnig Tryggingayfirlæknir Pétur Magnússon og fram- kvæmdarstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Gunnar Möller. Fundarefni var væntanlegir samningar milli Læknafélags Islands vegna héraðslækna og starfandi lækna utan Lækna- félags Reykjavíkur og Trygg- ingarstofnunar ríkisins. En gert var ráð fyrir að Lækna- félag Reykjavíkur myndi semja sjálfstætt fyrir sig, ef til samn- inga kæmi. Aðalatriði þessa samtals- fundar var })að að forstjórinn óskaði þess, ef unnt væri, að grundvöllur undir samningun- um yrði fastagjald. Lagði hann fram ýmsa útreikninga um tekjur lækna og áætlanir í því sanibandi. Stjórn félagsins lof- aði að taka málið til athugunar og leita álits lækna um ósk forstjórans, fastagjaldið. Rent var á í þessu sam- bandi, að ekki væri hægt að gera neina samninga fyrr en ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilyrði 85. gr. um nýja gjald- skrá. Dt af J)essu samtali varð J)að, að stjórn félagsins sendi öllum héraðslæknum símskeyti }>ann 4. nóv. 1947 með fyrir- spurn um viðhorf þeirra gagn- vart fastagjaldinu. Svör bár- ust frá 27 eða 28 héraðslækn- um og voru þau á þá leið, að aðeins sex voru eindregið á móti fastagjaldi og vildu semja um borgun fyrir unn- in verk. Hinir voru allir með- mæltir l'astagjaldi, en tæpur helmingur þeirra vildi fasta- gjaldið takmarkað þannig, að ýms ákveðin verk væru undan- þegin fastagjaldinu og fyrir þau tekið sérstaklcga sam- kvæmt gjaldskrá. Nú, þá er þessi saga öll af hálfu L. I., því rétt eftir þetta var það ákveðið af stjórn og Alþingi að fresta framkvæmd heilsugæzlukafla tryggingarlag- anna og lögðust því allar samn- ingatilraunir niður. Ekki er stjórn félagsins kunnugt um neina hreyfingu síðan í þessu máli. Minnsta kosti er það víst, að ekkert ból- ar á nýrri gjaldskrá og hef- ur þó um það verið grennslast bæði af hálfu stjórnar L. I.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.