Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 31
L.ÆKNABJ.AÐIÐ 137 3) Samþykkt svohljóðandi tillaga: Læknafélag Miðvesturlands fer þess á leit við stjórn Lækna- félags Islands að hún mótmæli við heilbrigðisstjórnina þeim misrétti, er sumir héraðslæknar hafa orðið að sæta, er þeir hafa, vegna veikinda, verið forfallað- ir frá störfum og orðið að taka staðgöngumenn, að þá hafa téðir héraðslæknar orðið að bera allan kostnað af þeim; kaup, uppihald og ferðir, en aðrir héraðslæknar, sem oss er fullkunnugt um, hafa fengið ríkislaunaða staðgengla við sömu kringumstæður. 6) Fundurmn ályktar að víta þá aðferð að veita Borgarlækn- isemhættið í Reykjavík, án þess að auglýsa það sem slíkt. 7) Fundurinn skorar á Læknafélags Islands að gera sitt itrasta til þess að fá Gjaldeyris- nefnd til þess að veita innflutn- ings og gjaldeyrisleyfi fyrir læknaritum og bókum. Rétt útrit staðfestir. Borgarnesi 9. ágúst 1948. Eggert Einarsson (sign) fundarritari. Það skal tekið fram að stjórn- in er mjög þakklát þessum hér- aðslæknum fyrir áhuga þeirra og dugnað og óskar þeim til hamingju með samtökin. En það tel ég sérstakan dugnað að allir héraðslæknar af svæð- inu skyldu mæta á fundinum. Frá öðrum félögum hafa stjórninni engar ályktanir bor- izt. I sambandi við þetta er rétt að minnast á, að það hefur und- anfarin ár verið á dagskrá fé- lagsins að vinna að því að stofna slík svæðisfélög um allt land og þegar svo væri komið að breyta þá lögum L. I. í þá átt, að fundir þess yrðu full- trúafundir. Var undirhúningur að þessu hafinn árið 1942. Þetta hefur gengið erfiðlega, en nú er þó svo langt kom- ið, að til eru orðin sex slík félög, sem taka yfir allt svæðið frá Reykjanesfjallgarði vestur um land að Langanesi, þó þetta sé ekki nákvæmt, þar sem takmörkin ná nokkuð austur fyrir þessi mörk. Eru þá eftir aðeins tvö svæði, Austfirð- ir og Suðausturland, ásamt Vestmannaeyjum. Finnst okkur því ekki lengur til setu boðið, heldur sé nú réttast að væntan- leg stjórn gangi frá uppkasti að lagabreytingum i þá átt sem undirbúið var 1942 og sendi það síðan öllum svæðisfélögum til umsagnar og ef þessi svæði, sem eftir eru óskipulögð vilja ekki mynda félagsskap, að svo verði þá um hnútana búið í þeim lögum, að hvert svæði fái leyfi til að velja sér fulltrúa á lækna- þing eftir því sem nánar yrði tiltekið. Væri rétt að kjósa milli- þinganefnd í því skyni. Tillaga þessa efnis mun verða

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.