Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 32

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 32
138 LÆKNABLAÐIÐ* borin fram síðast á fundinum undir önnur mál. Ég hefi þá fregn að færa, að Tryggingarstofnun ríkis- ins hefur beðið mig að bera fundinum kveðju sína og þar með að biðja fundarmenn að gera sér þá ánægju að þiggja bjá henni hádegisverð næstk. sunnudag 22. þ. m. Stjórnin hefur tekið þessu boði fyrir hönd fundarmanna og þakkað fyrir þeirra hönd og væntir þess að þó kannske hafi stundum verið dálítið grunnt á því góða milli þessara stórvelda, þá sé það ekki því lil fyrirstöðu að sitja veizlu saman. Enda hefur það reynzt svo í sögunni að slíkt er sjaldan spillandi til samkonmlags stríðsaðila. Ég hafði upphaflega látið mér detta í hug að gefa dálítið yfirlit yfir 30 ára störf félags- ins, en úr því verður ekki að sinni af ýmsum ástæðum. Fyrst af því að það mundi lengja um of fundartímann, sem alltaf er of naumur, enda má kannske segja að slíkt eigi betur við í ritgjörð í stéttarblaðinu en í fundarskýrslu. Þá er og það að þegar félagið var 20 ára, samdi ég þess báttar yfirlit, sem birt- ist í Læknablaðinu og hefði því orðið að endurtaka margt sem þar er sagt. — Samt sem áður verður ekki komizt hjá því að innra hjá félagsmönnum rifjist upp margt af því, sem skeð hef- ur á hinum hraðstígu 30 árum. Og þá ekki sízt hjá þeim sem allan tímann hafa tekið þátt í störfum þess eftir megni og í 18 ár verið í stjórn þess. Hvað sem annars má segja um Læknafélag Islands, þá er yfir- leitt óhætt að staðhæfa það, að það hefur unnið stétt sinni stór- gagn, og þeim félagssamtökum er mest að þakka hvernig þó hagur læknastéttarinnar nú stendur, þó enn sé ekki lokið hagsmunabaráttu hennar og má vera að eftir sé örðugasti hjall- inn. Þá verður hitt og heldur ekki véfengt, að félagið hefur átt mjög veigamikinn þátt í flestum framförum á sviði heil- brigðismálanna. Ýmist átt upp- tök hinna mikilsverðustu fram- fara á því sviði, eða veitt þeim ómetanlegan stuðning. Það hef- ur að vísu stundum legið við að hrikt hafi í byggingunni, en sem komið er hafa það að mestu leyti reynzt trausta- brestir, og er vonandi og ósk- andi að svo verði framvegis. Því einu megið þið ekki gleyma, kæru stéttarsystkini, að hversu mörg læknafélög, sem upp kunna að rísa í landinu, þá þurfa þau öll helzt að vera til eflingar Læknafélagi Islands. Hvernig, sem „stríðið þá og þá er blandið“, þá verður L. I. ætíð að vei’a hið sameiginlega fylk- ingai-bi’jóst stéttai’innar til varnar og sóknar innan lands og utan. I þeirri von og ósk að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.