Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 39
L Æ KNABLAÐH) 145 dags. sama dag, ei' m. a. þessi lýsing á einkennum veikinnar: „. . . . Byrjar með höfuð- verk og verk aftan í háls- inum og niður eftir bakinu og eymsli, nokkur hitasótt (ekki mjög mikil), alloft uppköst. A 2. eða 3. degi kemur svo venjulega mátt- leysi (total paralvsis) i út- limina, annað hvort handlegg eða fót eða báða handleggi og báða fætur eða alla útlimi; um sama leyti fær sjúkling- urinn venjulega þvagteppu og hægðaleysi (líklega af máttleysi í þvagfærum og görnum). Þegar sjúkl. deyr ekki þá eru öll sjúkdómsein- kennin horfin eftir ca. viku, önnur en máttleysið, sem lielzt enn í öllum sjúkl. Enginn hefur fengið snert af hálshólgu. Engin útbrot“. I öðru bréfi til stjórnarráðs- (dags 2/6), þar sem greint er frá tildrögum til seinni ferðar- innar, er tekinn upp kafli úr bréfi hreppstjórans í Borgar- hafnarhreppi, er telur að 3 hafi fengið veikina í Mýrahreppi og 8 í Borgarhafnarhreppi, en Ö. Th. mun ekki hafa talið nægar sönnur fyrir, að svo hafi verið. Af þessum skýrslum er það ljóst, að veikin í Hornafjarðar- héraði — þ. e. Suðursveit á Mýrum — 1905, fékk nafnið öræfaveikin af því, að veiki með sömu einkennum var talin hafa gengið í öræfum skömmu áður sama ár, en veik- innar 1903 er þarna hvergi getið. 1 áður nefndu yfirliti í heil- hrigðisskýrslunum 1911—1920 hafa því sýnilega orðið ára- brengl og hefur það hjálpað til, að einnig veikin í öræfum 1905 var af héraðslækni talin vera barnaveiki, en ekki verður séð hvort hans hafi þá verið vitj- að. 1 gögnum þeim, er hér hafa verið rakin, er að vísu engin lýsing á veikinni í öræfum 1905 önnur en sú, er felst í því, að þegar mænusóttin kom skömmu síðar upp í næstu sveit, Suðursveit, taldi fólk þar þetta vera sömu veikina. Ó. Th. gengur og út frá því að svo liafi verið, enda segir hann, að veiki með mjög líkum einkennum hafi gengið þar, er og fleira í skýrslum hans, sem styður J)að. Það vill nu svo til, að kunnugt er um fóllc í öræfum, sem hafði lamanir af völdum mænusóttar, er átti að hafa gengið þar um þetta leyti. Sá ég t. d. konu þar fyrir nokkrum árum með lítils- háttar lömun í handlegg, sem hún taldi eftirstöðvar af mænu- veiki, er hún hefði fengið, er hún var 24 ára, en hún var fædd 2/3 1880. Landlæknir, Vilmundur Jóns- son, skrifaði nú nýlega Bjarna Sigurðssyni, Hofsnesi í öræf- um, kunnum fróðleiksmanni,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.