Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 43

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 43
L Æ K N A B L A Ð I Ð 149 bænum, þegar þau hafa síazt í gegnum heilbrigðisnefnd, hæj- arstjórn og hæjarráð. Um bein áhrif héraðslæknis á heilbrigðiseftirlitið átti ekki að vera að ræða. Nú er það svo, að eftirlit landlæknis heilhrigðisstjórn- arinnar, með heilbrigðisstarfs- mönnum er aðeins beint með Jjeim, sem launaðir eru og ráðn- ir af ríkinu, en óheint með hinum, þ. e. fyrir milligöngu hlutaðeigandi héraðslækna, for- stöðumanna ríkisstofnana o. s. frv. Þannig verða heilbrigðis- starfsmenn Reykjavíkurhæjar algerlega óháðir heilhrigðis- stjórninni í landinu, þegar eftirlit héraðslæknis með þeim er afnumið. Þar með eru tengslin slitin. Verkaskipting, sem ekki fær staðizt. J. S. vill, í samræmi við frumvarpið, láta héraðslækni starfa að skýrslusöfnun um heilsufar bæjarbúa, en hann má engin afskipti hafa af vatni, frárennsli, húsnæði fólks eða matvælum, sem þó er undir- staða sóttvarna og sjúkdóms- varna yfirleitt. Héraðslæknir má hafa á hendi yfirumsjón með heilsu- fari barna og unglinga, en hann má engin afskipti hafa af að- búnaði barna i skólum, á barna- heimilum eða á leikvöllum. Héraðslæknir má hafa á hendi eftirlit með heilsufari starfsfólks í matvælaiðnaðin- um, í mjólkurbúðunum o. s. frv., en hann má engin afskipti hafa af starfsskilyrðum eða hollustuháttum á ])essum vinnustöðvum, hvorki með til- liti til starfsfólksins sjálfs eða matvælanna, sem þar eru af- hent eða framleidd. Héraðslæknir má hafa eftir- lit með almennum læknum í bænum, tannlæknum, hjúkrun- arkonum og ljósmæðrum--------- eru ])etta ekki innanhéraðsmál meira og minna kostuð af bæjarbúum--------, en hann má engin afskipti hafa af heilln'igð- isfulltrúunum. Héraðslæknir á, samkvæmt lögum nr. 21 frá 1937, að vera sérfræðingur í heilbrigðisfræði, en hann má, í framtíðinni, eng- in afskipti hafa af heilbrigðis- eftirlitinu í bænum — heilsu- farslegum aðbúnaði bæjarbúa (environmental hygiene). Það er ekki farið fram á það að borgarlæknir sé heilbrigðisfræð- ingur né hafi reynslu sem em- bættislæknir eða heilbrigðis- starfsmaður, en hann á að hafa yfirumsjón með heilbrigðiseftir- litinu í bænum. Hver skilur samræmið? „Dauðar hlutir“. „Sjúkdómar og sjúklingar“. Sú var tíðin, að mönnum var ekki ljóst sambandið milli

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.