Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 45

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 45
L Æ K N A B L A Ð I i) 151 J. S. sem heilbrigðisfulltrúá, nema samkvæmt lögum nr. 35, 1940, um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir? Eg held ekki. Eg held, að þá hafi ekki verið hægt að ráða J. S. nema með ráði héraðslæknis, og til að starfa undir eftirliti hans, eins og lög mæla fyrir. Hitt lá í hlutarins eðli, að úr því að lærður læknir var feng- inn fyrir heilbrigðisfulltrúa, þá myndi hann verða miklum mun frjálsari í starfi heldur en ó- lærður heilbrigðisfulltrúi. 1 liverju var ófrelsis fólgið? Því svaraði J. S. á læknafélags- fundinum í fyrra eitthvað á þá leið, að mjög væri óþægilegt að standa uppi valdalaus á vinnu- stað, og geta ekki tekið ákvarð- anir upp á eigin spýtur. Þessi viðbára kann að hafa haft áhrif á þá sem ekki eru kunnugir starfsháttum lieil- brigðiseftirlitsins, en hún er engu að síður liinn ótrúlegasti misskilningur, því að: 1. Það var auðvitað aldrei meiningin, að borgarlæknir, sem yrði einskonar yfirheil- brigðisfulltrúi, væri að jafn- aði úti um hæ í eftirliti, held- ur hefði hann til þess starfs- menn eða aðstoðarheilhrigð- isfulltrúa, eins og nú er raun á orðin. 2. Hið dagega heilbrigðiseftir- lit l’er, að sjálfsögðu, fram samkvæmt heilbrigðissam- þykktinni, sem reynt er að hafa sem nákvæmasta, í smáatriðum, til þess að taka af öll tvímæli. 3. Þegar fyrirmæli heilbrigðis- samþykktar voru eigi nógu skýr, eða veita þurfti undan- þágu, þá þurfti málið að koma fyrir heilhrigðisnefnd. 4. Þegar í odda skarst hafði lögreglustjórinn einn fram- kvæmdavaldið. 5. Allar tilkynningar heilbrigð- iseftirlitsins fara, að sjálf- sögðu, fram skriflega, frá lilutaðeigandi skrifstofu, en ekki munnlega á vinnustað. 6. Og loks er heilbrigðisfull- trúinn á vinnustað, hvað snertir leyfi eða rétt til að fara inn í hús eða afgirt svæði, til hverskonar rann- sókna umboðsmaður heil- brigðisnefndar, héraðslæknis og lögreglustjóra. Hvar er þá ófrelsið? Er það ekki mest í heilbrigðissam- þykktinni og erindisbréfinu, sem marka heilbrigðisfulltrúan- um hásinn í daglegu starfi. Þáttur héraðslæknis í þessu starfi er sá, að hann þarf að geta haft beinan aðgang að starfsskýrslum heilbrigðisf ull- trúanna, (ekki fyrir milligöngu heilbrigðisnefndar). Hann þarf að fá vikulega heildarskýrslu til að vega hana og meta, með hliðsjón af vikuskýrslum starf-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.