Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 49

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 49
L Æ K N A B L A Ð I Ð 155 Bczt er að dæla sæðinu í uterus, Vi—1 ccm, ekki meira. Oftast þarf að endurtaka sáðgunartilraun. Með- altal er 12 tilraunir, en hafa komist upp í 72, áður árangur hefir fengizt. Stundum verður infection þrátt fyr- ir alla varúð. 1945—47 var sótt um homolog sáðgun í Svíþjóð í 177 tilfellum og framkvæmd í 70, en sótt um 310 og framkvæmdar aðeins 52 heterolog sáðganir. Þær síðarnefndu verða miklu algengari þegar málið er komið á skíran lagalegan grundvöll. í Sviþjóð er nú verið að semja lög um réttarstöðu þessara barna. Einn- ig þarf sáðgjafinn (og læknirinn) að geta treyst þvi, að þeir verði ekki að lögum krafðir um meðlag.. A. Westman: N. M. Nr. 9, 1948. Fr. Ein. Pyramidon við poliomyelitis ant. acuta. Höf. hefir reynt að gefa pvra- midon við poliomyclit. í preparalyt. stiginu. Eingöngu var notað pyra- midon frá Bayer-Werke des I.-G,- Farbenkonzerns, kemiskt nafn: dimdthylaminophenyldimethylpyra- zolon. Forðast var að gefa önnur lyf, þó kom fyrir að gefin var 50% þrúgusykurupplausn i. v. við sterk- nm meningismus. Notuð var 5% pyramidon-upp- lausn, munnleiðis, á 3ja klst. fresti i 4 daga, i þeim skömmtum er hér segir: Börn innan 5 ára fengu i 4 sólar- hringa, á 3ja klst. fresti 1 teskeið = 0,25 gr. pyramidon, eða 2 gr. í dags- skammt, alls 8 gr. Börn 5—14 ára fengu 2 teskeiðar = 0,5 gr., dagskammt 4 gr., eða alls 16 gr. Fullorðnir (eldri en 14 ára) fengu 3 teskeiðar í senn, dagskammt 6 gr., alls 24 gr. Ógleði og uppsala kom fyrir. Þá var lyfið gefið i clysma og IV2 sinn- um meira, vegna lakari resorption- ar. Agranulocytosis sást ekki. í sjúkraliúsið komu 185 sjúkl. með poliomyelitis. Af þeim 141 sem komu ólamaðir (í preparalyt. stig- inu), og fengu pyramidon-meðferð, lamaðist enginn. Þetta segir höf.: „spricht unserer Meinung nacli fúr den Wert dieser Beliandlung". Epidemian ekki talin sérlega væg. Dr. Hans Deuretsbacher. Univ.-Kinderklinik, Innsbruck. Deutsche Med. Wocli. 5. nóv. 1948. Ó. G. Sulfathiazol við lungnabólgu í börnum. Á árunum 1941—40 fengu 688 börn á barnadeild Sundby-spitala, sulfa- thiazol sem skyndimeðferð („Stöd- behandling“): 638 vegna lungna- bólgu og 50 vegna broncliitis capil- laris. 514 börn með Iungnabólgu fengu eitt „áhlaup“, 81 barn tvö og 43 fengu þrjú eða fleiri „áhlaup“. Dosis var 30 ctgr. pro kiló, hámark 4 grm. i einu pcr os, leyst upp i litlum vökva, oftast volgri mjólk. Á eftir var skolað niður með dál. vatni, en síðan helzt enginn vökvi gefinn i 4 klst., nema þá vatn í teskeiða- tali. Eftir þessar 4 klst. er gefið mik- ið vatn til þess að skola sulfalyfinu burt úr likamanum. Dánartala var 3,3%, en að frádregnum þeim, sem dóu innan sólarhrings frá koniu, var hún 1,1%. Þar af höfðu 3 börn með- fædda sjúkdóma, svo að þeim sleppt- um var dánartalan 0,47%. Árangurinn þoldi fyllilega saman-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.