Bændablaðið - 07.02.2013, Page 29

Bændablaðið - 07.02.2013, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Þurrverkun hrossakjöts afurða í Þykkvabænum – ítalskar sælkeravörur í íslenskum búningi Í Þykkvabænum – í litlu aflögðu sláturhúsi – hefur Ítalinn Roberto Tariello komið sér fyrir með vel- vilja kartöflubænda og verkar þar kjöt samkvæmt ítölskum hefðum. Frá 2008 hefur hann leiðsagt ítölskum ferðamönnum um Ísland og hefur allt frá byrjun gælt við þá hugmynd að vinna íslenskt kjöt með gömlum ítölskum aðferðum – og spyrða að einhverju leyti saman við ferðaþjónustuna. Íslenski armur fyrirtækisins – og hægri hönd Roberto – er Ástríður Ástráðsdóttir sem starfar við hlið hans. Roberto segir að hann hafi flækst til Íslands sem ferðamaður frá Bermúdaeyjum og strax heillast af landinu. „Áður en ég kom til Íslands hafði ég þvælst víða um heim og starfaði með mörgum frábærum matreiðslumönnum. Ég byrjaði hins vegar mjög ungur að vinna við matvælaframleiðslu og hjálpaði til með fjölskyldunni við vinnslu alls kyns kjötafurða. Þar eru gamlar aðferðir haldnar í heiðri sem rekja má allt aftur til Etrúska og Rómverja. Það má segja að ég hafi snemma þróað með mér ástríðu fyrir mat. Þótt það sé af tilviljun sem Roberto fann sér húsnæði undir starfsemi sína í Þykkvabænum er það á vissan hátt sögulega viðeigandi. Aðalhráefni Roberto er hrossakjöt, en sú afurð er í miklum metum á Ítalíu. Þykkbæingar voru á árum áður kannski kunnustu íslensku hrossakjötsæturnar. „Þykkbæingar hafa tekið mér mjög vel, boðið mig velkominn og hjálpað mér af stað. Framleiðslan hófst formlega síðastliðið sumar með aðstoð og í samvinnu við Kjötvinnsluna á Hellu – þar sem öll hrávinnsla fer fram. Ég fæ allt mitt kjöt af Suðurlandi.“ Vörurnar fást í sælkeraverslunum „Vörurnar fást nú í Kjötvinnslunni á Hellu og í nokkrum verslunum í Reykjavík; Frú Laugu, Ostabúðinni, Búrinu og Melabúðinni. Ég er nú að vinna í því að auka gæði afurðanna og að koma þeim víðar í dreifingu. Ég ætla að bæta aðstöðuna í Þykkva- bænum svo ég verði fær um að geta tryggt betur gæði og tiltekið framleiðslumagn. Ég framleiði margar tegundir úr þurrkuðu hrossakjöti og svínakjöti. Mín aðferð er að grafa kjötið og þurrka svo – og ég nota krydd og aðferðir sem ég ólst upp við úr minni fjölskyldu. Hrossakjötsvörurnar eru kenndar við Þykkvabæ; salami, bresaola, carpaccio og entrecote. Hrossakjötið er mjög heilsusamlegt kjöt, með lága fituprósentu en ríkt af próteini, járni og vítamínum D og B. Í framtíðinni langar mig til að þróa hráskinku líka Parmaskinkunni – og fleiri afurðir með náttúrulegum þráavarnarefnum.“ /smh HLUTI AF BYGMA ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 Þú færð gluggana hjá okkur Getum útvegað hágæðaglugga frá viðurkenndum framleiðendum. Gluggar úr timbri, timbur/áli, áli og PVC (plasti) Frábært verð, áratuga þekking og toppþjónusta. Hafðu samband og við leysum málið með þér. Fáðu nánari upplýsingar og tilboð hjá okkur í síma 525 3000. GLUGGAR Reykjavík F A GM ANN A KLÚBBU R NÚ LÍKA FYRIR BÆNDUR! ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG? Hrossakjöt er gæða hráefni, að sögn Roberto Tariello. Myndir / smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.