Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 171 þarf fyrst og fremst skilning á markmiði þess af hálfu stjórnar sjúkra- hússins, hvort sem um er að ræða framkvæmdastjóra, læknaráð, bókasafnsnefnd eða stjórn hjúkrunarliðs. Þessir aðilar verða að ganga á undan í því að nota safnið og kynna það starfsliði sínu, þekkja þjónustumöguleika þess og efla þá, m. a. með því að sjá um, að bóka- vörðurinn fái að fylgjast með málum sjúkrahússins og framtíðar- áætlunum þess og að hann hafi þá aðstöðu og aðstoð, sem nauðsynleg er. En lítum nú inn fyrir dyr ákveðins læknisfræðibókasafns, þ.e.a.s. safns Borgarspítalans. TJndirbúningsvinna við Bókasafn Borgarspítal- ans hófst 1967. Safnið er svokallað ,,combined“ eða ,,integrated“ bókasafn, það skiptist í tvo hluta, annars vegar almennt safn og hins vegar læknisfræðisafn. Almenna safnið er aðallega ætlað sjúkl- ingum, en starfsliðið hefur einnig frjáls afnot af því. Aðalþjónusta almenna safnsins liggur í heimsókn bókavagns á sjúkradeildir, og er safnið svo til eingöngu notað í því skyni að veita sjúklingum af- þreyingu. Hins vegar er mjög æskilegt, að markmið þess sé einnig þátttaka í aðlögun og endurhæfingu sjúklinga, og hefur bókakostur safnsins verið byggður upp með það fyrir augum, að í framtíðinni geti hann orðið liður í lækningu, t. d. í sambandi við ýmis geðræn eða samfélagsleg vandamál sjúklings. Söfnin tvö eru nú sitt á hvorri hæð í turni spítalans, en í framtíðinni er þeim ætlað rúm á sömu hæð og þá í nánari tengslum við samgönguæðar hússins. Til gamans má geta þess, að útlán úr almenna safninu námu 12000 bókum og tímaritum á síðastliðnu ári. Læknisfræðibókasafn Borgarspítalans er staðsett á 14. hæð og hefur til umráða tvö herbergi, alls um 75 fermetra. Annað hýsir safnkost og vinnuaðstöðu bókavarða, hitt er lesstofa með 11 sætum. Einnig er eitt sæti í safnherbergi fyrir þá, sem nota vilja fyrirferðar- mikil uppsláttarrit, svo sem Index medicus. Húsakynni safnsins eru vistleg, en þröng, og staðsetning safnsins úr tengslum við þjónustu- deildir spítalans. Safnið fær reglulega um 150 tímarit og eru þau stærsti hluti safnsins. Aðeins fáeinir titlar, aðallega þeir íslenzku, eru bundnir, en lau.s hefti geymd í opnum möppum, sem fljótlegt er að afgreiða úr. Utlán á tímaritum eru töluverð og afgreiðsla á Ijós- rituðum greinum einnig mikil. Það er stór spurning, hvort lána á út tímaritaeintök. Tímarit eru erfitt útlánsefni og vilja mjög oft týn- ast. Fyrirhöfnin við að innheimta þau eða panta eintak í staðinn fyrir það, sem glatazt hefur, er ótrúlega mikil og oft árangurslaus. Einnig getur verið erfitt að sjá af tímaritaeintaki í útlán, þegar um er að ræða tímarit, sem fleiri en ein deild þarf að hafa aðgang að, og aðeins er keypt ein áskrift í safnið. I safninu eru nú 1200 bækur og töluverðan hluta þeirra þyrfti að endurnýja. Uppbygging bókakosts í safnið hefur gengið mjög hægt, meðal annars vegna kaupa á handbókakosti til nýrra deilda, bæði þjónustudeilda og hjúkrunardeilda. Handbækur deilda eru býsna teygjanlegt og viðkvæmt hugtak, sem skiptar skoðanir eru um og bókavörður og yfirlæknir deildar þurfa að finna lausn á. Frá sjónarmiði okkar bókavarða eru hand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.