Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
173
hægt að gefa í þetta sinn, en lánuð voru um 460 tímaritaeintök og
afhent um 250 ljósrit. Notkunin var mest frá lyflæknisdeild og þar
næst frá skurðlæknisdeild. Not á safninu jukust mjög mikið frá ár-
inu áður, ekki aðeins útlán, heldur líka eftirspurn eftir ýmiss konar
heimildaþjónustu. Þjónusta safnsins hefur að sjálfsögðu beinzt að
starfsliði Borgarspítalans, en við höfum þó eftir beztu getu reynt að
sinna fyrirspurnum frá öðrum stofnunum og einstaklingum.
Á landinu eru nú tvö læknisfræðibókasöfn á sjúkrahúsum, Borgar-
spítalanum og Landspítalanum. Hins vegar er það þriðja í fæð-
ingu, á Kleppi, og byrjað er að skrá bóka- og tímaritakost Heilsu-
verndarstöðvar og Borgarlæknisembættisins. Áhugi mun vera fyrir
hendi á Landakoti að koma upp safni, þannig að nú er óðum að birta
í bókasafnsmálum heilbrigðisstéttanna. Ekki má heldur gleyma Bóka-
safninu á Keldum og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, en
þessar stofnanir falla báðar inn í þennan ramma. í Háskólabókasafni
er geymdur töluverður þekkingarforði í lækna- og heilbrigðisvísindum,
en eins og allir vita, hefur safnið verið hálfgert olnbogabarn og ekki
getað annazt hlutverk miðsafns allra kennsludeilda og stofnana Há-
skólans. Læknisfræðibókasafn Landspítalans hefur að miklu leyti
tekið á sig hlutverk Háskólasafns á sviði læknisfræðinnar, og sjá
allir hugsandi menn, að slíkt er fráleitt, bæði vegna húsnæðisvandræða
og starfsliðsfæðar Landspítalasafnsins, en einnig fráleitt vegna þeirrar
þarfar, sem þegar hefur skapazt fyrir eitt miðsafn í læknisfræðum, sem
þjóna þarf læknadeild Háskólans, stofnunum, sjúkrahúsum, sérfræð-
ingum og starfandi læknum, bæði hér í Reykjavík og annars staðar
á landinu.
Ég held, að við gerum okkur öll grein fyrir því, að framtíðar-
þjóðbókhlaða leysir ekki safnmál þessara aðila. í fyrsta lagi þurfum
við á safni að halda, sem er staðsett sem næst helztu kennslu- og
rannsóknastofnunum í læknisfræði og heilbrigðisvísindum. I öðru
lagi þurfum við að reyna að láta af handbókahugsunarhættinum í
safnamálum okkar. Við leysum engan vanda með því að hokra hvert
í sínu horni og ímynda okkur að stofnanasöfnin, þar á meðal sjúkra-
húsasöfnin, geti veitt fullnægjandi þjónustu,
Ef til vill er þessi hugsunarháttur afsakanlegur. íslendingar hafa
lengi borið virðingu fyrir bókum og verið miklir bókasafnarar. Þeir
hafa viljað bækur í kringum sig eins og vini sína og þótt notalegt að
geta rétt höndina eftir þeim. Hins vegar hefur þessi virðing ekki
færzt yfir á bókasöfnin, — og eiginlega er það ekki neitt undarlegt
eins og búið hefur verið að bókasafnamálum okkar.
En í þessum ört smækkandi heimi og ört stækkandi þekkingarflóði,
dugar ekki að taka mið af því ástandi í safnamálum, sem hjá okkur
ríkir í dag. Við eigum og verðum að taka mið af þeim löndum, sem
standa okkur framar og jafnvel fremst allra í þessum málum. Við
verðum að kanna og læra að nýta þá möguleika, sem nýtízkusöfn
hafa upp á að bjóða og koma þeim í framkvæmd hér. Væri ekki
þægilegt fyrir lækna að geta horft á þær ráðstefnur á sjónvarps-
skermi, sem þeir komast ekki til að sitja? Geta hlustað á heimsfræga
fyrirlesara af segulbandi, eða fengið yfirlit um helztu nýjungar í grein