Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 14

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 14
174 LÆKNABLAÐIÐ sinni annaðhvort af segulbandi eða með því að velja símanúmer? Geta hringt í læknisfræðisafnið að kvöldi og geta lagt inn upplýsinga- beiðni í símsvara og fengið svarið daginn eftir? Geta lagt inn beiðni um lán á bók, sem ekki er til á landinu, og ekki hægt að kaupa, og fengið hana eftir nokkra daga með millisafnalánsþjónustu úr háskóla- safninu í Gautaborg eða frá London? Væri ekki þægilegt að fá þýð- ingar á greinum eða skýrslum? Geta lagt inn beiðni um nákvæma heimildaleit og tölvuútskrift? Fengið aðstoð við samningu og útgáfu á tímaritsgrein eða bók? Hvernig væri fyrir heilbrigðisþjónustuna úti á landi að hafa aðgang að slíku safni? Þessi dæmi tek ég aðeins til þess að gefa nokkra hugmynd um þjónustu hugsanlegs miðsafns. Það þýðir ekki að hrista höfuðið og segja, að þetta séu aðeins hugarórar og draumar. Allt er þetta orðið að veruleika og víða framkvæmt, og sumt af þessu höfum við bóka- verðir læknisfræðibókasafnanna reynt að framkvæma, þótt í smáum stíl hafi verið. Á síðastliðnu ári voru sendar héðan þrjár fyrirspurnir til tölvumiðstöðva í Stokkhólmi. Seinast í gær fékk læknir á Borgarspítal- anum senda bók í gegnum millisafnalánsþjónustu frá háskólasafninu í Gautaborg. Borgarspítalasafnið eitt sendi 70 fyrirspurnir á síðasta ári til erlendra safna. Töluverður hluti þessara fyrirspurna var úr tíma- ritum, sem keypt eru hér á landi, en vegna ýmissa ástæðna vantaði í, eða voru óaðgengileg. Sömu sögu getur Landspítalasafnið sagt. Samkvæmt bráðabirgðalista, sem við höfum gert yfir tímarita- öflun í læknisfræði og skyldum greinum, fáum við til landsins 570 tímarit, en sjálfsagt má reikna með hátt á sjöunda hundrað titlum, því að könnun okkar er ekki mjög nákvæm. Þessi ritakostur er að mestu leyti samankominn hér í Reykjavík, en óhugnanlega óaðgengilegur og illa nýttur. Þetta magn þarf að sameina eins mikið og mögulegt er og veita nauðsynlega þjónustu í því sambandi. Slíkt verður aldrei gert, nema stofnað verði miðsafn. í tengslum við þetta atriði má geta þess, að margir læknar hafa áttað sig á þessu vandamáli og veitt aðgang að tímaritaeign sinni. Margir hafa gefið söfnum okkar eldri eintök af tímaritum og fyllt með því mörg göp í tímaritaeign safnanna, svo og aukið úrval safn- kostsins. Þetta er mjög þakkarvert. Bókainnkaup í læknisfræðum og skyldum greinum má nú sjá á einum stað — nefnilega í samskrá um erlendan ritauka í íslenzkum söfnum, sem Landsbókasafnið byrjaði að gefa út á síðastliðnu ári. Skráin er í tveimur hlutum, A og B, og eru þeir sendir þeim, sem þess óska, endurgjaldslaust. A-hlutinn er nýkominn út í annað skipti, en B- hlutinn, sem nær yfir raunvísindagreinar, kemur út eftir nokkrar vik- ur. Sá böggull fylgir skammrifi, að margar af bókum þessum er ekki hægt að lána út af stofnunum og eru þær aðeins til afnota þar. Áhugi er fyrir hendi hjá Landsbókasafni að gefa út samskrá um tímarit, en óvíst er, hvenær sú skráning kemst í framkvæmd, og eftir því sem ég hef frétt, verður byrjað á tímaritum í húmanistiskum greinum. Sú skrá kemur til með að létta mjög starf bókavarða og notenda safna, en ég endurtek, að aðeins með sameiginlegu átaki allra stofnana og einstaklinga, sem þurfa á upplýsingum og viðbótarþekk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.