Læknablaðið - 01.10.1971, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ
177
og hefur Lára M. Ragnarsdóttir annazt skrifstofustjórn, en auk hennar
starfa á skrifstofunni María Kristleifsdóttir, sem aðallega annast bók-
hald, og Birna Loftsdóttir. Birna kom aftur til starfa á skrifstofuna
í janúar, en fram að þeim tíma starfaði þar Sigrún Sigvaldadóttir.
Bókhaldsumsjón með skrifstofunni og endurskoðun hefur annazt Guð-
jón Eyjólfsson, lögg. endurskoðandi, en hann hefur á síðasta ár-i kannað
isekilega bókhald og fjárreiður þeirra sjóða, sem tilheyra læknafélög-
unum eða eru þeim tengdir. Nokkrar athugasemdir hefur hann gert í
sambandi við reikningshald og fjárreiður sumra sjóða, svo og reikn-
ingshald L.R., og eru þau mál nú í frekari athugun.
Helztu verkefni skrifstofunnar
Almenn fyrirgreiðsla. Ört vaxandi símaþjónusta, sem fólgin er í
m. a. svörum við fyrirspurnum einstakra lækna, hópa eða félaga;
neyðarvaktþjónusta heimilislækna, sem er mjög tímafrek, sérstaklega
þar sem skylt er að reyna að ná sambandi við heimilislækna, áður en
neyðarlæknir er sendur út. Þá er að nefna tíð fundarboð til nefnda
og stjórna og að lokum óþrjótandi fyrirspurnir frá almenningi um
stofutíma og tímapantanir hjá einstökum læknum í Domus Medica.
Skrifstofan heldur spjaldskrá yfir heimilisföng lækna, innanlands
sem erlendis, annast innheimtu á árgjöldum og öðrum gjöldum til
skrifstofunnar, almenn bréfaviðskipti, sölu vottorðaeyðublaða og ann-
arra eyðublaða, afgreiðslu minningarkorta Ekknasjóðs, ljósprentun.
vélritun og fjölritun.
Bókhald. Skrifstofan annast og bókhald fyrir L.í. og L.R., (þar
með hóptryggingu, tímaritapantanir o. fl.), Læknablaðið, Lífeyrissjóð
lækna og Námssjóð sjúkrahúslækna. Til fróðleiks má geta, að innkomin
velta var á sl. ári um 13.6 millj. kr.
Önnur störf fyrir eftirtalda aðila, sem skrifstofan annast:
Lífeyrissjóður lækna, Innheimta iðgjalda, afgreiðsla lánaumsókna,
þ. á m. gerð tryggingabréfa og almennar upplýsingar um sjóðinn og
starfsemi hans.
Námssjóður sjúkrahúslækna. Innheimta iðgjalda, greiðsla styrkja
ásamt upplýsingum.
Læknablaðið. Fjármögnun blaðsins með útvegun auglýsinga og
innheimtu auglýsingagjalda. Skrifstofan annast dreifingu blaðsins og
lausasölu þess. Einnig annast hún vélritun á greinum í blaðið.
Hóptrygging. Skrifstofan útvegar þeim, sem þess æskja, aðild að
hóptryggingu L.R. og annast innheimtu iðgjalda einstaklinga og
greiðslu heildartryggingar.
Auk þessa eru í vörzlu skrifstofunnar Styrktarsjóður lækna og
Læknaþingssjóður.
Fjármögnun skrifstofunnar.
Árgjöld L.í. og L.R., þóknun vegna tímaritapantana, hóptrygg-
ingar, Lífeyrissjóðs lækna, Læknablaðs, Námssjóðs sjúkrahúslækna,
neyðarvaktþjónustu; sala vottorðaeyðublaða, Ijósprentunar, fjölritun-
ar o. fl.