Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 21

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 179 sonar til formanns gerðardóms Læknafélags íslands. Þar með er málið komið úr höndum stjómar Læknafélags íslands og í hendur gerðar- dóms, sem ber ábyrgð á því, að málið fái rétta afgreiðslu. Ég vek athygli á síðustu málsgrein 28. gr. Codex Ethicus, en þar segir, að stjórn L.I. beri að fylgjast með framvindu máls og gera allt, sem er í hennar valdi til þess að koma í veg fyrir óeðlilegan drátt á afgi’eiðslu máls. Ég tel rétt að leiða athygli að því, að föstu dómendur gerðar- dómsins eiga að skora á málsaðila, að þeir hvor um sig tilnefni lækni í dóminn og annan til vara. Nú gæti komið upp sú staða, að þeir Gísli G. Auðunsson og Ingimar S. Hjálmarsson gætu ekki komið sér saman um lækni af sinni hálfu, og er þá ekki annarra kosta völ en gera úr þessu eina máli tvö mál. Eins og Daníel byggir upp sína kæru, tel ég ekkert því til fyrirstöðu, að þeir Gísli G. Auðunsson og Ingimar S. Hjálmarsson hafi samaðild í þessu máli. Fsk j.: V irðingarfyllst, bréf, kæra. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. (sign) Málið var síðan lagt fyrir gerðardóm L.f. með bréfi dags. 16.12 1969. Formaður dómsins er próf. Jón Steffensen, en aðrir dómendur eru Grímur Jónsson og Páll Sigurðsson. Til vara er ísleifur Halldórs- son. Gagnasöfnun fyrir dóminn er ekki að fullu lokið. Nýr liður í máli þessu er fyrirspurnarbréf frá Daníel Daníelssyni, dags. 18. desember. Bréfi þessu hefur verið vísað til lögfræðings félagsins. Domus Medica Stjórn L.í. hafa borizt reikningar D.M., og var af- koma sjálfseignarstofnunarinnar á sl. ári tiltölulega góð þrátt fyrir miklar skuldir og afborganir af þeim, og byggist það einkum á hagnaði af rekstri samkomusalar. Auk stóra samkomusalar- ins hefur minni samkomusalur verið innréttaður inn af aðalanddyri hússins, og hefur hann verið notaður fyrir samkomur, svo og anddyrið sjálft; þannig hefur nýting hússins verið mjög góð. Miklir erfiðleikar hafa verið samt sem áður að annast veitingar, svo að vel væri fyrir þá gesti, sem leigt hafa salinn. Má því segja, að komið hafi í ljós, að rekstur salarins er allmiklum erfiðleikum bundinn. Til þess að hægt sé að standa straum af afborgunum hússins, er óhjákvæmilegt, að sal- urinn sé nýttur til annarra hluta en starfsemi læknafélaganna, en til þess að unnt verði að losa litla salinn, þannig að hann geti verið fyrir félagsstarfsemina eingöngu, þykir sýnt, að gera þurfi nokkrar breyt- ingar og viðbætur við húsið sjálft. Af þessu tilefni skrifaði stjórn L.í. eftirfarandi bréf til stjórnar Domus Medica: Til stjórnar Domus Medica, Bjarni Bjarnason formaður. Reykjavík, 28.1. 1970. Stjórn Læknafélags íslands vill hér með vekja athygli stjórnar Domus Medica á nokkrum atriðum, sem hún telur ábótavant í sam- bandi við samkomusalinn í Domus Medica: a) Salurinn er of lítill fyrir stærstu fundi og samkvæmi lækna. b) Aðstöðu skortir til þess að halda tvo eða fleiri fundi samtímis. c) Einnig skortir aðstöðu til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.