Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 24
182
LÆKNABLAÐIÐ
son, Ingólfur Sveinsson o. fl. hafa unnið að máli þessu, og er ætlunin
að leggja þær fyrir í tillöguformi nú á aðalfundi 1970.
Sjóðir og sjóðstjórnir 1. Lífeyrissjóður lækna: Stjórn sjóðsins skipa
(1. júní 1970) Kjartan Jóhannsson, Jón Gunnlaugsson og
Víkingur H. Arnórsson.
2. Læknaþingssjóður: Stjórn sjóðsins skipa Haukur Kristjánsson, Jón-
as Hallgrímsson og Tómas Á. Jónasson.
3. Námssjóður lækna: Stjórn sjóðsins skipa Gunnar Möller, Bergsveinn
Ólafsson og Gunnar Biering.
4. Námssjóður sjúkrahúslækna: í stjórn eru Árni Björnsson, Jón Þor-
steinsson og Guðmundur Jóhannesson.
5. Styrktarsjóður lækna: í stjórn eru Víkingur H. Arnórsson, Frosti
Sigurjónsson og Jón Þorsteinsson.
6. Elli- og örorkutryggingasjóður lækna: í stjórn eru Karl S. Jónasson,
Bergsveinn Ólafsson og Kristbjörn Tryggvason.
Samninganefnd Samninganefnd L.f. hefur haldið tvo fundi með samn-
inganefnd Tryggingastofnunar ríkisins. Sá fyrri var
í lok apríl og hinn síðari 8. júní sl.
Á fyrra fundi var lagður fram samningsgrundvöllur skv. tillögum
gjaldskrárnefndar læknafélaganna og sjónarmið kynnt. Samninganefnd
T.R. tjáði sig fúsa til að athuga samninga á nefndum grundvelli og
bað um frest til athugunar. Af ýmsum ástæðum dróst athugun T.R. á
langinn, m. a. vegna utanfarar sérfræðings stofnunarinnar. T.R. tjáði
sig þó í byrjun, en með vissri tregðu, fúsa til að taka upp viðræður í
byrjun júní, og var þá annar fundur haldinn. Samninganefnd T.R.
taldi marga agnúa á samningunum og þá sérstaklega, meðan hin al-
menna vinnudeila væri ekki leyst. Samninganefnd L.í. hélt því þó
fram, að samningsgrundvöllur L.í. væri ekki í beinum tengslum við
almenna kjarasamninga og lagði höfuðáherzlu á samræmingu gjald-
skrár við laun sjúkrahúslækna, svo sem gjaldskrárnefnd hefði lagt til.
Fundinum lyktaði þannig, að aðilar voru sammála um að vinna áfram
að þessari samræmingu, og féllst þannig samninganefnd T.R. á þetta
sjónarmið L.í.
Að öðru leyti er vísað í bréf samninganefndar um samningana.
Orðanefnd í nefndinni áttu sæti Snorri P. Snorrason, Guðsteinn Þeng-
ilsson, Helgi Ingvarsson, Halldór Baldursson og Guðjón
Jóhannesson, en hann hefur nú flutzt búferlum til Svíþjóðar. Hefur
nefndin lítt starfað á árinu.
Læknablaðið Nokkuð hefur verið rætt um breytingu á búningi Lækna-
blaðsins, og hefur verið gerð smávegis útlitsbreyting, en einnig breyt-
ing á pappír, og auglýsingaverð hefur verið hækkað verulega, þannig
að fjárhagur blaðsins er nú mun betri en hingað til hefur verið.
Læknar á íslandi Stjórn Læknafélags fslands átti nokkra fundi um
útgáfu ritsins „Læknar á íslandi“ með fram-