Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
185
mismunandi starfsgreinum læknisfræðinnar, og fylgir þessi þáttur
ekki sjálfstæði í starfi að öllu leyti. Þá þer einnig að taka tillit til
þess, að læknar hafa lagalega skyldu til þess að viðhalda menntun
sinni. Laun þeirra þurfa að gera þeim fjárhagslega kleift að fylgja
þessu lagaákvæði. Viðhaldsmenntun er bæði tímafrek og dýr fyrir ís-
lenzka lækna, en þeir verða að sækja hana að mestu leyti til annarra
landa. Þá er þess að geta, að lækningaleyfi og læknisstarf leggur lækn-
um á herðar, ekki eingöngu siðferðilega skyldu, heldur einnig laga-
legar skyldur gagnvart þjóðfélaginu. Þá teljum við, að í aðalstarfs-
greinakerfið vanti m. a. flokk fyrir séi’fræðinga, sem einnig hafa dr.
med. gráðu. Ábyrgð á mannslífum er sérstakur þáttur í starfi lækna.
Þetta atriði virðist ekki vera í kerfinu. Fjölmörg fleiri atriði má nefna,
sem vantar í kerfið, en þetta verður látið nægja til þess að sýna, að
nefnd ,,Drög að starfsmati“ eru óhæf án verulegra breytinga fyrir
hvers konar mat á launagreiðslum fyrir læknisstörf.
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar Læknafélags íslands,
Friðrik Sveinsson ritari (sign.).
Aðalfulltrúar Læknafélags fslands í Bandalagi háskólamanna
voru þeir Arinbjörn Kolbeinsson, Snorri P. Snorrason og Tómas Helga-
son. Fulltrúi L.í. í kjaramálaráði var Friðrik Sveinsson.
Læknanámskeið Læknanámskeið var haldið dagana 8.—11. sept. sl.,
og sóttu það 7 héraðslæknar auk 24 læknanema.
Viðfangsefni voru meltingarsjúkdómar og önnuðust 18 sérfræðingar
umræður námskeiðsins.
Næsta námskeið á að halda dagana 31. ágúst til 4. sept. n.k., og
verða aðalviðfangsefnin „akut“ læknisþjónusta og lyfjaval, áhætta og
kostnaður lyfjameðferðar. Verður það námskeið haldið í Borgarspítal-
anum.
Skattamál Föst nefnd á vegum L.R. vinnur nú að þessum málum.
Fengizt hefur viðurkenning á því, að flestir þættir hóp-
tryggingar lækna verði frádráttarbærir, en aðalverkefnið, sem nú er
unnið að, er að fá viðurkenningu á því, að bílakostnaður lækna sé
frádráttarbær að mestu eða öllu.
Borgarafundur um í desember komu tilmæli til formanns L.í. að
heilbrigðismál á mæta á almennum borgarafundi á Selfossi, sem
Selfossi Félag ungra Framsóknarmanna hafði fyrirhugað,
og var þess óskað, að formaður L.í. gerði grein
fyrir sjónarmiðum læknafélagsins í sambandi við læknamiðstöðvar og
framtíðarskipulag þeirra. Fundur þessi var haldinn 21. janúar, og var
þar einnig boðið landlækni, sem ekki kom til fundar, og fulltrúum
frá heilbrigðismálaráðuneytinu, og mættu af þess hálfu Jón Thors og
Kjartan Jóhannsson skipulagsverkfræðingur. Rætt var um læknamið-
stöðvar og sjúkrahúsmál á Selfossi.
Fundurinn var fjölsóttur og kom fram mikill áhugi á þessum
málum.