Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 36
192
LÆKNABLAÐIÐ
Kandídatar í móttöku stjórna og meðstjórnenda L.í. og L.R. sum-
arið 1969..
Fremri röð f.v.: Hörður Bergsteinsson, Guðmundur M. Jóhannsson,
Björgvin M. Óskarsson, Páll Eiríksson, Kristján T. Ragnarsson, Hall-
dór Baldursson, Jóhannes Magnússon.
Aftari röð f.v.: Guðmundur Björnsson, Jónas Hallgrímsson, Arin-
björn Kolbeinsson, Stefán Bogason, Sigmundur Magnússon, Grímur
Jónsson, Guðmundur Jóhannesson.
Er það grein, sem birtist í Vísi 9.4. 1970 með fyrirsögninni „Lækna-
stéttin of laus á ávísun vanalyfja“, og hefur L.f. gert við greinina
eftirfarandi athugasemd.
Fimmtudaginn 9. apríl 1970 birtist grein í blaði yðar með eftir-
farandi fyrirsögn: „Læknastéttin of laus á ávísun vanalyfja“.
í undirfyrirsögn greinarinnar segir m. a.: „í læknastétt ríkir
ekki nægur skilningur á ávanahættu ýmissa lyfja. Á ýmsum
skemmtistöðum fer bannig t. d. fram sala á fíknilyfjum, sem
læknar hafa ávísað. Það er því miður svo, að þar sem skórinn
kreppir aðallega að í fíknilyfjavandamálum núna, er hjá lækna-
stéttinni sjálfri."
Að undanförnu hefur allmikið verið skrifað um notkun fíkni-
og deyfilyfja hér á landi, en ekki hafa komið fram neinar
ákveðnar eða áreiðanlegar niðurstöður um það, hvort notkun
slíkra lyfja hér skapi þjóðfélagsvandamál. En í þessari grein
er því slegið föstu, að hér sé um vandamál að ræða og sökinni
skellt á læknastéttina með þessari setningu: „Þar sem skórinn
kreppir aðallega að í fíknilyfjavandamálum núna, er hjá lækna-