Læknablaðið - 01.10.1971, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ
193
Kandídatar í móttöku stjórna L.í. og L.R. veturinn 1970.
Neðri röð f. v.: Hörður Alfreðsson, Edda Björnsdóttir, Þórarinn
Sveinsson.
Efri röð f.v.: Björn Karlsson, Lars Kjetland, Vigfús Þorsteinsson,
Þórarinn Arnórsson.
stéttinni sjálfri.“ Einnig er gefið í skyn, að læknar ávísi fíkni-
lyf, sem síðan eru seld á skemmtistöðum, og einnig, að í lækna-
stéttinni ríki ekki nægilegur skilningur á ávanahættu þessara
lyfja. í öllum þessum atriðum er um alhæfingu að ræða, og
verður eigi annað séð, en öll læknastéttin eigi hér hlut að máli.
Þessum staðhæfingum blaðs yðar viljum við mótmæla sem
algjörlega röngum og benda yður á, að skv. lögum ber ritstjórn
blaðsins ábyrgð á sannleiksgildi þessarar fréttar, en ekki sá
maður, sem blaðið vitnar í sem heimildarmann. Læknafélag
íslands mótmælir ofangreindum staðhæfingum sem röngum og
vill í því sambandi benda á eftirfarandi atriði:
1. Læknasamtökin hafa iðulega bent á þá hættu, sem fylgt get-
ur misnotkun lyfja, þ. á m. ávanahættu og einnig rætt þessi
mál á félagsfundum.
2. f samráði við læknastéttina voru sett lög árið 1968, sem
heimila opinberum aðilum mjög strangt eftirlit með notkun
lækna á ávana- og fíknilyfjum, og í þessum lögum er heil-
brigðisyfirvöldum einnig veitt heimild til skjótvirkra og
áhrifaríkra aðgerða í þessum efnum, ef ástæða er til. Var
þetta bæði til lækna og þeirra leikmanna, sem kunna að
misnota trúnað lækna varðandi útvegun fíknilyfja.