Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 41

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 197 Það má segja, að í málum, sem rísa af því, að lækni hafi orðið á mistök í starfi, liggi aðalvandinn í mati á því, hvort læknirinn hafi gert sig sekan um gáleysi. Samkvæmt hefð- bundnum kenningum er svarið undir því komið, hvað góður og skynsamur læknir, sem hefði verið í sporum þess, er verkið vann, hefði gert. Sönnunarbyrðin fyrir því, að mistök læknis séu þess eðlis, að framangreind saknæmisregla nái til hans, hvílir á sjúklingn- um. Þá má geta þess, að fræðimenn eru yfirleitt þeirrar skoð- unar, að dómstólar verði að sýna mikla varfærni og aðgát í beitingu saknæmisreglunnar á mistök lækna sakir þeirrar sér- stöðu, sem læknar hljóta að hafa í sambandi við framkvæmd starfa síns, bæði vegna þess hversu starfið er erfitt og hvað það almennt séð gerir miklar kröfur til læknisins. Þá má benda á, að aðstaða læknisins hlýtur ætíð að skipta miklu máli, þannig að lækni, sem orðið hefur á mistök við slæmar aðstæður, gæti fyrirgefizt og hann sýknaður, en hins vegar myndi starfsbróðir hans við betri aðstæður, sem t. d. hefði aðgang að fullkomnu sjúkrahúsi, verið dæmdur bótaskyldur í sams konar tilviki. Vegna þess hversu sérfræðilegt úrlausnarefnið hlýtur ætíð að vera, þegar meta á, hvort mistök læknis séu bótaskyld, er það í flestum, ef ekki öllum tilvikum aðeins á færi annarra lækna að meta þetta, og mundu því slík mál ætíð vera dæmd í héraði með tveimur sérfróðum mönnum, auk hins löglærða dómara.“ Hlutfallstölur þær, sem að ofan er vitnað í, varðandi framlög til heilbrigðismála í ýmsum löndum, eru íengnar frá Efnahagsstofnun- inni, hvað Island varðar, en erlendu tölurnar eru teknar úr bók eftir Brian Abel Smith, sem heitir „An International Study of Health Ex- penditure“, en bók þessi var gefin út af WHO í Genf 1967. Samband við erlend Finnska læknafélagið bauð L.f. að senda full- læknafélög trúa á norrænan fund, sem haldinn var í maí sl., og var Sigurður S. Magnússon, læknir í Svíþjóð, fulltrúi félagsins þar, þar sem ekki var kostur á að senda mann héðan að heiman. L.í. hefur verið boðið að senda fulltrúa á aðalfund brezka læknafélagsins, og er ákveðið, að Helgi Þ. Valdimars- son, sem nú stundar framhaldsnám í London, verði fulltrúi L.í. á þeim fundi. í maí sl. héldu stjórnir læknafélaga á Norðurlöndum sam- eiginlegan fund í Ebeltoft í Danmörku, og var Arinbjörn Kolbeinsson fulltrúi L.í. á þeim fundi. Birtist skýrsla frá þeim fundi sem fylgirit með ársskýrslu. Aðalfundur WMA verður haldinn í Osló í ágúst, og er ákveðið, að Arinbjörn Kolbeinsson verði aðalfulltrúi L.í. á þeim fundi, en einnig mun mæta þar Jón Hj. Gunnlaugsson læknir. í apríl sl. var haldið fyrsta alþjóðamót um hópsamvinnu lækna (Group practice). Forseti þessa móts var íslenzkur læknir, Dr. Thorlaksscn. Skrifaði hann L-í. og lagði áherzlu á, að L.í. stuðlaði að því, að íslenzk- ir læknar gætu sótt þennan fund, bæði til þess að taka þátt í þessum fyrsta alþjóðalæknafundi og til þess að halda sambandi við frændur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.