Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 50
204 LÆKNABLAÐIÐ Hópstarf lækna er það starfsfyrirkomulag, sem nú virðist alls stað- ar vera að ryðja sér til rúms, enda felur það i sér möguleika á víðtækari og betri þjónustu við sjúklinga, reglubundnum vöktum fyrir læknana, eðlilegu fríi og námstíma til viðhalds- og framhaldsmenntunar. í Norður-Þrændalögum hefur verið gerð tilraun með hópsamvinnu í frekar strjálbýlu héraði. Fyrsti árangur af þessu starfi mun brátt verða kunngerður, og ríkir áhugi á þeim niðurstöðum. í sambandi við stækkun sjúkrahúsa hafa launamál og starfsskilyrði verið tímafrek vandamál læknasamtakanna, en af bessu tvennu eru starfsskilyrðin þó þýðingarmeiri. Starfi lækna við göngudeildir norskra spítala hefur verið haldið algjörlega fyrir utan hinn fasta vinnutíma á spítölunum. Norskir lækn- ar hafa áhyggjur af þeim breytingum á kjörum lækna, sem nú hafa farið fram í Svíþjóð. í nýjum norskum sjúkrahúslögum eru nýbyggingar sjúkrahúsa lagðar í hendur sveitastjórna (fylkeskommune), en þær hafa ekki yfir að ráða þeirri þekkingu, sem gerir þeim fært að dæma um, hvernig reisa eigi sjúkrahús og hvers konar deildaskipting þar eigi að vera. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki ráðgefandi nefnd á þessu sviði. Læknasamtökin hafa í huga að setja á stofn eins konar sjúkrahús- byggingaráð, sem hefur fulltrúa frá hinum ýmsu sérgreinum. Þetta ráð á að hafa samvinnu við sérgreinafélög norsku læknasamtakanna. Ráðið á að samræma og meta hugmyndir, sem koma frá einstökum sérgreinafélögum. Ráð þetta er hugsað sem ráðgefandi aðili fyrir sveitastjórnir og sjúkrahús í Noregi. í ráði er, að heilbrigðisyfirvöld setji upp ríkissjúkrahúsráð (statens sykehusrád) og læknasamtökin eigi þar fulltrúa. Annað vandamál í sambandi við sjúkrahúsin er rekstur þeirra. í hinum nýju norsku sjúkrahúslögum er ekki lögð nein sérstök stefna fyrir hinn faglega rekstur sjúkrahúsa. Læknasamtökin hafa haldið því fram, að læknar og læknisfræðileg þekking væri nauðsynleg í sambandi við slíkan rekstur. Yfirlæknisráð eru til við ýmsa norska spítala, en ekki hafa þau sérstakar reglur, sem yfirvöld hafa staðfest. (Ræðumaður taldi æskilegt að heyra, hvernig þessum málum væri hagað á hinum Norðurlöndunum.) Þá ræddi ræðumaður allmikið um framhalds- og viðhaldsmenntun lækna, sérfræðiviðurkenningar á Norðurlöndum og gat þess, að í Noregi væri framhaldsmenntun sérfræðinga að mestu í höndum sérfræðifé- laganna. Samþykkt var á aðalfundi N.L. 1969 í Voss, að viðhalds- menntun almennra lækna ætti að verða skylda. Þá ræddi hann nokkuð um fjárhagsleg vandamál í sambandi við viðhaldsmenntun, svo og frítíma. Sveitafélög og sjúkratryggingar veita sums staðar nokkurn fjárstyrk til framhaldsmenntunar lækna. Þá minntist ræðumaður nokkuð á verkefni, sem snertu þjóðfélagið í heild og þá einkum mengunarvandamál umhverfisins í sambandi við nútímaiðnað og stórborgir. í baráttu gegn nautnalyfjaneyzlu, sagði hann, að læknasamtökin yrðu að taka virkan og ábyrgan þátt og lagði að lokum áherzlu á það, að læknisstarf og læknasamtökin skiptu stöðugt meira máli í þjóðfélaginu, til þeirra væru gerðar vaxandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.