Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 83

Læknablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 227 Einnig tóku til máls Gunnlaugur Snædal og Jóhann Þorkelsson, og töldu báðir, að æskilegt væri, að samninganefnd væri ein fyrir öll aðildarfélög L.í. Brynleifur Steingrímsson taldi samningaumleitanir hníga í þá átt, sem samninganefnd teldi æskilega, og meðan svo horfði, teldi hann ekki ástæðu til þess að „brýna busana“. Hann gat þess, að Alþingi 1969 hefði sett lög, sem lúta að launum lækna og enginn „af hálfu læknasamtakanna virðist vita um“. Þar gerir löggjafinn ráð fyrir því, að samræmi sé milli launa héraðslækna og sjúkrahúslækna. Þá hafði Brynleifur orð á því, að sér fyndist L.R. vera „óþarflega sjálf- stæður“ aðili innan L.í. Valgarð Björnsson tók sérstaklega undir það sjónarmið, að sam- eiginleg samninganefnd væri fyrir bæði félögin. Hann taldi, að í lögum L.R. væri beinlínis fram tekið, að L.í. hefði ekki umboð til þess að semja fyrir hönd Læknafélags Reykjavíkur. Því mundi þurfa lagabreytingu til þess að skipa eina samninganefnd. Sigmundur Magnússon skýrði frá reynslu sinni af samstarfsnefnd læknafélaganna. Reynslan af þeirri nefnd hefði ekki orðið eins góð og í upphafi var ætlað. Nefndin var valdalaus. Gat aðeins lagt til eitt og annað. Hann kvað aftur á móti ekkert því til fyrirstöðu, að samninganefndir L.R. og L.í. færu sameiginlega á samningafundi við T.R. Hvatti hann til þess, að svo yrði. Baldur Sigfússon tók í sama streng. Valgarð Björnsson spurði, hvort gjaldskrársamningar hefðu kom- ið til kasta samstarfsnefndar. Sigmundur Magnússon kvað lítið hafa verið um það. Aðalstarf nefndarinnar, „áður en hún lognaðist út af“, var að gera tillögur um gerð samninga sjúkrahúslækna. Arinbjörn Kolbeinsson taldi, að sennilega þyrfti lagabreytingu til þess að sameina samninganefndirnar. Hann lagði áherzlu á, að samninganefndirnar hefðu með sér meiri og nánari samvinnu. E. t. v. væri í náinni framtíð nauðsynlegt að gera róttæka breytingu á upp- hyggingu L.í. Skýrsla Domus Bjarni Bjarnason, formaður stjórnar Domus Medica, Medica flutti skýrslu stjórnarinnar og las reikninga stofn- unarinnar. í upphafi gat hann þess, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að kaupa Nesstofu, en samt hefði enn ekki orðið úr kaupunum og lægju til þess ýmsar ástæður. Þá hefur enn ekki verið ákveðið, hvað gert verður við Nesstofu, þegar kaupin hafa verið gerð. Bjarni Bjarnason kvaðst hafa rætt við ráðherra og stungið upp á því, að Nesstofa verði í framtíðinni gerð að minjasafni lækna og lyfsala. Ráðherranum hefði litizt vel á þessa hugmynd. Loks brýndi Bjarni fyrir læknum að halda til haga og safna gömlum lækningamunum og tækjum, sem síðar yrðu geymd í safni í Nesstofu, ef hugmyndin kærnist í fram- kvæmd. Að svo mæltu flutti hann skýrslu Domus Medica. Arinbjörn Kolbeinsson, form. L.Í., hafði verið kjörinn í stjórn Domus Medica
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.