Læknablaðið - 01.10.1971, Page 86
230
LÆKNABLAÐIÐ
frá könnun, er gerð var í héruðum landsins. Fylgir greinargerð um
ofangreint efni sem fylgiskjal 18 og er lögð fram sem tillögur til
stjórnar L.í.
Næstur á mælendaskrá var Öm Bjarnason og ræddi hann um
stöðlun læknamiðstöðva. Hann taldi. að búið væri að viðurkenna
opinberlega, að læknamiðstöðvar væru bezta lausn læknaskortsins.
Hann taldi, að núverandi héraðslæknar og starfandi læknar úti á
landsbyggðinni, yrðu að halda áfram að berjast fyrir þessu máli og
skapa þrýsting heiman frá úr héruðunum á hið opinbera, þ. e. frum-
kvæðið þarf að koma heiman frá. Hann áleit að fella ætti niður
númerakerfið og taka upp taxtagreiðslur, þar sem læknamiðstöðvar
risu í þéttbýli. Hann taldi, að litlu héruðin mundu ekki geta staðið
undir reksturskostnaði miðstöðvanna, þótt þau fengju þær gefins í
upphafi. Aðstæður á hinum ýmsu stöðum, er læknamiðstöðvar yrðu
væntanlega staðsettar á, væru mjög misjafnar og varla sambæri-
legar. Enginn fastur staðall væri fyrir því, hvaða starfsemi og þjón-
usta ætti að fara fram í læknamiðstöðvunum svo og, að launafyrir-
komulag og skiptingu tekna þyrfti að skipuleggja. Hann ræddi um
mögulegan tekjumissi héraðslækna og tekjur læknamiðstöðva. Hann
taldi, að tími væri kominn til að rætt væri í alvöru um að stofn-
setja embætti fjórðungslækna. Hann taldi og, að mikil nauðsyn væri
á að koma upp „Central laboratorium“ úti á landi. Skóla þyrfti að
koma upp fyrir ritara og annað aðstoðarfólk læknamiðstöðva og
héraðslækna.
Brynleifur Steingrímsson ræddi næst um sama mál, svo og Gísli
Auðunsson, er taldi, að tímaskortur væri það, er háði almennum heim-
ilislækningum mest. Hann taldi þær 10 mínútur, sem T.R. ætlaði í
viðtal við hvern sjúkling, væru fjarstæða. 1/2 klst. væri meðaltími.
Auknar kröfur fólks til þjónustu ykju starfið frá ári til árs, og væri
vinnudagur héraðslækna sums staðar 10-12 tímar daglega, auk vakt-
skyldu í 24 klst. á sólarhring. Hann taldi, að krafa um kaup og
rekstur þyrlu væri fullkomlega réttlætanleg, og það væri áreiðan-
lega framtíðarlausnin. Á snjóbílum hafði hann ímugust, vegna ýmissa
þátta í notkun þeirra. Hann kvað reynslu sína af starfi í miðstöð og
utan hennar vera þá, að munurinn væri ótrúlega mikill.
Valgarð Björnsson taldi, að upplýsa þyrfti allan almenning betur
um þjónustu þá, er læknamiðstöðvar myndu veita, og þá sérstaklega
hina auknu og bættu þjónustu, er hann fengi, miðað við núverandi
form.
Arinbjörn Kolbeinsson tók mjög í sama streng og Valgarð, taldi,
að mál þessi væru læknisfræðilegur, félagslegur og fjárhagslegur áróð-
ur; þau væru mikilvæg, en undirbyggja þyrfti þau betur.
Sigursteinn Guðmundsson sagði, að kominn væri tími til, að stofn-
uð yrði læknamiðstöð á Blönduósi, undirbúningi væri langt komið,
en leita þyrfti samþykkis sveitarfélaganna. Hann taldi, að sameina
þyrfti hin litlu sveitarsamlög í stærri heildir. Hann taldi, að rekstrar-
grundvöllur yrði ekki sá sami á stöðum, þar sem sjúkrahús eru þegar
fyrir hendi, og þar sem þau eru ekki.
Jóhann Þorkelsson ræddi um samstarf lækna í læknamiðstöðvum.