Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 93
LÆKNABLAÐIÐ
235
Fundurinn telur, að hið gamla form læknaráða, sem yfir-
læknar einir höfðu aðgang að, sé með öllu úrelt og geti ekki
leitt til eðlilegrar þróunar læknisþjónustu á sjúkrahúsum né
heldur stuðlað að eðlilegri samvinnu sjúkrahúsa. Fundurinn
leggur áherzlu á, að slík læknaráð, sem byggjast á samhliða
stjórnun (paralell administration), verði stofnuð við öll sjúkra-
hús landsins, þar sem þrír eða fleiri læknar starfa.
Fundurinn harmar, að stofnun öflugs vísindasjóðs við ríkis-
spítalana, eitt af aðalbaráttumálum lækna, hefur ekki náð fram
að ganga.
Fundurinn álítur, að stofnun vísindasjóðs við allar heilbrigðis-
stofnanir, sé eitthvert veigamesta atriði, sem læknar verði að
fá fram í komandi samningum“.
Tillaga þessi (frá stjórn L.R., fskj. 3, I, og frá stjórn L.Í.,
fskj. 2, VII) var samþykkt.
6. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 áréttar fyrri viljayfir-
lýsingu félagsins um, að samtökin fái óskoraðan samningsrétt
fyrir alla meðlimi sína.
Fundurinn telur æskilegt, að i aðalatriðum gildi einn samn-
ingur fyrir alla sjúkrahúslækna, og felur stjórn L.í. og L.R.
ásamt samninganefndum að vinna að því“.
Tillaga þessi (frá stjórn L.R., fskj. 6, VI) var samþykkt.
7. Miklar umræður urðu um tillögu frá stjórn L.í. (fskj. 2, X)
þess efnis, að aðalfundur heimili stjórn félagsins að ganga frá
stofnun hlutafélags til þess að annast rekstur sparisjóðs fyrir
lækna og aðra háskólamenn, þar sem stjórnir L.R. og L.í. færu
ætíð með meirihluta atkvæða. Kom m. a. fram, að þrátt fyrir
munnlegt samkomulag L.í. og Búnaðarbanka íslands forðum
um hærri vexti af ávísanabókum en annars staðar og gagnkvæm
viðskipti lækna og bankans, er talsverð óánægja meðal lækna
með lánveitingar bankans, auk þess sem sjóðir félaganna þykja
bundnir um of. Mun að jafnaði auðveldara nú að fá lán í öðrum
bönkum, jafnvel þótt velta lækna hafi væntanlega aukizt að
mun vegna launahækkana á undanförnum árum, en skýring á
því kann að vera að einhverju leyti samkeppni þeirra við Bún-
aðarbankann gagnvart læknum. Hugmynd um sparisjóð þótti
góð til að veita bönkunum aðhald og sjálfsagt að lofa henni
að fréttast þess vegna, en ýmislegt mælir á móti. Rekstur
sparisjóða hefur gengið misjafnlega, tekjur þeirra eru eingöngu
vaxtamismunur, um 30% af fé þeirra er bundið (Seðlabanki,
Húsnæðismálastjórn) og leyfi ráðherra þarf til stofnunar hluta-
félags. Ekki væri unnt að reka slíka starfsemi á skrifstofu
félaganna með núverandi starfsliði og aðbúnaði.
Einnig kom fram athyglisverð hugmynd um stofnun stofn-
lánadeildar fyrir lækna við einhvern bankanna, og þótti rétt
að kanna hana betur ásamt hugmyndinni um sparisjóð. Eftir-
farandi tillaga var samþykkt:
„Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 leggur til, að stjórnin