Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 95

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 95
LÆKNABLAÐIÐ 237 Háskóla íslands. Benti hann einnig á, að stytting vinnutíma lækna skapaði aukna þörf þeirra jafnframt. Jóhann Þorkels- son taldi takmörkun Svía á læknanámi áður fyrr ekki hafa byggzt á hættu á offjölgun og fátækt lækna, heldur á tak- mörkuðum kennslustofnunum. Svíar hefðu að vísu hlotið lækna- skort af þeim sökum, en græddu hins vegar á því að fá menntun erlendra lækna ókeypis. Þá bar Jóhann fram viðauka- tillögu (fskj.) 14), sem fól í sér síðustu málsgrein ofangreindrar tillögu, en jafnframt mótmæli við töku sendiráða og öðrum álíka aðferðum, sem stúdentar hafa notað máli sínu til stuðnings, en hún hlaut ekki samþykki. 2. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1970, ályktar, að setja beri lágmarksstaðal fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir á grund- velli tillagna nefndar L.R., sem birtist í Læknablaðinu, 1. og 2. tbl. 1967. Fundurinn telur, að eðlilegt sé, að læknasamtökin og stjórn- endur áðurnefndra stofnana komi sér saman um slíkan lág- marksstaðal í samráði við heilbrigðisyfirvöld“. Tillaga þessi (frá stjórn L.R., fskj. 4, II) var samþykkt. 3. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðist í kjarabaráttunni 1966, er læknar ríkisspítalanna og Borgarspítalans fengu sérstök vinnuherbergi og læknisfræðilegt bókasafn með góðri sérrita þjónustu. Fundurinn ályktar, að læknum beri skylda til að hagnýta sér þessa bættu aðstöðu til viðhaldsmenntunar, og bendir á, að læknar þurfi að ætla sér nægan tíma á hverjum degi til lesturs læknisfræðirita. Fundurinn telur, að við samningagerðir beri læknafélögunum að leggja ríka áherzlu á, að læknum sé ætlaður nægur tími til lesturs og viðhaldsmenntunar“. Tillaga þessi (frá stjórn L.R., fskj. 4, III) var samþykkt. 4. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 samþykkir að stofna nú þegar Félag embættislækna sem deild innan L.í. Skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum og skal kosin á aðalfundi L.í. til tveggja ára í senn. Fyrsta stjórn Félags embættislækna, kjörin á aðalfundi L.f. 1970 skv. þessari tillögu, skal setja félaginu nánari starfs- reglur“. Tillaga þessi frá Víkingi Arnórssyni (fskj. 1) var samþykkt. Voru síðar á fundinum kosnir í stjórn félagsins þeir Jón Sig- urðsson, formaður, Brynleifur Steingrímsson, ritari, Baldur Johnsen og til vara Þórður Oddsson og Bragi Ólafsson (tillaga frá Sigursteini Guðmundssyni, fskj. 15). c) Allsherjarnefnd. Sigmundur Magnússon hafði orð fyrir nefndinni, og voru eftirtaldar tillögur síðan teknar til meðferðar. 1. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1970 lætur í Ijós áhyggjur vegna hjúkrunarkvennaskorts, sem svo mjög hefur gert vart við sig. Er fyrirsjáanlegt, að verði ekki ráðin bót á þessum vandkvæðum, muni þau leiða til hnignandi heilbrigðisþjónustu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.