Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ
121
KAFLAR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR L.í. 1971
Aðalfundur Læknafélags Islands var haldinn
í Domus Medica, Reykjavík, dagana 16.—18,
september 1971.
Eftirtaldir fulltrúar svæðafélaga sátu fund-
inn: Frá Læknafélagi Suðurlands Brynleifur
H. Steingrimsson, frá Læknafélagi Reykjavík-
ur Víkingur H. Arnórsson, Þorgeir Gestsson,
Arinbjörn Kolbeinsson, Árni Björnsson, Guð-
mundur Jóhannesson, Guðmundur Oddsson og
Grimur Jónsson, frá Læknafélagi Vesturlands
Guðmundur H. Þórðarson, frá Læknafélagi
Vestfjarða Ólafur Halldórsson, frá Læknafélagi
Norð-Vesturlands Sigurður Sigurðsson, frá
Læknafélagi Norðurlands Ólafur Sigurðsson,
frá Læknafélagi Norð-Austurlands Ingimar
Hjálmarsson, frá Læknafélagi Austurlands
Skúli Johnsen. Áheyrnarfulltrúi frá Féiagi
iæknanema Birgir Jakobsson.
Fundarstjórar voru Brynleifur H. Stein-
grímsson, Víkingur H. Arnórsson og Skúli
Johnsen. Fundarritari var Guðjón Magnússon.
Meðan á aðalfundi stóð, störfuðu þrjár
nefndir, skipulags- og laganefnd, menntamála-
nefnd og allsherjarnefnd. Öllum tillögum er
bárust var vísað til þessara nefnda til umsagn-
ar.
Meðal þeirra mála, er rædd voru á aðal-
fundi, má nefna:
I. Kjaramál héraðslcekna. Undir liðnum
„Skýrslur stjórnar" urðu miklar umræður
um kjaramál héraðslækna. Kom þar m.a.
fram, að skv. „modeli“, sem fjármálaráðu-
neytið lét gera af vinnu héraðslækna, vinna
þeir 31% meira en aðrir opinberir starfs-
menn, og er þá aðeins átt við fjölda vinnu-
stunda fyrir föst laun. Þá var það átalið, að
Læknafélag Islands hefur aldrei mótað
heildarstefnu um kaup og kjör héraðslækna.
I þess stað hefur hver samninganefnd mót-
að eigin stefnu í það og það skiptið. Kom
fram sú hugmynd, að svæðafélögin og aðai-
fundur L.I. mótuðu heildarstefnu samtak-
anna varðandi kaup og kjör héraðslækna.
2. Breytingar á heilbrigðislöggjöf. Fyrir aðal-
fundinum iá álit 7 manna nefndar, sem
stjórn L.I. skipaði í ágústbyrjun 1971 til að
fjalla um „Tillögur og greinargerð um heil-
brigðismál", sem samdar voru af heilbrigð-
ismálanefnd, sem skipuð var af heilbrigðis-
málaráðherra skv. þingsályktunartillögu.
Fékk L.I. þetta álit frá heilbrigðismálaráðu-
neytinu sl. vor til umsagnar. Urðu allmiklar
umræður um fyrirhugaðar breytingar á
heilbrigðislöggjöfinni. Samþykkti fundurinn
að senda álit nefndar L.I. ásamt ályktun til
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins,
sem er að finna aftar í þessu fréttabréfi.
Kosning formanns. Arinbjörn Kolbeinsson, er
verið hefur formaður Læknafélags Islands i 4
ár, lét nú af störfum. Voru honum þökkuð
mikil og góð störf í þágu læknasamtakanna
með kröftugu lófataki. Formaður Læknafélags
íslands var kjörinn Snorri Páll Snorrason.
Kosning ritara. Baldur Sigfússon, sem verið
hefur ritari Læknafélags Islands i 1 ár, lét nú
af störfum, en hann dvelur nú við framhalds-
nám í Svíþjóð. I hans stað var kjörinn ritari
Guðjón Magnússon.
Fyrir í stjórn var gjaldkeri félagsins, Guð-
mundur Jóhannesson.
I varastjórn voru kjörnir: Brynleifur H.
Steingrímsson og Örn Bjarnason, en fyrir í
varastjórn var Sigursteinn Guðmundsson.
Næsti fundarstaður aðalfundar var ákveðinn
á Blönduósi.
Tillögur samþykktar á aðalfundi L.í. 1971.
Tillaga I. Aðalfundur L.I. 1971 ályktar, að
framhaldsmenntun lækna og raunar allra heil-
brigðisstétta sé veigamikill þáttur heilbrigðis-
þjónustunnar, sem veita beri meiri athygli en
hingað til hefur verið gert. I þessu sambandi
leggur fundurinn áherzlu á eftirfarandi atriði:
a) Að komið verði á fót læknisfræðilegu
bókasafni, sem allir læknar landsins hafi
nokkurn aðgang að og geti notið þjón-
ustu frá. Er þar einkum átt við aðstöðu
til lestrar nýrra timarita og bóka ásamt
ljósprentunarþjónustu á greinum.
b) Þá leggur fundurinn áherzlu á, að fjölgað
verði skipulögðum námskeiðum fyrir
lækna, bæði í heimilislækningum og inn-
an sérgreina.
c) Ennfremur leggur fundurinn áherzlu á,
að í samningum verði gert ráð fyrir, að
framhaldsmenntun sé fastur liður í starfi
lækna og komi það fram bæði í vinnu-
tíma og greiðslu ferðakostnaðar á nám-
skeið eða til annars viðhaldsnáms jafnt
innan lands sem utan.
Tillaga II. Aðalfundur L.I. fagnar því, að á
vegum ríkisstjórnarinnar hefur verið stofnuð
nefnd til þess að vinna að og skipuleggja
verkaskiptingu sjúkrahúsa á Reykjavíkur-
svæðinu. Hins vegar harmar fundurinn, að
stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur synjað