Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 121 KAFLAR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR L.í. 1971 Aðalfundur Læknafélags Islands var haldinn í Domus Medica, Reykjavík, dagana 16.—18, september 1971. Eftirtaldir fulltrúar svæðafélaga sátu fund- inn: Frá Læknafélagi Suðurlands Brynleifur H. Steingrimsson, frá Læknafélagi Reykjavík- ur Víkingur H. Arnórsson, Þorgeir Gestsson, Arinbjörn Kolbeinsson, Árni Björnsson, Guð- mundur Jóhannesson, Guðmundur Oddsson og Grimur Jónsson, frá Læknafélagi Vesturlands Guðmundur H. Þórðarson, frá Læknafélagi Vestfjarða Ólafur Halldórsson, frá Læknafélagi Norð-Vesturlands Sigurður Sigurðsson, frá Læknafélagi Norðurlands Ólafur Sigurðsson, frá Læknafélagi Norð-Austurlands Ingimar Hjálmarsson, frá Læknafélagi Austurlands Skúli Johnsen. Áheyrnarfulltrúi frá Féiagi iæknanema Birgir Jakobsson. Fundarstjórar voru Brynleifur H. Stein- grímsson, Víkingur H. Arnórsson og Skúli Johnsen. Fundarritari var Guðjón Magnússon. Meðan á aðalfundi stóð, störfuðu þrjár nefndir, skipulags- og laganefnd, menntamála- nefnd og allsherjarnefnd. Öllum tillögum er bárust var vísað til þessara nefnda til umsagn- ar. Meðal þeirra mála, er rædd voru á aðal- fundi, má nefna: I. Kjaramál héraðslcekna. Undir liðnum „Skýrslur stjórnar" urðu miklar umræður um kjaramál héraðslækna. Kom þar m.a. fram, að skv. „modeli“, sem fjármálaráðu- neytið lét gera af vinnu héraðslækna, vinna þeir 31% meira en aðrir opinberir starfs- menn, og er þá aðeins átt við fjölda vinnu- stunda fyrir föst laun. Þá var það átalið, að Læknafélag Islands hefur aldrei mótað heildarstefnu um kaup og kjör héraðslækna. I þess stað hefur hver samninganefnd mót- að eigin stefnu í það og það skiptið. Kom fram sú hugmynd, að svæðafélögin og aðai- fundur L.I. mótuðu heildarstefnu samtak- anna varðandi kaup og kjör héraðslækna. 2. Breytingar á heilbrigðislöggjöf. Fyrir aðal- fundinum iá álit 7 manna nefndar, sem stjórn L.I. skipaði í ágústbyrjun 1971 til að fjalla um „Tillögur og greinargerð um heil- brigðismál", sem samdar voru af heilbrigð- ismálanefnd, sem skipuð var af heilbrigðis- málaráðherra skv. þingsályktunartillögu. Fékk L.I. þetta álit frá heilbrigðismálaráðu- neytinu sl. vor til umsagnar. Urðu allmiklar umræður um fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðislöggjöfinni. Samþykkti fundurinn að senda álit nefndar L.I. ásamt ályktun til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, sem er að finna aftar í þessu fréttabréfi. Kosning formanns. Arinbjörn Kolbeinsson, er verið hefur formaður Læknafélags Islands i 4 ár, lét nú af störfum. Voru honum þökkuð mikil og góð störf í þágu læknasamtakanna með kröftugu lófataki. Formaður Læknafélags íslands var kjörinn Snorri Páll Snorrason. Kosning ritara. Baldur Sigfússon, sem verið hefur ritari Læknafélags Islands i 1 ár, lét nú af störfum, en hann dvelur nú við framhalds- nám í Svíþjóð. I hans stað var kjörinn ritari Guðjón Magnússon. Fyrir í stjórn var gjaldkeri félagsins, Guð- mundur Jóhannesson. I varastjórn voru kjörnir: Brynleifur H. Steingrímsson og Örn Bjarnason, en fyrir í varastjórn var Sigursteinn Guðmundsson. Næsti fundarstaður aðalfundar var ákveðinn á Blönduósi. Tillögur samþykktar á aðalfundi L.í. 1971. Tillaga I. Aðalfundur L.I. 1971 ályktar, að framhaldsmenntun lækna og raunar allra heil- brigðisstétta sé veigamikill þáttur heilbrigðis- þjónustunnar, sem veita beri meiri athygli en hingað til hefur verið gert. I þessu sambandi leggur fundurinn áherzlu á eftirfarandi atriði: a) Að komið verði á fót læknisfræðilegu bókasafni, sem allir læknar landsins hafi nokkurn aðgang að og geti notið þjón- ustu frá. Er þar einkum átt við aðstöðu til lestrar nýrra timarita og bóka ásamt ljósprentunarþjónustu á greinum. b) Þá leggur fundurinn áherzlu á, að fjölgað verði skipulögðum námskeiðum fyrir lækna, bæði í heimilislækningum og inn- an sérgreina. c) Ennfremur leggur fundurinn áherzlu á, að í samningum verði gert ráð fyrir, að framhaldsmenntun sé fastur liður í starfi lækna og komi það fram bæði í vinnu- tíma og greiðslu ferðakostnaðar á nám- skeið eða til annars viðhaldsnáms jafnt innan lands sem utan. Tillaga II. Aðalfundur L.I. fagnar því, að á vegum ríkisstjórnarinnar hefur verið stofnuð nefnd til þess að vinna að og skipuleggja verkaskiptingu sjúkrahúsa á Reykjavíkur- svæðinu. Hins vegar harmar fundurinn, að stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur synjað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.