Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 93

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ 139 gengna að utan, og síðan ber hvor aðili sinn kostnað. II. KAFLI STÓRF STJÓRNAR: Viöhalds- og framhaldsmenntun Skömmu eftir siðasta aðalfund ákvað stjórn- in, að viðhalds- og framhaldsmenntun lækna yrði aðaiviðfangsefnið á þessu starfsári. I framhaldi af þessari ákvörðun birtist í frétta- bréfi L.I., april 1973 greinargerð stjórnarinnar um framhalds- og viðhaldsmenntun. Jafn- framt hefur verið rætt við Fræðslunefnd L.I. og Jóhann Axelsson, deildarforseta læknadeild- ar Háskóla Islands. Niðurstaða athugana stjórnarinnar er sú, að öll sjálfstæð læknis- störf gefi tilefni til framhaldsnáms eftir há- skólanám og síðan viðhaldsmenntunar. Leggur stjórnin til, að sett verði á laggimar nefnd til að gera tillögur um framhaldsmennt- un lækna. I nefndinni eigi sæti fulltrúar frá L.I., læknadeild H.I. (menntamálaráðuneyt- inu) og heilbrigðismálaráðuneytinu. Nefndin skipi síðan vinnuhópa til að sinna einstökum verkefnum og verði þar leitað aðstoðar sér- greinafélaga. Stefnt verði að því, að fram- haldsnám íslenzkra lækna fari að eins miklu leyti fram hér á landi og unnt er. Fyrsta skrefið verði að skipuleggja framhaldsnám heimilislækna. Hafin verði könnun á, hvaða heilbrigðisstofnanir hérlendis geti tekið að sér framhaldsmenntun íslenzkra lækna og hvaða kröfur þurfi að gera til þeirra. Lagt er til, að viðurkenning i sérgreinum byggist á punkta- og stigakerfi svipað þvi og nú hefur verið tek- ið upp við Háskólann til B.A. og B.S. prófs í ýmsum greinum. Stjórn L.I. telur hins vegar, að viðhalds- menntun ætti fyrst og fremst að vera við- fangsefni L.I., svæðafélaga og sérgreinafélaga. Haft verði nauðsynlegt samráð við Lækna- deild H.I. og heilbrigðisyfirvöld. Fræðslustarfsemi læknafélaganna hefur stór- eflzt á síðustu 2—3 árum og aðsókn stóraukizt að námskeiðum fyrir héraðslækna og heimilis- lækna. Oft hefur því verið borið við, að lækn- ar fái ekki staðgengla, svo að þeim sé unnt að sækja þessi námskeið. Hefur stjórn L.I. þvi tekið upp samstarf við stjórn Félags lækna- nema um, að læknanemar gegni læknisstörf- um í héraði og þéttbýli fyrir lækna, sem hyggj- ast sækja fræðslunámskeið. Standa vonir til, að unnt verði að útvega staðgengla þeim lækn- um, er þess óska, vegna námskeiða, er verða í tengslum við aðalfund L.I. í september n.k. Jafnframt verður leitað hófanna hjá heilbrigð- isyfirvöldum um hugsanlegan styrk til héraðs- lækna til að sækja þessi námskeið, sem nemi a.m.k. ferðakostnaði fyrir staðgengil. Aðurnefnd sjónarmið stjórnarinnar munu lögð fyrir aðalfund, en nauðsynlegt er að marka stefnu samtakanna gagnvart viðhalds- og framhaldsmenntun lækna og gera um það ákveðnar tillögur. SAMSKIPTI VIÐ HEILBRIGÐISYFlRVÖLD OG ALÞINGI 1. Ný lög um heilbrigöisþjónustu. 1 febrúar s.l. var lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um heilbrigðisþjónustu. Frum- varp sama efnis hafði verið lagt fram á þingi árið áður, en ekki hlotið afgreiðslu. Höfðu læknasamtökin gert mjög ákveðnar breyting- artillögur við þessi frumvarpsdrög. Sumar til- lagnanna höfðu verið teknar til greina, svo sem að landlæknisembættinu verði við haldið, en aðrar ekki. Hið nýja frumvarp gerði ráð fyrir, að stórlega yrði dregið úr áhrifum land- læknis á skipulag heilbrigðismála frá því, sem áður var. Var frumvarpið sent til formanna sv'æðafélaga L.I. með stuttri greinargerð og farið fram á ítarlega athugun. Var síðan haldinn fundur með formönnum svæðafélag- anna og stjórn L.I. 17. marz 1973 og þar sam- þykktar athugasemdir við frumvarpið, er send- ar voru til Alþingis. Gekk stjórn L.I. á fund heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra til að freista þess að fá breytt nokkrum ákvæðum frumvarpsins, er sérstaklega snertu uppbyggingu og yfirstjórn heilbrigðismála, svo og ákvæðum frumvarps- ins um stjórnun sjúkrahúsa og heilsugæzlu- stöðva, fjármögnun heilbrigðisstofnana o.fl. Varð enginn árangur af viðræðum við ráð- herra. Varð þvi að ráði, að stjórn L.I. gekk á fund heilbrigðis- og tryggingamálanefndar neðri deildar Alþingis. Á þeim fundi skýrðu fulltrúar L.I. sjónarmið félagsins og breytinga- tillögur, er fram hefðu verið settar. Er í ljós kom, að ekki var samkomulagsvilji hjá heil- brigðisyfirvöldum til að leysa þann ágreining, sem upp hafði komið varðandi yfirstjórn heil- brigðismála og stöðu landlæknisembættisins, ritaði stjórn L.I. heilbrigðis- og trygginga- málanefnd neðri deildar Alþingis bréf, er hér birtist: „I framhaldi af fundi með heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar Alþingis þann 4. apríl s.l. vill stjórn Læknafélags Islands árétta eftirfarandi: 1. Verkaskipting landlæknis og ráðuneytis heil- brigðismála eins og hún er sett fram í breyt- ingatillögum L.I. er alger forsenda þess, að Læknafélag Islands mæli með samþykkt frumvarpsins. Ef ekki þykir fært að verða við þessum tillögum, mun Læknafélag Is- lands, til að firra ófyrirsjáanlegum vand- kvæðum í samskiptum þessara embætta, leggja til, að ákvæði frumvarpsins um, að ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins sé læknir, falli niður. 2. Heilbrigðismálaráðherra hefur á fundi með stjórn Læknafélags Islands gert tillögu um, að starfssvið landlæknfs verði ákveðíð með reglugerð. Þessa tilllögu taldi Læknafélag Islands óaðgengilega nema því aðeins, að jafnframt væru felld niður ákvæði frum- varpsins um deildaskiptingu ráðuneytisins (gr. 6.1), því að ella væri búið að fella undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.