Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 105
LÆKNABLAÐIÐ
147
ingum læknafélaganna vegna sjúkrahúslækna
árið 1966. Starfssvið nefndarinnar er að gera
tillögur um skipan aðstoðarlækna á sjúkrahús-
um í launastig. Nefndin vinnur eftir ákveðnum
reglum, sem kveða á um, hvernig meta skuli
lækna til launastiga eftir starfsreynslu.
Launastig aðstoðarlækna eru fimm. Lækna-
kandídat, sem ræður sig í aðstoðarlæknisstöðu
á sjúkrahúsi að loknu kandidatsprófi, tekur
laun skv. 1. launastigi, ráði hann sig á við-
komandi sjúkradeild í 6 mánuði eða lengur.
Sé um skemmri ráðningu að ræða, verða föst
laun aðstoðarlæknis 92% af 1. launastigi. Að
jafnaði eru aðstoðarlæknar 1%—2 ár að vinna
sig upp í 2. launastig. Að því loknu hækkar að-
stoðarlæknirinn að jafnaði um eitt launastig á
ári.
4. Nesstofa
1 samræmi við ályktun aðalfundar L.l. 1972
skipaði stjórn L.l. þá Bjarna Bjarnason, Jón
Sigurðsson og Jón Gunnlaugsson í nefnd til að
fylgjast með, hvernig bezt mætti framkvæma
verndun Nesstofu. Hefur nefndin haldið fundi
og fylgzt með öllum aðgerðum sem varða kaup
á Nesstofu og endurbætur á henni og hvert
yrði hlutverk hennar í framtíðinni. Sérstaklega
hefur nefndin reynt að ýta á eftir, að fram-
kvæmdum verði flýtt.
Síðastliðinn vetur samþykkti Alþingi heim-
ild til kaupa á Nesstofu eða réttara sagt end-
urnýjaði gamla heimild. Ákveðið hefur verið,
að 5000 fermetra lóð skuli fylgja húsinu. Þjóð-
minjaverði og Sigurði Ólasyni, hæstarréttar-
lögmanni, hefur verið falin framkvæmd þessa
máls. Vegna erfiðleika á samningum við land-
og húseigendur hefur verið ákveðið að taka
húsið og landið, sem því á að fylgja, eignar-
námi og greiða samkvæmt mati. Matsnefnd
hefur verið skipuð, og hefur hún þegar haldið
2 fundi og safnar nú gögnum til matsgerðar-
innar.
Einkaaðili hefur gefið 2 milljónir króna til
endurbóta á Nesstofu, en setur menntamála-
ráðuneytinu jafnframt skilyrði um framtíðar-
hlutverk Nesstofu, eða með öðrum orðum,
hvers konar starfsemi skuli fara þar fram.
Ekki er unnt að skýra nánar frá því máli að
svo stöddu. Nefndin hefur haldið 2 fundi með
honum til að kynna sér áætlanir hans og rök-
ræða þær.
Eigendur austurendans krefjast einbýlishúss
með lóð, sem sé jafnstór að flatarmáli og íbúð
þcirra í Nesstofu. Ákveðið hefur verið að upp-
fylla þær kröfur.
Námskeiðsnefnd LJ.
Námskeiðsnefnd L.í. hefur eins og undan-
farin 2 ár starfað í nánu sambandi við
Fræðslunefnd L.R. Verður hér getið helztu
verkefna námskeiðsnefndar á siðasta starfsári:
1. Félagsfundir L.R. hafa um langan tíma ver-
ið mikilvægur hluti fræðslustarfsins. Ýmis-
legt bendir þó til, að þessir fundir gegni ekki
lengur sama hlutverki, þai eð mæting er
yfirleitt léleg. Er æskilegt að endurskoða
form og efni þessara funda og mundi það
verða rætt nánar við stjórn L.R.
2. Fræðslufundir hafa verið haldnir 2 laugar-
dagseftirmiðdaga í vetur, sérstaklega ætlað-
ir heimilislæknum. Fyrri fundurinn var und-
irbúinn af Gigtsjúkdómafélagi íslands, en
síðari fundurinn var um samskipti lækna ut-
an sjúkrahúsa við rannsóknastofur. Báðir
þessir fundir voru vel sóttir. Efni fyrri
fundarins var flutt fyrir Læknafélag Aust-
urlands í júnímánuði, en efni síðari fundar-
ins var endurflutt á Akranesi fyrir Lækna-
félag Vesturlands i sama mánuði. Er gert
ráð fyrir, að haldið verði áfram þeirri stefnu
að bjóða svæðafélögum fyrirlesara og sjá
fyrir ferðakostnaði þeirra.
3. Á síðastliðnum vetri var haldið kvöldnám-
skeið fyrir heimilislækna í hjartaafritun.
Þátttaka var allgóð, að meðaltali 19 þátt-
takendur.
4. Eins og fræðslunefnd hefur margoft bent á,
hefur nefndin engin fjárráð. Útgjöld til
fræðslustarfsins hafa verið borin uppi að
nokkru leyti af skrifstofu læknafélaganna,
en að mestu leyti af fjárveitingum frá heil-
brigðismálaráðuneyti og Tryggingastofnun
rikisins. Rúmiega tveggja ára gömul tillaga
um sameiningu Námssjóðs sjúkrahúslækna
og Námssjóðs lækna. hefur enn ekki náð
fram að ganga, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
Fræðslunefndar L.I. Það hefur komið skýrt
fram af hálfu stjórnar L.I., að hún óskaði
eftir auknu fræðslustarfi. Þá hefur áhugi á
fræðslustarfi aukizt, námskeiðsþátttaka ver-
ið óvenju góð og má minna á, að þótt haldin
verði tvö námskeið í læknisfræðilegum
rannsóknaraðferðum, er þátttaka mikil á
báðum bessum námskeiðum. Ef áætlanir um
aukna fræðslustarfsemi eiga að verða að
raunveruleika, er óhjákvæmilegt að gera
strax ráðstafanir til að bera verulegan
kostnaðarauka, sem af því leiðir. Á það má
benda, að öll störf við fyrirlestrarundirbún-
ing og skipulagningu funda, þar með talin
vinna erlendra gestafyrirlesara, hafa á und-
anförnum árum verið lítt eða ekkert laun-
uð. Þótt enginn þessara aðila hafi talið þessa
vinnu eftir. er ljóst, að með aukinni starf-
semi hlýtur að verða á þessu nokkur breyt-
ing. Rétt er að taka fram. að víð undirbún-
ing námskeiða, er fram fara í sentember
n.k.. voru teknar ákvarðanir um talsverð
útgiöld. án bess að vit.að væri um tekjur til
að mæta þeim. en nefndin hefur ekki löng-
un til að skinuleggia framtíðarstarf á þeim
grundvelli. Námskeiðsnefnd h°fur fengið
verulega hækkun á styrk þeim, er heil-
brigðismálaráðuneytið og Trvggingastofnun
ríkisins hafa veitt á undanförnum árum til
fræðslustarfsins. Einnig hefur fengizt sér-
stakur styrkur frá Norræna menningarmála-
sióðnum, að upphæð 10.000 danskar kr„
til námskeiðs i læknisfræðilegum rannsókn-
araðferðum. en það námskeið er að auki
styrkt af Norræna húsinu. Hlýtur það að