Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 123 nefndar frá sl. vori, en rétt er að koma erindi þessu á framfæri við nefnd þá, er enn situr og hefur það verkefni að endurskoða heilbrigðis- löggjöfina, þ.e. heilbrigðismálanefnd. Takist ekki að fá hana til að taka þetta mál upp, verður að leita annarra úrræða til að koma þessu til Alþingis. Tillaga X. Aðalfundur L.I. 1971 felur stjórn félagsins að kanna möguleika á nánara sam- starfi skrifstofu læknafélaganna við ráðninga- stjóra kandidata og læknanema um ráðningu staðgengla. Jafnframt verði athugað, hvort unnt muni að veita ráðningastjóra kandídata aðstöðu á skrifstofu félaganna. Tillaga XI. Aðalfundur L.I. 1971 telur á- stæðu til, að athugað verði, hvort skrifstofa læknafélaganna geti í framtíðinni tekið að sér undirbúning og skipulagningu læknaþinga, sem haldin verða hér á landi. Felur fundurinn stjórn L.I. að kanna þennan möguleika. Greinargerö. Á síðari árum hafa alls konar þinghöld farið allmikið i vöxt hér á landi og þ.á.m. hafa læknar haldið nokkrar ráðstefnur, oftast með þátttöku lækna erlendis frá. Undirbúningur slikra funda kostar mikla vinnu og væri æskilegt, að sú reynsla, sem þannig skapaðist, safnaðist saman á einum stað, en hingað til hefur ekki verið um slíkt að ræða, þar sem hin einstöku félög eða sér- fræðihópar, sem að ráðstefnum hafa staðið, hafa séð um alian undirbúning hver um sig. Ef skrifstofa læknafélaganna tæki að sér að sjá um allan undirbúning, svo sem útvegun húsnæðis, farmiða milli landa og ferðalaga innanlands, kynni að vera möguleiki á að ná hagstæðum kjörum hjá ferðaskrifstofum. Að sjálfsögðu yrði öll sú undirbúningsvinna, sem skrifstofan innti af hendi, undir stjórn þeirra lækna, sem ráðstefnuna skipulögðu að öðru leyti. Tillaga XII. Aðalfundur L.I. 1971 heimilar stjórninni að ráða framkvæmdastjóra til að veita skrifstofu læknasamtakanna forstöðu. Greinargerð. Skrifstofurekstur læknasam- takanna er raunar allumfangsmikill og fer stöðugt vaxandi. Mörg erindi og viðfangsefni, sem hafa borizt, hafa verið þess eðlis, að stjórn L.I. eða L.R. hafa orðið að taka þau að sér til úrlausnar og við ýmis önnur hefur þurft að leita sérfræðilegrar aðstoðar utan frá. Væri ráðinn framkvæmdastjóri á skrifstofuna með akademiska sérmenntun, t.d. viðskiptafræðing- ur eða lögfræðingur, gæti hann sinnt mörgum eða e.t.v. flestum þessara verkefna og Þar með bæði létt störfum af stjórnum félaganna, sem eru nú óhóflega mikil og tímafrek, og einnig sparað félögunum mikið til aðkeypta sérfræði- lega aðstoð. Að sjálfsögðu mundu stjórnir fé- laganna áfram hafa með höndum yfirstjórn skrifstofunnar. Væri farið út í ráðningu fram- kvæmdastjóra, væru og líkur til, að skrifstofan gæti veitt læknum enn frekari þjónustu og jafnvel tekið að sér ný verkefni, sem tekjur kæmu inn fyrir án frekari aukningar starfs- fólks. Mætti þar til nefna eftirlit með að launa- útreikningar séu réttir og skv. samningum, könmm á þróun launamála i þjóðfélaginu læknasamtökunum til viðmiðunar, undirbún- ingur læknaþinga, bókhald og rekstur Náms- sjóðs lækna o.fl. o. fl. Framkvæmdastjórinn mundi og vera samninganefndum félaganna til ráðuneytis og raunar vera hinn fasti tengiliður hinna ýmsu þátta félagsstarfseminnar. Tillaga XIII. Aðalfundur L.I. 1971 beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að nú þegar verði stofnað prófessorsembætti i al- mennum lækningum við læknadeid Háskóla Islands. Tillaga XIV. Aðalfundur L.I. samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að endurskoða lög félagsins. Skal nefndin hafa lokið störfum 1. marz 1972. Greinargerð. Lög L.I. þurfa ýmissa smá- vægilegra breytinga við, en varla í nokkrum grundvallaratriðum. Nefndin þyrfti að hafa lög allra svæðafélaganna við höndina og líta eftir, að ekki sé misræmi á milli laga þeirra og laga heildarsamtakanna. I 7. gr. laga L.I. er tekið fram, að fulltrúar aðildarfélaga á að- alfundi L.I. skulu kosnir til tveggja ára, en hingað til virðast svæðafélögin úti á landi hafa kosið fulltrúa sinn til 1 árs í senn, og ekki mun alltaf hafa verið farið eftir þessu ákvæði í L.R., en í lögum þess félags er ekki tekið fram um þetta tveggja ára kjörtimabil full- trúa. Þá er og tekið fram í 14. gr. laga L.I., lið 9, að kosinn skuli 1 fulltrúi í ritstjórn Lækna- blaðsins. Þessi liður virðist vera óþarfur eða þyrfti a.m.k. ekki að hafa hann svona ríg- skorðaðan. Hins vegar væri rétt, að málefni blaðsins væru rædd undir sérstökum dagskrár- lið, sem héti t.d. Læknablaðið. Núverandi orða- lag gerir erfiðara um vik með breytingar á rit- stjórn blaðsins. Tillaga XV. Aðalfundur L.I. 1971 felur stjórn L.l. að láta kanna, hvort Lifeyrissjóður lækna geti tekið að sér hóptryggingu lækna eða einstaka þætti hennar, t.d. sjúkratrygg- ingu. Greinargerð. Lífeyrissjóður lækna á við sama vanda að stríða og aðrir óverðtryggðir sjóðir í verðbólguþjóðfélagi —• siminnkandí verðgildi peninganna. Tekjur af tryggingum gætu vegið eitthvað upp á móti slíkri rýrnun. Leita þarf álits tryggingafræðings um frekari framgang þessa máls. Tillaga XVI. Aðalfundur L.I. 1971 felur stjórn L.I. að skipa 3—5 manna nefnd til end- urskoðunar á Codex Ethicus, sérstaklega með tilliti til réttarfarsákvæða. Greinargerð. Eins og læknum er kunnugt hefur gerðardómur fengið nokkur umfangs- mikil mál til meðferðar nú að undanförnu, þ.á.m. mál gegn stjórn L.I. I þessum mála- rekstri hefur komið i ljós, að ýmis ákvæði varðandi gerðardóma eru óljós og vandasöm að túlka. Gerðardómur hefur með höndum rann- sókn máls og dómskvaðningu, en hefur ekki valdsvið til að beita refsingu. Það er hlutverk stjórnar L.I., en sé hún annar deiluaðili og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.