Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 94
140
LÆKNABLAÐIÐ
ráöuneytið skv. frumvarpinu málaflokka,
sem að mati Læknafélags Islands eiga að
heyra undir landlækni.
3. Stjórn Læknafélags Islands vill minna a, að
alger samstaða var um breytingatillögur fe-
lagsins á fundi stjórnar L.I. með fulltrúum
frá eftirtölum aðildarfélögum Læknafélags
Islands: Læknafélagi Reykjavíkur, Lækna-
félagi Vesturlands, Læknafélagi Vestfjarða,
Læknafélagi Norð-Vesturlands, Læknafélagi
Norð-Austurlands, Læknafélagi Austurlands
og Læknafélagi Suðurlands.
Við afgreiðslu frumvarpsins var tekið tillit
til tillagna L.I. varðandi yfirstjórn heilbrigðis-
mála, en fjölmargar aðrar tillögur læknafé-
lagsins um aðra þætti frumvarpsins yoru ekki
teknar til greina. Má Þar nefna sérstaklega
tillögur um stjórnun sjúkrahúsa og heilsu-
gæzlustöðva, fjármögnun sjúkrahúsa og heilsu-
gæzlustöðva, námsferðir lækna, er starfa við
heilsugæzlustöðvar, um flokkun sjúkrahúsa
o.fl. . , * *
Er þvi ekki að leyna, að stjórn L.I. varð
fyrir nokkrum vonbrigðum með afgreiðslu Al-
þingis á frumvarpinu, en á hitt ber að líta, að
atlaga sú, er gerð var að landlæknisembætt-
inu, mistókst með öllu. Þá má ekki gleyma
því, að mörg ákvæði laganna eru mjög til bóta,
sérstaklega að því, er varðar skipulag heil-
brigðisþjónustu i dreifbýli og skiptingu lands-
ins í heilsugæzluumdæmi og byggingu heilsu-
gæzlustöðva. Umsögn L.I. um frumvarpið birt-
ist í fréttabréfi L.J., apríl 1973.
2. Frumvarp til laga um lyfjastofnun ríkisins
Frumvarp þetta var samið af nefnd, er skip-
uð var af heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra í febrúar 1972 til að endurskipuleggja
lyfjaverzlunina með það fyrir augum að tengja
hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana
undir félagslega stjórn. L.I. fékk þetta frum-
varp til umsagnar frá Alþingi, en frumvarpið
var ekki afgreitt á þessu þingi.
3. Frumvarp til laga um lyfjaframleiöslu
Þetta frumvarp var samið af sömu nefnd og
þeirri, sem samdi frumvarp til laga um lyfja-
stofnun rikisins. Fékk L.I. þetta frumvarp til
umsagnar, en frumvarpið var ekki afgreitt a
þessu þingi.
4. Frumvarp til laga um sérstakan dómstól i
ávana- og fikniefnamálum
L.I. fékk þetta frumvarp til umsagnar, en
þar var gert ráð fyrir að stofnaður yrði sér-
stakur dómstóll i ávana- og fíkniefnamálum.
Fagnaði L.I. þessu frumvarpi og mælti með
samþykkt þess. Varð frumvarpið að lögum a
síðasta þingi.
5 Drög aö Ijósmœörálögum
Félagið fékk drög að ljósmæðralögum til
umsagnar frá heilbrigðis- og tryggingamala-
ráðuneytinu. Drög þessi eru mjög ófullkomin
og þarf greinilega að umsemja algjörlega. Aln
hefur ekki verið sent.
6. Drög aö frumvarpi um fóstureyöingar og
ófrjósemisaögeröir
Álit þetta er frá nefnd, er fyrrverandi heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði
1970, en lauk störfum á miðju ári 1973. Félagið
fékk álit nefndarinnar sent frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, án þess að beiðst
væri umsagnar. Hefur stjórn L.I. falið Guð-
mundi Jóhannessyni, Snorra P. Snorrasyni og
Guðsteini Þengilssyni að fara yfir drög þessi
og verður álit þremenninganna lagt fyrir að-
alfund. Gert er ráð fyrir, að þessi drög að
frumvarpi verði lögð fram á næsta þingi.
7. Sérstakar aöstoöariœknisstööur viö ríkis-
spítalaiui tengdar þjónustu í héraöi
I apríl 1972 var samþykkt breyting á lækna-
skipunarlögum frá 1965, þar sem heimilað var
að stofna 6 sérstakar læknisstöður við ríkis-
spítalana, er tengdar verði þjónustu í héraði.
Var gert ráð fyrir, að ráðherra setti reglugerð
um þessar stöður. Skrifaði heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið L.I. og Stjórnarnefnd
ríkisspítalanna bréf, þar sem óskað er eftir
tillögum að reglugerð. Skrifaði stjórn L.I.
þá stjórnarnefndinni og óskaði eftir samstarfi.
Tilnefndi Stjórnarnefnd ríkisspítalanna til við-
ræðna Þór ' Vilhjálmsson og læknana Víking
H. Arnórsson og Jakob Jónasson, en af hálfu
L.I. tóku þátt í viðræðunum Guðjón Magnús-
son og Guðmundur Jóhannesson. Hittust þessir
aðilar á nokkrum fundum, en ekki varð sam-
komulag í nefndinni. Varð því úr, að stjórn
L.l. sendi tillögur sínar að reglugerð til ráðu-
neytisins. Tillögur þessar birtust í fréttabrefi
L.I. i apríl 1973. Ekkert bólar á áðurnefndn
reglugerð og áðurgreindar stöður hafa ekki
verið stofnaðar.
81. Lyfjamál
Stjórn L.I. gerði tillögur til landlækms um
afgreiðslu lyfja, þar sem lagt var til: a) Að
heilbrigðisyfirvöld hlutist til um, að betra fyr-
irkomulag verði á upplýsingastreymi frá heil-
brigðisyfirvöldum til lyfjaverzlana um hvern
þann lækni, er leyfi hefur til að gefa út lyf-
seðla. b) Að gefin verði út Lyfjaskrá Islands,
er samin verði til hagræðis fyrir iækna og hafi
að geyma upplýsingar um öll þau lyf, sem flutt
eru inn til landsins eða framleidd innanlands.
c) Að aukin verði framleiðsla lyfja innanlands.
Skömmu eftir að Þetta erindi barst land-
lækni, hélt hann fund með fulltrúum L.I.,
Apótekarafélagi Islands og deildarstjóra lyfja-
mála i heilbrigðismálaráðuneytinu, Þar sem
þessar tillögur voru ræddar. Var samstaða um,
að nauðsynlegt væri að hefja nú þegar útgáfu
Lyfjaskrár íslands. Hafðar verði til hliðsjónar
sams konar lyfjaskrár, er gefnar eru út á hin-
um Norðurlöndunum, svo sem FASS og Læge-
foreningens medicinske fortegnelser. Ekki hef-
ur verið ráðizt í útgáfu þessa rits ennþá.
9. Ný reglugerö
Ólafur Jónsson, Þóroddur Jónasson og Jo-
hannes Bergsveinsson voru i september s.l.
skipaðir í nefnd til að gefa umsögn um drög