Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
109
reikna með að aðstaða til lækninga sé sóma-
samleg og miðuð við það svið, sem læknirinn
á að þjóna. Ferðir læknis og fjölskyldu, svo og
húsnæði og annan kostnað ætti að greiða úr
ríkissjóði.
Til að laða unga lækna að stöðum þessum og
vega upp á móti þeirri áhættu og röskun á
starfsháttum og heimilislífi, sem þær feia í
sér, yrði trúlega að greiða hærri laun en svar-
ar fastakaupi skv. samningum stjórnarnefndar
ríkisspítalanna og L.R., og þyrftu því að koma
til sérsamningar við L.R. vegna þessa. Auk
þess væri æskilegt, að læknar, sem gegnt
hefðu stöðum þessum, nytu í einhverju góðs
af því á annan hátt, svo sem í sambandi við
veitingar á öðrum námsstöðum.
Að lokum vill stjórn L.I. taka fram, að til-
laga þessi er fyrst og fremst hugsuð sem til-
tölulega skjótvirk tilraun til að ráða til bráða-
birgða bót á vandkvæðum læknisþjónustu
dreifbýlisins, þ.e.a.s. á því neyðarástandi, sem
skapast, þegar eigi fást læknar eftir venju-
legum leiðum til starfa á þeim stöðum úti á
landi og þegar þær aðstæður ríkja, sem krefj-
ast tvímælalaust dvalar læknis á staðnum að
dómi landlæknis. Grundvöllur að varanlegri
úrbótum hefur að nokkru leyti verið Iagður
með setningu laga um læknamiðstöðvar, og
verður hann væntanlega treystur að mun með
störfum heilbrigðismálanefndar, er nú vinnur
m.a. að því máli á vegum Alþingis og byggir
þar að verulegu leyti á niðurstöðum og grein-
argerð læknamiðstöðvarnefndar L.I. frá 17.
júní 1970. Ekki er þó unnt að vænta verulegs
almenns árangurs af því starfi fyrr en eftir
nokkur ár, auk þess sem það leysir trúlega
ekki allan vanda, enda ekki ráð fyrir því gert
í tillögum læknamiðstöðvarnefndar L.I.
Ofangreindar aðstoðarlæknisstöður yrðu þvi
eftir sem áður mikilvægur öryggishlekkur í
læknisþjónustu dreifbýlisins, tengdu hana
traustari böndum við stærstu heilbrigðisstofn-
anir landsins, auk þess sem kostir þeirra eru
augljósir í sambandi við eflingu læknamennt-
unar og rannsóknastarfa, ef vel tekst til.
Þá var erindi þetta sent til umsagnar Félags
læknanema (bréf. dags. 8.9. ’71) og því svarað
með bréfi Félags læknanema dags. 10.9. ’71, og
fara þau bréf hér á eftir. (Svarbréf milli síðna
í fyrirspurnarbréfi).
Félag læknanema,
hr. formaður, Guðmundur Þorgeirsson,
Álfheimum 26, R.
Svo sem Félagi læknanema er kunnugt, hef-
ur Læknafélag Islands gert tillögur um að
stofnaðar yrðu stöður við ríkisspítalana og
jafnvel aðrar heilbrigðisstofnanir, einkum í
þeim tilgangi að leysa viss bráð vandkvæði,
sem vitað er um að eiga sér stað hvað varðar
læknisþjónustu dreifbýlisins. Þau vandkvæði,
sem einkum eru höfð í huga að leysa megi með
þessum hætti, eru eftirfarandi:
a) Að læknar geti fremur en nú komist í sín
árlegu eðlilegu fri, hvort sem þeir starfa
einir í héraði eða í læknamiðstöð.
b) Að læknar geti átt það öruggt að fá
veikindafri fyrirvaralaust, hvenær sem
þeir þurfa á að halda, án þess að skilja
starf sitt eftir í óreiðu, þ.e. að fólk á
starfssvæði þeirra verði að mestu læknis-
þjónustulaust.
c) Að læknar geti fengið frí til að sækja
læknafundi.
d) Að læknar geti fengið frí og staðgöngu-
menn að kostnaðarlausu, þegar þeir
sækja skipulagsbundið viðhaldsnám.
e) Þá er einnig gert ráð fyrir, að stöður
þessar geti að nokkru leyti komið að
gagni við heilbrigðisstofnanir, þannig að
mannaflaskortur hindri ekki, að læknar
geti tekið sér eðlileg frí til að sækja
skipulagsbundna viðhaldsmenntun og
læknaþing.
Stöður þessar eru hugsaðar sem námsstöður,
og munu þær opna nýjar og að nokkru leyti
fjölbreyttari leiðir til framhalds- og sérnáms
fyrir unga lækna.
Þar sem almennt er skilningur á þvi, að
vandkvæði læknisþjónustu dreifbýlisins og í
rauninni læknaskorturinn i landinu almennt
verði eingöngu leystur af ungum læknum og
skuli leystur í samvinnu við þá, óskum við
eftir, að Félag læknanema, þ.e. læknar fram-
tíðarinnar, segi álit sitt á framangreindum til-
lögum, einkum varðandi eftirfarandi atriði:
1. Teljið þið, að ungir læknar, er lokið hafa
kandidatsári, mundu hafa áhuga á stöðum
þessum, eins og þeim er lýst í tillögum
Læknafélags Islands?
2. Teljið þið æskilegt, að gerðar séu breyting-
ar á þessum tillögum, þannig að þær yrðu
aðgengilegri og eftirsóknarverðari fyrir
unga lækna?
3. Teljið þið, að stöður þessar séu ómaksins
verð tilraun til þess að leysa þá þætti, er að
ofan greinir, í læknisþjónustunni, og hvort
stöður þessar mundu tengja nánar en nú er
læknisþjónustu innan og utan heilbrigðis-
stofnana og þar með auka áhuga ungra
lækna á störfum utan sjúkrahúsa?
Æskilegt er að fá svar við bréfi þessu hið
fyrsta.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Læknafélags Isiands
Arinbjörn Kolbeinsson
formaður
Reykjavík, 10. sept. 1971.
Læknafélag íslands,
hr. formaður, Arinbjörn Kolbeinsson,
Domus Medica, R.
Þakka bréf yðar, dagsett 8. sept. 1971, Þar
sem óskað er umsagnar Félags læknanema um
tillögur þær, sem Læknafélag Islands hefur