Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 44
110
LÆKNABLAÐtÐ
sent heilbrigðisyfirvöldum, og lúta að úrlausn
ýmissa brýnna vandamála. í heilbrigðisþjónustu
dreifbýlisins. Um tillögur þessar var fjallað á
fundi í stjórn Félags læknanema 10. sept. ’71
og svohljóðandi afstaða tekin til fyrirspurna
þeirra, sem til félagsins var beint:
1. Torvelt er að spá með sæmilegri vissu um
áhuga ungra lækna á tilteknum stöðum i
heilbrigðiskerfinu, sem ótvírætt ræfist m.a.
af framboði á öðrum stöðum. Einnig er
ljóst, að óvissa sú um bólsetu og vinnustað,
sem stöðu fylgir, mun ekki öllum henta.
Hins vegar er það skoðun flestra stjórnar-
manna Félags læknanema, að stöður, sem í
senn bjóða upp á þátttöku i rannsóknar-
störfum á sjúkrahúsi og úrlausn vandamála
þeirra sem við er að etja í dreifbýli, verði
fýsilegar í augum ungra lækna. Einnig virð-
ist okkur téðar stöður bjóða upp á mjög
æskilega námsbraut fyrir lækna, sem hyggja
á almennar lækningar eða embættislækn-
ingar, og tækifæri til öflunar dýrmætrar
reynslu til undirbúnings undir flest störf á
sviði læknisfræði.
2. Eins og tillögurnar eru fram settar í grein-
argerðum Læknafélags Islands virðast þær
líklegar til að þjóna tilgangi sinum og laða
unga lækna til starfa. Við viljum þó leggja
sérstaka áherzlu á, að ekki verði slakað á
áformum um, að stöðurnar verði rannsókn-
arstöður, og læknum þeim, sem stöðurnar
hljóta, verði sköpuð viðunandi aðstaða til
rannsókna við hlutaðeigandi stofnanir.
3. Eins og fram kemur í ofanrituðu, teljum við
tillögur Læknafélags Islands líklegar til að
efla tvo vanrækta þætti í starfssviði ís-
lenzkrar læknastéttar: iæknisþjónustu i
dreifbýli og læknisfræðilegar rannsóknir.
Þær eru líklegar til að Iétta átthagafjötrum
af héraðslæknum, brúa óbærileg tómarúm í
læknisþjónustu sumra héraða og skapa ung-
um læknum skilyrði til framhaldsnáms og
liðveizlu á mikilvægu sviði læknisþjónustu.
Tillögurnar teljum við því merka tilraun til
úrlausnar á brýnum vanda.
f.h. Félags læknanema,
Guðmundur Þorgeirsson
formaður
LceknamiOstöÖvar
4 bréf bárust á starfsárinu frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, þar sem óskað var
eftir áliti L.l. um stofnun læknamiðstöðva á
eftirtöldum stöðum: 1. Borgarnesi, bréf dags.
30.10. 1970. Samþykkt var að mæla með stofn-
un læknamiðstöðvar þar fyrir Borgarness- og
Kleppjárnsreykjahérað athugasemdalaust. 2.
Isafjörður, bréf dags. 27.10. 1970. Samþykkt
var að mæla með stofnun læknamiðstöðvar þar
fyrir Isafjörð og Súðavíkurhérað. Jafnframt
taldi stjórn L.l. rétt að benda á nauðsyn þess,
•að læknamiðstöðin næði yfir stærra svæði, eins
iDg segir í eftirfarandi bréfi:
23. nóv. 1970.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Laugavegi 172,
Reykavík.
Vér þökkum bréf yðar dags. 30.10. 1970 varð-
andi erindi landlæknis um stofnun læknamið-
stöðvai' á Isafirði, sem fyrst um sinn yrði fyrir
Isafjarðarlæknishérað og Súðavíkurlæknishér-
að.
Stjórn Læknafélags Islands samþykkti á
fundi 12. nóvember 1970 að mæla með erindi
þessu. Jafnframt vill stjórn Læknafélags Is-
lands benda á nauðsyn þess, að læknamiðstöð
á ísafirði verði miðuð við það, að síðar muni
önnur héruð sameinast Isafjarðarhéraði, þ.e.a.s.
Bolungarvíkurhérað, Suðureyrarhérað, Flat-
eyrarhérað og jafnvel Þingeyrarhérað. Telur
stjórn Læknafélags Islands nauðsynlegt að
miða starfsaðstöðu í læknamiðstöðinni við
heildarfjölda þeirra lækna, sem starfa þurfa á
ísafirði eftir sameiningu þessara héraða, svo
og að þar verði aðstaða fyrir tannlækni og
sérfræðinga, sem kæmu til starfa öðru hverju.
Þá telur stjórn læknafélagsins rétt að benda
á, að gamla sjúkrahúsið á Isafirði hentar ekki
sem slíkt til frambúðar og verður því væntan-
lega innan tíðar tekið til annarra þarfa. Þarf
því að gera ráð fyrir nánum tengslum lækna-
miðstöðvarinnar við nýtt sjúkrahús, þegar hún
verður reist.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Læknafélags Islands,
Baldur Fr. Sigfússon
ritari
3. Laugaráshérað, bréf dags. 2.11. 1970. Þar
var ekki um að ræða sameiningu héraða held-
ur fjölgun héraðslækna í 2 með tilliti til fólks-
fjölgunar á síðustu árum, einkum vegna skóla
og tilkomu þorps við Búrfellsvirkjun. Fundar-
menn töldu rétt að mæla með erindi þessu, en
jafnframt taka skýrt fram það álit stjórnar
L.Í., að þarna sé ekki um framtíðarskipun
læknisþjónustu að ræða, sbr. eftirfarandi bréf:
23. nóv. 1970
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Laugavegi 172,
Reykjavík.
Við þökkum bréf yðar dags. 2.11. 1970 varð-
andi erindi landlæknis um stofnun læknamið-
stöðvar í Laugarási fyrir Laugaráslæknishér-
að, þar sem gert er ráð fyrir tveimur héraðs-
læknum, er starfi við stöðina, án sameiningar
héraða.
Stjórn Læknafélags íslands samþykkti á
fundi 12. nóv. 1970 að mæla með erindi þessu,
enda þótt það sé álit stjórnarinnar, að hér sé
ekki um framtíðarfyrirkomulag að ræða. Ibú-