Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
105
barna ísl. lækna: I stjórn eru: Bergsveinn Ól-
afsson, Kjartan Jóhannsson og Halldór Hansen.
Samninganefnd
Samninganefnd L.I. hélt fundi með samn-
inganefnd Tryggingastofnunar ríkisins og
gengið var frá samningum um kjör fyrir al-
mennan praksis utan Reykjavíkursvæðisins
skv. samningi undirrituðum 30. júlí 1970. Hins
vegar hafa ekki verið gerðir samningar fyrir
sérfræðinga, sem vinna utan Reykjavíkur, og
er það mál, sem taka þarf upp hið fyrsta.
Eðlilegt virðist, að þessir samningar verði al-
gerlega sniðnir eftir samningum Læknafélags
Reykjavíkur.
Þá hafði samninganefnd fund með fulltrúum
fjármálaráðuneytisins varðandi launaskipan
héraðslækna, en þar hefur L.I. ekki samnings-
aðild aðeins ráðgefandi aðild, og eru ákvarð-
anir teknar af stjórnvöldum. Nánari greinar-
gerð um það mál vísast til sérstaks kafla i
skýrslunni, sem fjallar um niðurröðun héraðs-
lækna í flokka skv. hinum nýju samningum
B.S.R.B.
Samningar fyrir skólalæJcna
Stjórn L.I. hélt fund með samninganefnd
L.R. fyrir skólalækna, en hana skipuðu Snorri
Jónsson og Geir Þorsteinsson, en til vara Einar
Lövdahl og Magnús Þorsteinsson. Formaður
L.R. hafði tjáð formanni L.I., að samningar
við skólalækna i Reykjavík væru komnir í
strand vegna afskipta ríkisins, en það endur-
greiðir kostnað af skólalækningum um allt
land. Taldi stjórn L.L rétt að skipa nefnd til
samninga og skyldu vera í henni sömu menn
og annazt höfðu málið undanfarið á vegum
L.R. Var samþykkt að skipa Einar Lövdahl
formann og með honum Snorra Jónsson og
Brynleif Steingrímsson, en hinn síðarnefndi er
formaður kjaranefndar L.I. Varamenn eru
Geir Þorsteinsson og Magnús Þorsteinsson. Var
til þess ætlazt, að Einar Lövdahl og Snorri
Jónsson mundu aðailega annast samninga
þessa, en hafa samráð við Brynleif, áður en
gengið yrði endanlega frá þeim, þannig að
tryggt yrði, að sjónarmiða og hagsmuna hér-
aðslækna yrði gætt í sambandi við samninga
þessa.
OrSanefnd
I nefndinni átti sæti Snorri P. Snorrason,
Guðsteinn Þengilsson, Helgi Ingvarsson, Hall-
dór Baldursson og Karl Strand. Mun nefndin
litið hafa starfað á árinu.
FræSslunefnd L.l. og lœknanámskeiö
Óskar Þórðarson, sem verið hefur formaður
fræðslunefndar frá þvi, að hún var skipuð,
óskaði eftir að hverfa frá störfum, og var i
hans stað Tómas Árni Jónasson skipaður for-
maður nefndarinnar.
Boðað var til læknanámskeiðs í sept. 1970,
en þátttaka lækna var þar svo lítil, að nám-
skeiðinu var aflýst. Fræðslufund þann, sem
haldinn var í febrúar og áður er getið um, um
þátt lækna í stjórnun heilbrigðisstofnana, má
líta á sem fræðslustarfsemi, en auk þess hafa
L.I. og L.R. með aðstoð Norræna hússins kom-
ið á fót sérstöku námskeiði i rannsóknum á
sviði læknisfræði, og er þetta námskeið
sniðið algjörlega eftir þeim námskeiðum, sem
haldin eru í Danmörku. Voru fengnir danskir
fyrirlesarar á námskeiðið, en þeir voru: Björn
Andersen, Olaf Bonnevie, Povl Riis og Henrik
R. Wulff. Námskeiðið var haldið í Reykjavik
dagana 7.—11. sept. Þátttakendur voru 25, þar
af 2 læknasitúdentar. Námskeiðið var styrkt af
opinberum aðilum.
Námskeiðsnefnd skipa auk Tómasar Á. Jóns-
sonar þeir Árni Björnsson og Tómas Helgason.
LœknablaÖiO
I upphafi árs barst bréf frá Ólafi Jenssyni,
þar sem hann biðst lausnar sem ritstjóri
Læknablaðsins, en hann hefur gegnt Því starfi
í 5 ár. Stjórn L.I. og L.R. leituðu fyrir sér um
mann í starf þetta, en ekki tókst að fá neinn
lækni til að taka það að sér að svo stöddu, og
féllst Ólafur Jensson á að starfa við blaðið til
ársloka 1971. Stjórn L.I. hélt sameiginlega
fundi með stjórn L.R. um Læknablaðið og
breytingar á fyrirkomulagi þess og útgáfu.
Hagnaður hefur verið allmikill af rekstri
Læknablaðsins eftir að blaðið hefur verið fjár-
hagslega endurskipulagt og auglýsingaverð sett
í samræmi við nútíma verðlag. Efni er venju-
lega miklu meira fyrir hendi en hægt er að
koma í blaðið, og er Því eðlilegt að auka út-
gáfustarfsemina. Læknaféiag Islands hefur í
samvinnu við Læknafélag Reykjavíkur gert
drög að áætlun um breytingu á Læknablaðinu,
þannig að blaðið sinni betur en verið hefur
hinu tviþætta hlutverki, þ. e. félagsmálakynn-
ing og fræðileg þjónusta við félagsmenn. Var
um það rætt á fundum stjórna L.I. og L.R.,
að ritstjórn blaðsins yrði tvískipt, þannig að
þar yrðu tveir ritstjórar, annar, sem aðallega
fjallaði um hin faglegu mál, og hinn um fé-
lagsleg efni í blaðinu.
Nordisk Medicin
Tekin var ákvörðun um, að L.I. skyldi ger-
ast aðili að útgáfu tímaritsins Nordisk Medlcin
i stað læknafélagsins Eir, sem verið hefur slík-
ur aðili af Islands hálfu frá árinu 1957. Hafði
málið áður verið rætt óformlega við dr. Óskar
Þórðarson, sem verið hefur ritstjóri frá því að
Eir gerðist aðili að útgáfu ritsins.
Á árinu 1956 skrifaði próf. Meulengracht dr.
Sigurði Sigurðssyni, þáverandi berkayfirlækni,
bréf þess efnis, að ritstjórn tímaritsins væri
áhugamál, ef islenzk læknasamtök yrðu aðili
að útgáfu þess. Nordisk Medicin er samsteypa
úr ýmsum læknaritum, sem áður höfðu verið
gefin út á Norðurlöndum, og er sjálfseignar-
stofnun. Valtýr Albertsson, scm var við málið
riðinn, hafði rætt það við stjórn L.R., sem
taldi fráleitt, að Læknablaðið hætti að koma
út á íslenzku sem sjálfstætt rit. Dr. Sigurður,
Valtýr og Óskar Þórðarson ræddu málið sín á
milli og kom saman um, að heppilegast yrði,