Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ
117
Stjórn L.I. leggur til, að tillaga þessi verði
umorðuð þannig: „Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina, að hún láti endurskoða lyfsölu-
lög nr. 30. frá 29. april 1963. Verði endur-
skoðunin við það miðuð að tengja lyfsöluna á
sem hagkvæmastan hátt heildarskipulagi heil-
brigðismála, tryggja sem lægst lyfjaverð og
stuðla að aukinni lyfjaframleiðslu í landinu.
Þá verði jafnframt kannað, hvort heppileg leið
að þessu marki sé sú, að ríkið fái einkarétt til
lyfsölu og komi á laggirnar sérstakri stofnun
til að annast það verkefni".
Með þessari orðalagsbreytingu vill stjórn L.I.
eindregið mæla með erindinu.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Læknafélags Islands,
Baldur Fr. Sigfússon,
ritari.
Móttaka nýútskrifaðra lœknakandidata á veg-
um lceknafélaganna
I júní 1969 var tekinn upp sá háttur að
bjóða nýútskrifuðum læknakandidötum í hana-
stélshóf í Domus Medica til þess að kynna
þeim starfsemi læknasamtakanna. Læknafélag
Islands og Læknafélag Reykjavíkur hafa sam-
eiginlega staðið að þessum hófum, og hafa
stjórnir beggja þessara félaga tekið þátt í
þeim. I hófunum hefur kandidötunum verið
afhentur Codex Ethicus Læknafélags Islands,
svo og lög Læknafélags Islands og Reykjavík-
ur, reglugerðir sjóða, sem eru á vegum lækna-
samtakanna. Þá hefur einnig verið hafður sá
háttur á að taka ljósmyndir af læknakandidöt-
um, og eru þær geymdar í skrifstofu félagsins.
Móttökur þessar fóru fram í febrúar og júní
1971, strax að loknu kandidatsprófi í læknis-
fræði.
Samband viS erlend lœknafélög
Læknafélag Islands hefur aðallega haft sam-
band við læknafélög á Norðurlöndum, svo sem
verið hefur undanfarin ár, og fengið frá þeim
upplýsingar um ýmiss konar félagsleg málefni.
Þá hefur félagið einnig haft bréfaskipti við
World Medical Association og brezka lækna-
félagið.
I ágústmánuði sl. kom hingað til lands Sir
Georg Godber, landlæknir Breta. og flutti hann
tvö erindi fyrir lækna. Fiallaði annað þeirra
um framtíð ónæmisaðgerða en hitt um við-
halds- og framhaldsmenntun brezkra lækna.
Sir Georg hefur lofað, að erindi þessi verði
læknafélaginu tiltæk til birtingar í Lækna-
blaðinu.
Formaður félagsins. Arinbjörn Kolbeinsson.
sótti eftirfarandi læknaþing, þar sem fjallað
var um félagsleg málefni og læknamenntun:
Fundur Nordisk Federation for medicinsk
Undervisning í okt. 1970 í Helsingfors, þar sem
aðalumræðuefnið var markmið læknamennt-
unar, — aðalfundur World Medical Association
í Osló 1970, — aðalfundur norska læknafélags-
ins í Tromsö 1971. Enginn fulltrúi var sendur
á aðalfund World Medical Assn. 1971, en sá
fundur var haldinn í Bandaríkjunum. Boð
bárust frá danska og sænska læknafélaginu um
þátttöku í aðalfundum þeirra, en eigi reyndist
unnt að útvega fulltrúa til þess að mæta þar
fyrir Læknafélag Islands.
Skýrslur um læknafundinn í Helsingfors, að-
alfund World Medical Association 1970 og að-
alfund norska læknafélagsins 1971 eru fylgi-
skjöl með árskýrslu þessari.
Niöurlag
I skýrslu þessari er getið um helztu mál, sem
stjórnin hefur fjallað um á starfstímabilinu, en
ýmissa mála er þó að engu getið. Um sum
þeirra er að finna nánari upplýsingar í frétta-
bréfum, í fundargerðum og bréfasafni félags-
ins.
Ef litið er til baka til þeirra markmiða, sem
sett voru, þegar L.I. hélt sínar fyrstu heil-
brigðismálaráðstefnur 1967 og ’68 og athuguð
eru þau markmið, sem þá voru sett, og saman-
burður gerður á þeim árangri, sem náðst hef-
ur, kemur i Ijós:
1. Skilningur á gildi læknamiðstöðva má nú
heita almennur, og hefur komizt á það mál
á síðasta starfsári meiri skriður en menn
þorðu að vænta, þegar fyrst var farið að
kynna þetta fyrirkomulag.
2. Á heilbrigðismálaráðstefnunum var einnig á
það minnst, að breyta þyrfti mörgu í heil-
brigðismálalöggjöfinni og sömuleiðis yfir-
stjórn heilbrigðismála. Þar hefur náðst
merkur árangur, þar sem er stofnun heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytis með
sérstökum ráðuneytisstjóra, svo og endur-
skoðun heilbrigðislöggjafarinnar. Tillögur,
sem þar hafa komið fram, fela í sér tvi-
mælalaust miklar framfarir. Koma þar sjálf-
sagt fram fleiri tillögur, sem stuðla að
breyttri og bættri læknisþjónustu í landinu.
I tillögunum er fjallað um heildarendur-
skipulagningu læknisþjónustu dreifbýlisins
og henni komið í svipað form og nefnd sú,
er starfaði á vegum Læknafélags Islands og
kynnti sér starfsaðstöðu héraðslækna. lagði
til, en álit hennar mun væntanlega birtast
fljótlega í Læknablaðinu.
3. Þá er það merkur áfangi í kjaramálum hér-
aðslækna, að þeir hafa allir verið fluttir í
26. launaflokk opinberra starfsmanna, enda
þótt enn sé þar þörf margra kjaralegra og
starfslegra endurbóta.
4. Tillögur L.I. um að stofna nýjar stöður
við heilbrigðisstofnanir, til þess að leysa
skyndivandræði í dreifbýlinu, hafa fengið
góðar undirtektir, og má vænta árangurs af
nýju fyrirkomulagi á því sviði.
Þrátt fyrir árangur á ýmsum sviðum og fyr-
irsjáanlegar framfarir er enn og verður ætíð
mikill fjöldi mála, sem læknasamtökin þurfa
að vinna að, og ef litið er til þess árangurs,
sem heilbrigðismálaráðstefnur hafa haft, er