Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ 135 KAFLAR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR L.i. 1972 Aðalfundur L.I. 1972 var haldinn að Blöndu- ósi, í húsakynnum Kvennaskólans, dagana 23. —25. júní. Eftir að gestgjafinn Sigursteinn Guðmundsson hafði boðið fundarmenn vel- komna, setti formaður L.I., Snorri Páll Snorra- son, fundinn. Fyrst minntist hann þeirra fé- lagsmanna, er létust á sl. starfsári, en þeir voru: Arngrímur Björnsson, Árni Guðmunds- son, Knútur Kristinsson, Kristinn Björnsson og Vilmundur Jónsson. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Skýrsla stjórnar Snorri Páll Snorrason fylgdi skýrslunni úr hlaði, en hún lá frammi á fundinum fjölrituð. Ræddi hann fyrst starfið almennt, og kom fram að stjórnin hefði haldið fundi u.þ.b. viku- lega sl. starfsár. Sérstaklega var minnst á húsnæðisvandamál læknafélaganna. Síðan ræddi formaður almennt um vandamál læknis- þjónustunnar i dreifbýlinu, og kom þar fram, að flestum þeim sjúkrahúslæknum, sem lögðu fram sinn skerf til að leysa vandann sl. vetur, hafi líkað vel dvölin í héraði. Nauðsyn væri að koma sem fyrst á stofn þeim sex aðstoðarlækn- isstöðum við ríkisspítalana, er rætt hefði verið um að héraðsskylda fylgdi. Nefndi formaður sérstaklega í þessu sambandi nauðsyn þess að efla á sjúkrahúsunum kennslu fyrir útskrifaða kandidata. Skúli Johnsen kynnti hið nýstofnaða félag ungra lækna, en ræddi síðan almennt um heilsugæzlustöðvar. Þá ræddi Skúli um fíkni- lyfjavandamálið. Gjaldkeri L.I., Guðmundur Jóhannesson, út- skýrði reikninga félagsins, fer útgjaldaaukn- ing hraðvaxandi, og lagði Guðmundur ákveðið til, að árgjald yrði hækkað. Tillaga gjaldkera um 1.000 kr. hækkun á árgjaldi var samþykkt samhljóða, og varð því árgjald til L.I. 1972 kr. 6.900. Bjarni Bjarnason greindi frá rekstri Domus Medica, sem hefur gengið mjög vel. Mjög mik- il aðsókn að veitingasölum og fjárhagur verið það góður, að húsið hefur engin lán þurft frá L.I. sl. ár. Taldi Bjarni nauðsynlegt að byggja nýtt eldhús og bæta aðstöðu veitingafólks, hugsanlega einnig að stækka veitingasal, þar eð rekstur hans yrði mun hagkvæmari. Að morgni laugardags 24. júní var fundur settur að nýju, fundarstjóri Jón Gunnlaugs- son. Formenn fastanefnda, Þeir Einar Bald- vinsson, Hreggviður Hermannsson og Jón Þor- steinsson, gerðu grein fyrir nefndastörfum og breytingum á tillögum. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: 1. Tillaga frá L.R. með breytingu Þóroddar Jónassonar: „Aðalfundur L.l. haldinn dagana 23.—25. júní 1972 beinir þeim tilmælum til stjórnar L.I. að hún beiti sér fyrir því, að nám læknaritara verði skipulagt." 2. Tillaga frá Læknafélagi Norð-Austurlands: „Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25. júní 1972 beinir þeim tilmælum til stjórnar L.I., að hún kanni hver sé staða sjúkrahús- lækna úti á landi, að því er varðar umsókn- ir um stöður í Reykjavík. Jafnframt vinni stjórn L.I. að því að störf sjúkrahúslækna úti á landi verði metin í sambandi við um- sóknir um stöður." 3. Tillaga frá Læknafélagi Suðurlands: „Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25. júní 1972, ályktar að svæðafélögum skuli sent sundurliðað yfirlit yfir skrifstofukostn- að L.I. í lok hvers reikningsárs.“ 4. Tillaga frá Læknafélagi Suðurland: „Aðalfundur L.l. haldinn dagana 23.—25. júní 1972, ályktar að í framtíðinni skuli kjarabarátta læknasamtaka samræmd og þvi ákvæði 12. gr. laga L.I. um samstarfs- nefnd verði framfylgt.“ 5. „Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25. júni 1972, ályktar að á þessu ári verði það húsnæði rýmt, sem nú er nýtt fyrir verzl- unarrekstur og að hraðað verði sem unnt er að allt húsnæðið verði nýtt til félags- starfsemi lækna og heilbrigðisþjónustu. Fundurinn minnir á þörf læknafélaganna á auknu húsrými og þörf fyrir húsnæði til sjúkraþjálfunar, vaktþjónustu o.fl., sem mjög æskilegt væri að yrði í húsinu." 6. Tillaga frá Jóni Gunnlaugssyni: „Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25. júní 1972, beinir þeim tilmælum til stjórn- ar L.I., að hún beiti sér fyrir því að gamla landlæknissetrið Nes við Seltjörn, verði keypt af núverandi eiganda og varðveitt sem sögulegar minjar um upphaf iæknis- þjónustu á Islandi." 7. Tillaga frá stjórn L.I.: „Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25. júní 1972, skorar á viðkomandi yfirvöld að gera jafnan fyllstu kröfur um varnir gegn mengun við þá aðila, sem stofna til iðnað- ar- eða atvinnureksturs. Fundurinn telur ósæmilegt að láta augljósa mengun við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.