Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 99

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 99
LÆKNABLAÐIÐ 141 að reglugerð uni gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja og um drög að reglugerð um ávana- og fíknilyf í lyfjasölu. Var álit þeirra samþykkt af stjórn L.I. og sent heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. 10. Endurliœfing — aöstoö I júní s.l. boöaði landlæknir til fundar með yfiriæknum sjúkrahúsa í íteykjavík og full- trúa L.í. til að ræða vandamál þeirra kollega, er gerzt hafa sekir um abusus medicamentor- um með það í huga að ræða, hvort og þá hvernig hægt væri að lækna og endurhæfa þessa menn. Fundurinn tók enga ákvörðun, enda ekki til þess ætlazt, en skipzt var á skoðunum. Innan stjórnarinnar hefur verið rætt um þennan vanda og þá sérstaklega, að læknasamtökin hafa enga möguleika á að veita kollegum fjárhagsaðstoð í slíkum tilvik- um og hóptrygging lækna tekur ekki til þess- ara veikinda. 11. Lœknaritaraskóli I samræmi við ályktun síðasta aðalfundar beitti L.I. sér fyrir, að sett var á laggirnar nefnd til að vinna að undirbúningi læknarit- araskóla. I nefndina voru skipaðir Magnús Karl Pétursson af hálfu Læknafélags íslands, formaður, Rósa Steingrímsdóttir af hálfu Læknaritarafélags Islands og Bergljót Guð- mundsdóttir af hálfu heilbrigðismálaráðuneyt- isins. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og er unnið að uppkasti að reglugerð um slíkan skóla og jafnframt að kennslubókasöfnun. Bandalag Háskólamanna Á þessu ári hafa orðið þáttaskil í sögu Bandalags háskólamanna. Með lögum nr. 46/ 1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er kveðið svo á, að heildarsamtök, er fjármála- ráðherra viðurkenni, fari með samningagerð fyrir opinbera starfsmenn. I samræmi við þetta ákvæði hefur fjármálaráðherra veitt B.H.M. samningsrétt við næstu kjarasamninga til jafns á við B.S.R.B. Hefur þar með náðst langþráð markmið B.H.M., sem ber að fanga. Tildrög þessara nýju laga voru þau, að fjár- málaráðherra skipaði nefnd til að endurskoða lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna skv. ákvæði í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar. I nefndinni áttu sæti fulltrúar stjórn- málaflokkanna, B.H.M. og B.S.R.B. Með bréfi til B.H.M., dags. 7. maí 1973, ósk- aði Læknafélag íslands eftir að nýta heimild þá, sem áður greinir, til að fara með samninga fyrir lausráðna lækna í opinberri þjónustu. Fjármálaráðherra hefur með bréfi, dags. 2. ágúst 1973, veitt þessa heimild. Fulltrúar L,I, I fulltrúaráði B.H.M. þetta starfsár hafa verið Arinbjörn Kolbeinsson, Guðjón Magnússon og Snorri P. Snorrason, en Bjarki Magnússon á sæti í stjórn B.H.M. Á síðasta aðalfundi B.H.M., sem haldinn var 30 mai 1973, voru samþykkt ný lög fyrir bandalagið, sem lögð verða fyrir aðalfund L.I. til samþykktar, en hafa þegar verið samþykkt af stjórn L.I. með fyrirvara. Sett hefur verið á stofn launamálaráð B.H.M., en í því eiga sæti fuiltrúar þeirra að- ildarfélaga, er hafa opinbera starfsmerm. I launamálaráði áttu sæti fyrst i stað Guðmund- ur Oddsson og Grétar Olafsson til vara, en þegar í ljós kom, að í ráðmu máttu einungis sitja fastráðnir rikisstarfsmenn, skipaði stjórn L.I. Konráð Sigurðsson í ráðið, en til vara Heimi Bjarnason, Gunnar Guðmundsson og Friðrik Sveinsson. Launamálaráð hefur unnið mikið starf í sumar við að undirbúa kröfugerð fyrir væntanlega kjarasamninga. Er það álit stjórnar L.I., að sem fyrst beri að stefna að því, að allir samningar lækna við ríkissjóð fari fram innan vébanda B.H.M., en vegna sérstöðu samninga lausráðinna lækna var talið nauð- synlegt, að L.I. færi sjálft með samninga að þessu sinni. Formannaráöstefna Fundur stjórnar Læknafélags Islands með formönnum svæðafélaga var haldinn laugar- daginn 17. marz 1973. Mættir voru: Snorri P. Snorrason, formaður, Guðjón Magnússon, ritari, Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri, Heimir Bjarnason og Guðmundur Jóhannesson, meðstjórnendur. Frá svæðafélögunum voru eftirtaldir fulltrú- ar mættir: Árni Ingólfsson, Læknafélagi Vesturlands, Úlfur Gunnarsson, Læknafélagi Vestfjarða, Friðrik Friðriksson, Læknaf. N.-Vesturlands, Gisli G. Auðunsson, Læknaf. N.-Austurlands, Þorsteinn Sigurðsson, Læknaf. Austurlands, Þórhallur B. Ölafsson, Læknaf. Suðurlands, Einar Baldvinsson, Læknaf. Reykjavíkur. Fundinn sat einnig Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri. Læknafélag Akureyrar hafði ekki tök á að senda fulltrúa. Dagskrá fundarins var þessi: 1. Yfirlit um störf stjómar L.I. 2. Frv. til laga um heilbrigðisþjónustu. 3. A. Frv. til laga um lyfjastofnun ríkisins. B. Frv. til laga um lyfjaframleiðslu. 4. Væntanlegt frv. til laga um samningsrétt opinberra starfsmanna. Fundarmenn fengu eftirtalin skjöl til athug- unar: I. 1. Heilbrigðisfrumvarpið. 2. Afskipti L.I. af gerð frumvarpsins. 3. Yfirstjórn; möguleikar I. og II. með rökstuðningi. 4. Breytingartillögur stjórnar við einstak- ar greinar frv. II. 1. Frv. til laga um lyfjastofnun ríkisins. 2. Frv. til laga um lyfjaframleiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.