Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 125 KAFLAR ÚR ÁRSSKÝRSLU L.l. ÁRIÐ 1971-1972 Inngangur: Skýrsla þessi, sem flutt var af Snorra P. Snorrasyni á aðalfundi L.I. 26. maí 1972, nær yfir tímabilið frá 18. sept. 1971 til 25. mal 1972. Gjaldskyldir félagar í Læknafélagi Islands 1. jan. 1972 voru 325, þar af 253 í Læknafélagi Reykjavikur. 4 félagar bættust við á árinu. Þessi litla aukning félagsmanna stafar af því, að óvenju margir læknar fóru til framhalds- náms á árinu, en þeir eru ekki gjaldskyldir á meðan á því námi stendur. Stjórn Lœknafélags tslands: Á aðalfundi L.I. í september 1971 voru þess- ir menn kosnir i stjórn: Snorri Páll Snorrason, formaður til tveggja ára, Guðjón Magnússon, ritari til eins árs. Fyrir i stjórn var Guðmund- ur Jóhannesson, gjaldkeri, kosinn á aðalfundi L.I. í júní 1970 til tveggja ára. I meðstjórn voru kjörnir til tveggja ára, Örn Bjarnason og Brynleifur H. Steingríms- son. Fyrir í varastjórn var Sigursteinn Guð- mundsson, kosinn til tveggja ára, í júní 1970. Bókaðir stjórnarfundir á tímabilinu 18. sept. 1971 til 25. maí 1972 voru alls 21. Auk þess voru 6 sameiginlegir fundir stjóma L.I og L.R. Þetta eru því alls 27 fundir eða tæpir 4 fundir á mánuði. Eitt fyrsta verkefni nýkjörinnar stjórnar frá síðastliðnu hausti var að ganga frá hinum fjölmörgu ályktunum, er aðalfundur L.I. 1971 gerði, semja greinargerðir og koma ályktun- unum til réttra aðila. Verður í þessari ársskýrslu fyrst fjallað um rekstur skrifstofunnar, siðan um helztu verk- efni stjórnarinnar á liðnu starfsári. Endurskipulagning skrifstofu læknafélaganna Löngu er ljóst, að stjórnir læknafélaganna geta ekki vegna anna komið við sem skyldi að segja fyrir og fylgjast með rekstri skrifstof- unnar og hinum daglegu störfum, sem þar fara fram. Hefur þetta að sjálfsögðu háð skrifstof- unni nokkuð. Til að bæta úr þessu, gerðu stjórnir L.I. og L.R. hvor í sínu lagi samþykktir um að ráða sérstakan framkvæmdastjóra fyrir læknafélög- in. Á sameiginlegum fundi félaganna sl. vetur var ákveðið að koma ráðningu sérstaks fram- kvæmdastjóra í framkvæmd og starfið auglýst laust til umsóknar. Til starfsins var ráðinn Páll Þórðarson, lögfræðingur, og tók hann við starfinu 1. marz sl. Eitt af fyrstu verkefnum framkvæmdastjóra er að endurskipuleggja skrifstofureksturinn. Áður hafði öllu starfsfólki skrifstofunnar verið sagt upp störfum, með það i huga, að framkvæmdastjórinn hefði óbundnar hendur við endurskipulagningu skrifstofunnar, og þ.á. m. ráðningu starfsfólks í samræmi við þau verkefni, sem skrifstofan annaðist. Starfsfólki skrifstofunnar var þó gert ljóst, að endurráðn- ing kæmi til greina, ef um semdist. Stjórnir félaganna töldu, að auk þess aö skapa festu í rekstri skrifstofunnar, mundi framkvæmdastjóri með háskólamenntun geta tekið að sér sum þau verkefni, sem skrifstofan hefur ekki verið fær um að leysa, svo sem lög- fræði eða/og hagfræðistörf. Jafnan hafa læknafélögin þurft að kaupa all- mikla sérfræðiaðstoð í sambandi við samninga- gerðir. En með tilkomu framkvæmdastjóra mun hann annast alla samningagerð með launa- og samninganefndum félaganna. Er það sérstaklega mikilvægt vegna þess. að óhjá- kvæmilegt hefur reynzt að skipta oft um menn í nefndum þessum, og hefur það af eðliiegum ástæðum torveldað störfin. Húsnœöismál skrifstofunnar Húsnæði það, sem skrifstofa félaganna býr við í Domus Medica, er fyrir löngu orðið of lítið, og er auk þess óhentugt. Háir þetta starf- inu verulega. Til að bæta úr þessu hafa komið fram ýmsar hugmyndir, m.a. sú að reisa viðbótarbygg- ingu ofan á háhýsi Domus Medica fyrir starf- semi skrifstofunnar. Stjórnir félaganna gerðu lauslega könnun á því hvaða möguleikar væru á slíkri byggingu. Borgaryfirvöld upplýstu, að vegna bygginga- samþykktar Reykjavíkurborgar sé leyfilegt að byggja 170m2 húsnæði ofan á háhýsi Domus Medica, hið mesta. Til þess þarf samþykkt skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, en eftir slíku samþykki hefur enn ekki verið leitað, enda er byggingarréttur ofan á háhýsið í höndum eigenda háhýsisins, þ.e.a.s. lækna \ Domus Medica. Stjórnirnar hafa ákveðið að leita til eigenda háhýsisins um leyfi til fram- angreindrar byggingar, og hefur eigendum há- hýsisins verið tilkynnt þetta með bréfi dag- settu 1. marz 1972. Þar sem undirbúningur þessa máls er ekki lengra kominn, er sýnt að framkvæmdir drag- ast enn á langinn. Upplýst er að á næsta ári eru útrunnir leigu- samningar Domus Medica við ýmsa þá aðila, sem nú hafa þar húsnæði á leigu. Stjórnir læknafélaganna hafa nú skrifað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.