Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 107

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 107
LÆKNABLAÐIÐ 149 KAFLAR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR L.í. ÁRIÐ 1973 Aðalfundur Læknafélags Islands 1973 var haldinn í Reykjavík, í Domus Medica, dagana 6.—8. sept. Formaður, Snorri P. Snorrason, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna til fundar. Sérstaklega bauð hann velkominn Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra, er boðið hafði verið að sitja fundinn, en aðrir sérstakir gest- ir, er boðið hafði verið, þau Ólafur Ólafsson, landlæknir, Adda Bára Sigfúsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra og Jón Sigurðsson, borgar- læknir, höfðu ekki séð sér fært að vera við- stödd setningu fundarins. Formaður skipaði Einar Baldvinsson fund- arstjóra, en Skúla G. Johnsen og Eddu Björns- dóttur fundarritara. Þá minntist formaður þeirra lækna, sem lát- izt höfðu á árinu, en þeir eru: Jónas Rafnar, Skúli Helgason, Snorri Hallgrímsson, Björg- úlfur Ólafsson, Haraldur Guðjónsson, og Skúli Thoroddsen. Rakti hann æviferil hvers og eins í stuttu máli og minntist allra með nokkrum orðum. Formaður drap á helztu atriði í skýrslu stjórnar, er fyrir fundinum lá og hafði verið send til fulltrúa fyrir fundinn. Bjarni Bjarnason flutti skýrslu Domus Medi- ca og sagði litlar breytingar hafa orðið á rekstri þess. Hann gat um málastapp við Reykjavikurborg i sambandi við gatnagerðar- og lóðagjöld, en þau fyrrnefndu fengust felld niður og sama var um ióðagjöld frá 1967. Gengið var frá þinglesningu á fasteign sjálfs- eignarfélagsins. Færðar voru sérstakar þakkir til Friðriks Karlssonar, framkvæmdastjóra Domus Medica, og einnig til Páls Þórðarsonar, framkvæmdastjóra, fyrir framgöngu þeirra í sambandi við viðbyggingu Domus. Meðal þeirra mála er rædd voru á fundinum var starfsaðstaða héraðslækna. en framsögu- menn voru Ólafur Ólafsson. landlæknir, og Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknir. Landlæknir, Ólafur Ólafsson, skýrði frá könnun á starfsaðstöðu héraðslækna, er gerð var í ágúst s.l. Athugun þessi náði til svo til allra þátta, sem beint eru taldir ákvarða gæði aðstöðunnar, svo sem húsnæði læknis, stærð þess, aldur þess, fjöldi herbergja í móttöku og afstöðu læknis til fyrirkomulags í móttöku. Þá var athugaður tækjabúnaður bæði almennt, svo og tækiabúnaður til skyndihjálpar. Niðurstöður þær, sem landiæknir kynnti, eru fyrstu niðurstöður könnunarinnar, og er full- vinnslu gagna ekki lokið. Meðal annars kom fram að á langflestum stöðum sem höfðu fullnægjandi skilyrði i móttöku og rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði, voru mót- tökur tengdar rekstri sjúkrahúsa. Til væru þó í iandinu allmörg sjúkrahús, sem ekki gætu boðið upp á lágmarksaðstöðu til móttöku sjúklinga ambulant, hvorki hvað húsnæði, að- stoðarfólk, tækjabúnað né rannsóknaraðstöðu snertir. Segja mætti að aðstaðan yfirleitt væri okkur verulega til vanza, ekki sízt þegar tekið væri tillit til, hversu miklu fé hefði ver- ið varið til uppbyggingar sjúkrastofnana, á sama tíma, sem ekki væri veittur eyrir til bún- aðar eða tækjakosts flestra læknishéraða í landinu, þá væri hægt að líkja þessu við á- standið í hinum vanþróuðu ríkjum, þar sem byggð væru nýtizku sjúkrahús i stórborgunum, en utan þeirra vantaði alla grundvallar þjón- ustu. Landlæknir upplýsti, að hann hefði sett á oddinn í samskiptum sinum við ráðherra, að veitt væri fé til að bæta aðstöðu og tækjabún- að í hinum afskekktari læknishéruðum lands- ins, þar sem verst hefði gengið að fá lækna til starfa, og vonaðist hann til, að þessi viðleitni bæri fljótlega einhvern árangur. Guðmundur Sigurðsson ræddi meðal annars um hönnun þess húsnæðis, er byggt hefði ver- ið yfir héraðslækna landsins undanfarin ár og áratugi. Taldi hann áberandi, hversu hlutfall móttökuhúsnæðis miðað við íbúðarhúsnæði væri furðulegt, og væri sýnilegt, að lítil þekk- ing hefði búið að baki ýmsum ákvörðunum, sem teknar hefðu verið í þessu efni á undan- förnum árum. Kosning stjórnar L.l. Guðjón Magnússon kom fram með eftirfar- andi tillögu: Snorri P. Snorrason, formaður, Guðmundur Jóhannesson, varaformaður, Skúli G. Johnsen, ritari, Guðmur.dur Sigurðsson, gjaldkeri, Grimur Jónsson, meðstjórnandi. Varamenn yrðu: Heimir Bjarnason, Árni Ingólfsson, Halldór Arinbjarnar. Lýst var eftir fleiri tilnefningum, en engar komu fram, og var því stjórn sjálfkjörin. Skv. bráðabirgðaákvæði 9. gr. nýrra laga var formaður, féhirðir og meðstjórnandi svo og varamenn kosnir til 2ja ára, en ritari til 1. árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.