Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 106
148
LÆKNABLAÐIÐ
vera brýnt verkefni læknasamtakanna að
tryggja fjárhagslegan grundvöll fræðslu-
starfsemi sem fyrst.
5. Erfiðleikar þeir, sem héraðslæknar og heirn-
ilislæknar eiga við að stríða við að fá stað-
gengla, er þeir sækja námskeið, hafa verið
nokkuð til umræðu og jafnframt sá kostn-
aður, sem hlýzt af að sækja slík námskeið.
Benda'má á, að ýmsar starfstéttir hér á
landi, svo sem kennarar, fá ekki aðeins
fullt kaup meðan þeir sækja námskeið,
heldur einnig ferðakostnað að einhverju og
stundum öllu leyti, ásamt dagpeningum.
Einnig má benda á, að víða erlendis eru
læknar styrktir fjárhagslega til að sækja
námskeið, annaðhvort með leyfi frá starfi
á fullum launum, með greiðslu námskeiðs-
gjalda og uppihaldskostnað, eða með stað-
gengilslaunum. Þessi stuðningur kemur ým-
ist beint frá atvinnuveitanda, eða úr sér-
stökum sjóðum, sem stofnað hefur verið til
í launasamningum lækna. Er þessu máli hér
hreyft til umhugsunar.
6. Eins og áður greinir, fara fram tvö nám-
skeið í fyrri hluta septembermánaðar. Hef-
ur verið leitað til fræðslunefnda sjúkrahúsa
í Reykjavík með tilmæli um að hvert
sjúkrahús fyrir sig útbúi fræðsludagskrá
einu sinni á næstkomandi vetri. Er þá gert
ráð fyrir, að einn laugardag i hverjum mán-
uði verði heimilislæknum í Reykjavik boðið
að heimsækja viðkomandi sjúkrahús og
verði þar flutt fræðsla í formi fyrirlestra,
umræðna, demonstrasjóna o.s.frv. Telur
nefndin ólíklegt annað en að heimilislæknar
muni notfæra sér þetta tækifæri. Eins og
fram kemur á öðrum stað í skýrslu þessari,
hefur Norska læknafélagið boðið íslenzkum
læknum þátttöku i námskeiðum i Noregi.
Mun fræðslunefnd L.I. hafa milligöngu um
þessa þátttöku, verða námskeiðin auglýst í
Læknablaðinu, en nánari upplýsingar veitir
fræðslunefnd.