Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 36
106
LÆKNABLAÐIÐ
að læknafélagið Eir gerðist aðili að útgáfu
ritsins. Hafði Valtýr framsögu í málinu á
fundi í Eir þ. 6. des. 1956, og voru þeir þre-
menningarnir eftir nokkrar umræður skipaðir
í nefnd, sem skyldi undirbúa málið, og skilaði
hún áliti á fundi þ. 28. febr. 1957. Skýrði Val-
týr frá þvi, að af hálfu L.R. og L.I. væru engir
meinbugir á aðild Eirar að útgáfu ritsins, sem
síðan var samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum, og var dr. Oskar Þórðarson kosinn
ritstjóri.
Á fundi í Nordisk Medicin þ. 1. júní 1957 var
aðild Eirar samþykkt og jafnframt, að Eir
skyldi vera undanþegin öllum fjárhagslegum
skuldbindingum við útgáfu ritsins. Skyldi full-
trúi Eirar hafa rétt til fundarsetu, en án at-
kvæðisréttar. Hefur dr. Öskar setið nokkra
aðalfundi og fyigzt með gangi mála. Alls hafa
til þessa birzt sjö ritgerðir í Nordisk Medicin
eftir íslenzka höfunda, þar af þrjár frá lyf-
lækningadeild Borgarspítalans.
Nordisk Medicin hefur átt erfitt uppdráttar
að undanförnu, þar eð önnur læknarit hafa
vaxið því yfir höfuð, og virðist ekki lengur
grundvöllur fyrir útgáfu þess í sama formi og
verið hefur. Var því samþykkt á ritstjórnar-
fundi þ. 6. marz 1971 að breyta ritinu þannig,
að framvegis birti það ritgerðir um lækna-
kennslu, spítaiamál, rannsóknastarfsemi og
félagsmál lækna. 1 skýrslu frá fundinum er
gert ráð fyrir, að íslenzkt læknafélag verði
áfram aðili að hinu endurskipulagða riti, og
var aðild Eirar því tekin til endurskoðunar á
fundi í félaginu þ. 31. marz 1971. Eftir nokkrar
unjiræður var stjórn félagsins falið að ganga
frá þvi við stjórn L.I., hvort Eir eða L.I. yrði
aðili p.ð útgáfu Nordisk Medicin. Stjórn L.I.
lítur svo á, að eðlilegt sé, að L.I. gerist aðili að
útgáfu ritsins, einkum m.t.t. fyrirhugaðs efnis-
vals og einnig þess, hvaða menn hafa valizt
þegar í stjórn þess. Gera verður ráð fyrir, a.m.
k. í bili, að aðild félagsins verði sama eðlis og
Eirar áður, en telur rétt að afla stjórn L.I.
heimildar á aðalfundi til fjárhagslegra skuld-
bindinga, ef til þeirra skyldi verða að koma og
félagið telur slíka aðild æskilega.
Ritað var bréf til ritstjórnar Nordisk Medi-
cin, þar sem skýrt er frá ofangreindri niður-
stöðu, jafnframt því að stungið er upp á próf.
Tómasi Helgasyni sem ritstjóra í stað dr. Ósk-
ars, sem óskar að láta af störfum.
Fundur um lieilbrigöismál á IsafirÖi
Bæjarstjórn ísafjarðar ritaði stjórn Lækna-
félags Islands bréf dags. 6. okt. 1970 og bauð
stjórn L.I. að senda 4 fulltrúa á fund, sem
bæjarstjórn ætlaði að efna til 1. nóv. 1970.
Boð þetta var Þegið, og sóttu fundinn af hálfu
L.I. Arinbjörn Kolbeinsson, Guðmundur Jó-
hannesson, Örn Bjarnason og Baldur Fr. Sig-
fússon. Örn Bjarnason flutti á fundinum fram-
söguerindi um læknamiðstöðvar, en aðrir full-
trúar L.I. gerðu grein fyrir stefnu félagsins
varðandi læknamiðstöðvamálin. Fundinn sóttu
bæjarstjórn Isafjarðar, sveitastjórnir í ná-
grannahéruðunum og flestir alþingismenn hér-
aðsins. Mikill áhugi rikti meðal fundarmanna
um stofnun læknamiðstöðvar á Isafirði fyrir
Isafjörð og nágrannahéruð, svo og endurbygg-
ingu sjúkrahússins. Á fundinum var rætt urn
það, hvort lagfæra ætti núverandi sjúkrahús
og byggja við það læknamiðstöð eða reisa
nýjar byggingar fyrir þessa starfsemi. Var það
álit fulltrúa L.I., að fyrst af öllu ætti að reisa
læknamiðstöð og síðan ætti að byggja nýtt
sjúkrahús, en gamla sjúkrahúsið ætti að taka
til annarra afnota og leggja það niður sem
slíkt. Seint i nóvember bárust L.I. tillögur og
teikningar um nýbyggingu i sambandi við
gamla sjúkrahúsið, og ritaði stjórn L.I. eftir-
farandi bréf með athugasemdum við þessa
tillögu:
Reykjavík 12. des. 1970.
Bæjarstjóri ísafjarðar
hr. Jón Guðlaugur Magnússon
Isafirði.
Þökkum bréf yðar frá 6. nóv. ásamt fundar-
gerð frá heilbrigðismálafundi höldnum á Isa-
firði 1. nóv. og teikningum, sem lýsa fyrirhug-
uðum byggingaframkvæmdum fyrir heilbrigð-
isþjónustu á ísafirði. Þar sem við treystum
okkur eigi til að gefa endanlegt svar við fyrir-
spurn yðar fyrir 15. des. 1970 viljum við taka
eftirfarandi fram: 1) Við teljum, að gamla
sjúkrahúsið á ísafirði sé Mgjörlega úrelt og
henti ekki sem sjúkrahús í nútíð né framtíð og
mjög vafasamt sé, að unnt verði að breyta því
þannig, að þar muni hægt að framkvæma þá
heilbrigðisþjónustu, sem krafizt verður á fjórð-
ungssjúkrahúsi á Isafirði. 2) Þá teljum við
fjarlægðir viðbótarbygginga frá gamla sjúkra-
húsinu, sé það hugsað sem legudeild eingöngu,
of miklar og muni þær torvelda starfsemi,
bæði bráðaþjónustu og vegna legusjúklinga.
Benda má á nokkur atriði, sem torvelda
mundu reksturinn og gera hann mun dýrari
vegna fjarlægða, sem yrðu á milli rannsókna-
og bráðaþjónustu nýbyggingar annars vegar
og iegudeildar hins vegar. a) Sogkerfi og súr-
efniskerfi þarf að vera á báðum stöðum. b)
Tvöfalda samstæðu þyrfti af monitorum,
hjartaritum og jafnvel öðrum dýrum læknis-
fræðilegum tækjum, ef vel ætti að vera, þar
sem að öðrum kosti mætti komast af með eitt
tæki í mörgum tilvikum. Flutningur þessara
tækja er tímafrekur, getur verið óhentugur
fyrir þjónustuna, og hættara er við hnjaski.
c) Nýting starfsliðs og vaktþjónustu mundi
líka torveldast mikið með þeim fjarlægðum,
sem þarna er um að ræða og við teljum óeðli-
lega mikla fyrir svona litla starfsemi. I raun-
inni eru stórir spítalar samsettir af mörgum
einingum, en heppilegast er að reisa þetta
litla sjúkrahús ásamt læknamiðstöð, sem eina
heildareiningu T.d. er líklegt, að tvöfEilda
vaktaþjónustu þyrfti fyrir spítala með þessu
fyrirkomulagi. Meira starfslið þyrfti vegna
mikillar vinnu við flútninga á sjúklingum lang-
ar leiðir, þvotti, mat o.s.frv., auk þess sem öll
slík vinna verður með þessu móti óeðlilega