Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 59

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 117 Stjórn L.I. leggur til, að tillaga þessi verði umorðuð þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún láti endurskoða lyfsölu- lög nr. 30. frá 29. april 1963. Verði endur- skoðunin við það miðuð að tengja lyfsöluna á sem hagkvæmastan hátt heildarskipulagi heil- brigðismála, tryggja sem lægst lyfjaverð og stuðla að aukinni lyfjaframleiðslu í landinu. Þá verði jafnframt kannað, hvort heppileg leið að þessu marki sé sú, að ríkið fái einkarétt til lyfsölu og komi á laggirnar sérstakri stofnun til að annast það verkefni". Með þessari orðalagsbreytingu vill stjórn L.I. eindregið mæla með erindinu. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Baldur Fr. Sigfússon, ritari. Móttaka nýútskrifaðra lœknakandidata á veg- um lceknafélaganna I júní 1969 var tekinn upp sá háttur að bjóða nýútskrifuðum læknakandidötum í hana- stélshóf í Domus Medica til þess að kynna þeim starfsemi læknasamtakanna. Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur hafa sam- eiginlega staðið að þessum hófum, og hafa stjórnir beggja þessara félaga tekið þátt í þeim. I hófunum hefur kandidötunum verið afhentur Codex Ethicus Læknafélags Islands, svo og lög Læknafélags Islands og Reykjavík- ur, reglugerðir sjóða, sem eru á vegum lækna- samtakanna. Þá hefur einnig verið hafður sá háttur á að taka ljósmyndir af læknakandidöt- um, og eru þær geymdar í skrifstofu félagsins. Móttökur þessar fóru fram í febrúar og júní 1971, strax að loknu kandidatsprófi í læknis- fræði. Samband viS erlend lœknafélög Læknafélag Islands hefur aðallega haft sam- band við læknafélög á Norðurlöndum, svo sem verið hefur undanfarin ár, og fengið frá þeim upplýsingar um ýmiss konar félagsleg málefni. Þá hefur félagið einnig haft bréfaskipti við World Medical Association og brezka lækna- félagið. I ágústmánuði sl. kom hingað til lands Sir Georg Godber, landlæknir Breta. og flutti hann tvö erindi fyrir lækna. Fiallaði annað þeirra um framtíð ónæmisaðgerða en hitt um við- halds- og framhaldsmenntun brezkra lækna. Sir Georg hefur lofað, að erindi þessi verði læknafélaginu tiltæk til birtingar í Lækna- blaðinu. Formaður félagsins. Arinbjörn Kolbeinsson. sótti eftirfarandi læknaþing, þar sem fjallað var um félagsleg málefni og læknamenntun: Fundur Nordisk Federation for medicinsk Undervisning í okt. 1970 í Helsingfors, þar sem aðalumræðuefnið var markmið læknamennt- unar, — aðalfundur World Medical Association í Osló 1970, — aðalfundur norska læknafélags- ins í Tromsö 1971. Enginn fulltrúi var sendur á aðalfund World Medical Assn. 1971, en sá fundur var haldinn í Bandaríkjunum. Boð bárust frá danska og sænska læknafélaginu um þátttöku í aðalfundum þeirra, en eigi reyndist unnt að útvega fulltrúa til þess að mæta þar fyrir Læknafélag Islands. Skýrslur um læknafundinn í Helsingfors, að- alfund World Medical Association 1970 og að- alfund norska læknafélagsins 1971 eru fylgi- skjöl með árskýrslu þessari. Niöurlag I skýrslu þessari er getið um helztu mál, sem stjórnin hefur fjallað um á starfstímabilinu, en ýmissa mála er þó að engu getið. Um sum þeirra er að finna nánari upplýsingar í frétta- bréfum, í fundargerðum og bréfasafni félags- ins. Ef litið er til baka til þeirra markmiða, sem sett voru, þegar L.I. hélt sínar fyrstu heil- brigðismálaráðstefnur 1967 og ’68 og athuguð eru þau markmið, sem þá voru sett, og saman- burður gerður á þeim árangri, sem náðst hef- ur, kemur i Ijós: 1. Skilningur á gildi læknamiðstöðva má nú heita almennur, og hefur komizt á það mál á síðasta starfsári meiri skriður en menn þorðu að vænta, þegar fyrst var farið að kynna þetta fyrirkomulag. 2. Á heilbrigðismálaráðstefnunum var einnig á það minnst, að breyta þyrfti mörgu í heil- brigðismálalöggjöfinni og sömuleiðis yfir- stjórn heilbrigðismála. Þar hefur náðst merkur árangur, þar sem er stofnun heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis með sérstökum ráðuneytisstjóra, svo og endur- skoðun heilbrigðislöggjafarinnar. Tillögur, sem þar hafa komið fram, fela í sér tvi- mælalaust miklar framfarir. Koma þar sjálf- sagt fram fleiri tillögur, sem stuðla að breyttri og bættri læknisþjónustu í landinu. I tillögunum er fjallað um heildarendur- skipulagningu læknisþjónustu dreifbýlisins og henni komið í svipað form og nefnd sú, er starfaði á vegum Læknafélags Islands og kynnti sér starfsaðstöðu héraðslækna. lagði til, en álit hennar mun væntanlega birtast fljótlega í Læknablaðinu. 3. Þá er það merkur áfangi í kjaramálum hér- aðslækna, að þeir hafa allir verið fluttir í 26. launaflokk opinberra starfsmanna, enda þótt enn sé þar þörf margra kjaralegra og starfslegra endurbóta. 4. Tillögur L.I. um að stofna nýjar stöður við heilbrigðisstofnanir, til þess að leysa skyndivandræði í dreifbýlinu, hafa fengið góðar undirtektir, og má vænta árangurs af nýju fyrirkomulagi á því sviði. Þrátt fyrir árangur á ýmsum sviðum og fyr- irsjáanlegar framfarir er enn og verður ætíð mikill fjöldi mála, sem læknasamtökin þurfa að vinna að, og ef litið er til þess árangurs, sem heilbrigðismálaráðstefnur hafa haft, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.