Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 4
280 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Lesendakönnun 1994 Læknablaðið, Fréttabréf lækna Um það bil 38% lækna lesa öll eintök Lœknablaðsins og 75% lesa öll eintök Frétta- bréfsins. Þetta kemur fram í lesendakönnun sem gerð var fyrri hluta ársins. Ætlunin var að afla upplýsinga um hvernig Læknablaðið og Fréttabréfið eru lesin og athuga síðar hvort breytingar yrðu þar á eftir sameiningu blað- anna. Þetta hefur ekki verið gert áður og verður því að fara varlega í túlkanir á niðurstöðum. Það er þó ljóst að ýmislegt er hægt að læra af könnuninni, til dæmis þarf að vanda betur frá- gang spurninga og sennilega hafa þær færri því svörun var aðeins um 38%, en í nýlegri les- endakönnun Nordisk Medicin meðal íslenskra lækna var svörunin 55%. Hér á eftir verður sagt frá helstu niður- stöðum úr könnuninni en þeim sem hafa áhuga á að fá nákvæmari tölulegar niðurstöður er bent á að hafa samband við ritstjórn, sem mun senda þeim tölurnar ef óskað er. Þegar spurt var hve stóran hluta af blöðunum menn væru vanir að lesa sögðu 38% að þeir læsu um það bil helming af Læknablaðinu en 82% að þeir læsu um það bil helming af Fréttabréfinu. Læknar eyða hins vegar að jafnaði meiri tíma í lestur Læknablaðsins en 69% sögðust lesa það í 10 mínútur eða lengur en samsvarandi tala fyrir Fréttabréfið var 43%. Kannski er áhugaverðasti hluti könnunar- innar sá er varðar þann tíma sem læknar verja til lestrar á læknisfræðilegu efni. Þannig sögð- ust 89% lesa meira en eina klukkustund í viku en 33% meira en fimm klukkustundir í viku. Tæplega 60% notuðu meira en 70% af tíman- um til lestrar læknisfræðitímarita. Um 67% sögðust hafa lesið eitthvað af sex síðustu ein- tökum Nordisk Medicin en 33% höfðu lesið Lakartidningen (blað sænsku læknasamtak- anna), British Medical Journal 43%, The Lancet 37% og JAMA 22%, fjöldi lækna hafði lesið enn önnur tímarit. Um 65% læknar töldu að auglýsingar veittu mikilvægar og nytsamar upplýsingar stundum eða oft og um 22% höfðu rætt innihald auglýs- ingar við samstarfsmenn. Mikill meirihluti lækna taldi að Læknablað- inu og Fréttabréfinu tækist að vera félagsblöð læknafélaganna og vettvangur umræðu urn heilbrigðismál. Einnig taldi mikill meirihluti blöðin hvetja til rannsókna og fræðimennsku og þeim tækist að vera tímarit fyrir læknis- menntun og hvettu til símenntunar lækna. Ritstjórn þakkar þann áhuga sem læknar hafa sýnt þessari könnun og vonar að upplýs- ingarnar um lestrarvenjur lækna þyki athyglis- verðar, kannski einkum fyrir þá sem huga að endur- og símenntun lækna. Fjöldi athuga- semda, sem ekki verður sagt frá með tölum, bárust með svörunum. Munu þær ræddar og skoðaðar af ritstjórn. Sumar þessara athuga- semda fjalla um könnunina sjálfa, gagnrýna hana og benda á leiðir til að lagfæra spurningar og bæta könnunina. Aðrar tillögur eru um útlit og hönnun blaðsins, málfar og frágang. Enn aðrar hvetja til að blöðin komi oftar út. Nokkr- ar ábendingar eru um nauðsyn harðari ritstýr- ingar á efni Fréttabréfs. Ætlunin er að gera nýja lesendakönnun að ári. Vilhjálmur Rafnsson ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.