Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 331 um um margvísleg vandamál, til dæmis bólusetningar, brjósta- gjöf, lyfjagjafir, heilsufræðslu og áhættuþunganir. Við söfnum ennfremur upplýsingum um að- sókn að heilsugæslustöðvunum, sjúkdómsgreiningar þeirra, bólusetningar og mæðravernd og reynum að finna leiðir til úr- bóta. Að sjálfsögðu höfum við reglulega fundi með hjúkrunar- fólki frá öllu héraðinu þar sem þessi mál eru rædd. Eitt vandamálanna er að hér í landi er engin þjóðskrá. Því reynum við að meta fjölda þorpa í héraðinu sem og fólks- fjöldann. byggt á manntals- skráningu frá 1991. Þorpin í Biombo eru um það bil 150 að tölu og flest með um 300-600 íbúa. Hver heilsugæslustöð hef- ur sitt eigið upptökusvæði og er markmiðið að starfsfólk þeirra heimsæki þorpin minnst fjórum sinnum á ári til bólusetningar og heilsufræðslu. Til þess að auð- velda slíkt starf hefur danska hjálparstofnunin meðal annars keypt reiðhjól og mótorhjól fyrir nokkrar heilsugæslustöðv- anna. Að sjálfsögðu gefur starfið möguleika á ýmiskonar rann- sóknum. Við erum nú með rannsóknir í gangi hvað varðar mislinga sem og áhrif klórokíns á malaríuparasitana. Við erum einnig að byggja upp skráning- arkerfi yfir þungaðar konur og börn þeirra í þeim tilgangi að hjálpa hjúkrunarfræðingunum að ná betri tökum á starfi sínu. Gegnum slíka söfnun er meðal annars hægt að meta framvindu hverrar þungunar, næringar- ástand barnanna og dánartíðni sem því miður er mjög há (um 150 börn deyja á fyrsta aldursári og um 350 fyrir þriggja ára ald- ur). Einnig vinnum við að því að fá hugmynd um þá sjúkdóma sem ekki er leitað með til heilsu- gæslustöðvanna og umfang þeirra. Að sjálfsögðu eru tölvur Rosa Pinta, átta ára göniul stúlka, sýnir heilsufarsbókina sína stolt á svip. Mynd: UN- ICEF/G. PIROZZI. ómissandi þáttur í slíku starfi. Við keyrum þær á 12V batter- íum, og er kemur að prentun fáum við rafmagn frá ljósavél. Reynsla vinnufélaganna af tölv- um er lítil enn sem komið er en ekki vantar áhugann. Störf í þróunarlöndunum Þeim sem kynnu að hafa áhuga á læknisstörfum í þróun- arlöndum skal bent á að flestar þróunar-/hjálparstofnanir krefj- ast oftast þriggja ára starfs- reynslu fyrir ráðningu. Yngri læknar gætu haft möguleika á því að komast inn í Alþjóðaheil- brigðisstofnunina sem yngri ráðgjafar (juniorexperts, aldur- takmark oftast 35 ára). Þessar stöður eru auglýstar í blöðum opinberra þróunarstofnana, svo sem SIDA í Svíþjóð, NORAD í Noregi og DANIDA í Dan- mörku. Upplýsingar um þessar stofnanir og blöð þeirra með stöðuauglýsingum má vafalítið fá hjá íslensku þróunarsamvinn- ustofnuninni. Ofangreindar stofnanir hafa einnig á sínum snærum sérfræðinga en meiri starfsreynslu er oftast krafist. Til eru ýmis konar samtök sem ganga undir samheitinu NGOs, non-governmental org- anisations. Hér er um að ræða sjálfboðaliðasamtök, kristni- boðssamtök sem og hjálpar- stofnanir ýmis konar. Má hér nefna Afrikagruppenia í Svíþjóð sem sendir fólk til suðurhluta Afríku, til dæmis Mósambik, NamibíuogZimbabwe. UBV og Radda barnen í Svíþjóð og Mel- lemfolkeligt samvirke í Dan- mörku senda fólk til Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Hjálparstofnun dönsku þjóð- kirkjunnar hefur einnig lækna á sínum snærum sem og mörg trú- félög um öll Norðurlöndin. Einnig má geta samtakanna Læknar án landamæra (Médicines sans frontier) sem hafa útibú víðs vegar í Evrópu, meðal annars á Norðurlöndun- um, en höfuðstöðvarnar eru í Bruxelle í Belgíu. Þessi samtök eru þekkt fyrir það að senda fólk á afskekkt svæði þar sem hinar hefðbundnu leiðir til hjálpar eru meira og minna lok- aðar. Heima á íslandi koma helst í hugann Hjálparstofnun kirkjunnar sem og Rauöi kross- inn. Þau sem kynnu að hafa áhuga á því að lesa sér til fróðleiks um heilsugæslu í þróunarlöndunum ættu að skrifa til Teaching Aids at Low Costs (TALC, P.O. Box 49, St. Albans, Herts, ALl 4AX, United Kingdom). Þessi samtök reka víðtæka útgáfu- starfsemi með ódýrar bækur sem margar hverjar geyma haf- sjó af fróðleik. Má hér nefna bækur Davids Werners Wliere there is no doctor, Where there is no dentist (eitthvað fyrir ís- lenska héraðslækna!) og Help- ing health workers learn. Góð bók um næringu barna er bók Camerons og Hofvanders Manual on feeding infants and young children og nýútkomin áhugaverð bók er Communicat- ing health eftirjohn Hubley. Þau sem kynnu að hafa áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.