Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 16
292
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Heilsufar aldraðs fólks í Reykjavík
Ársæll Jónsson1’, Helgi Sigvaldason21, Nikulás Sigfússon2’, Þórhannes Axelsson,
Guöjón Magnússon3’
Jónsson Á, Sigvaldason H, Sigfússon N, Axelsson Þ,
Magnússon G
A health survey of elderly people in Reykjavík
Læknablaðið 1994; 80:292-9
In 1982 a multifactorial population health survey
of people aged 80 years and older and living in the
community, was carried out. The mortality registry
was examined up to the end of year 1988. By this
time 67% had died and the mortality was assessed by
Cox’s regression analysis on serum cholesterol as
one of the main variables included in the survey.
The original sample contained 170 persons and 148
were alive at the time of examination. Participation
rate of sample is 72%. By end of 1988, 35 persons
were alive and 71 dead. Excluded were 22 dead
before entry. Serum cholesterol was found to be
negatively predictive of mortality in both univariate
(p < 0.01) and multivariate analysis when triglyce-
rides, age and smoking were also included (p <
0.01). There was a 0.9% decrease in relative risk for
each mg/dl increase of serum cholesterol. Ten per-
sons had serum cholesterol of 160 mg/dl or less and
they all died within 10 years from the examination,
one of disseminated carcinoma and the rest of non-
cancer causes. The strong inverse relationship be-
tween mortality and serum cholesterol indicates that
this risk factor in old people may be of different
nature than in other age groups.
Ágrip
Árið 1982 voru rannsakaðir 106 einstaklingar
úr tilviljunarkenndu þýðisúrtaki úr Þjóðskrá 1.
Frá 1,öldrunarlækningadeild Borgarspítalans, 2,Rannsókn-
arstöð Hjartaverndar, 3,landlæknisembættinu. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Ársæll Jónsson, öldrunarlækningadeild Borgar-
spítalans, 108 Reykjavtk.
desember 1981, sem voru 80 ára og eldri og
bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Tilskilið var að
þeir dveldu ekki á sjúkrahúsi þann tíma sem
rannsóknin stóð yfir og vildu taka þátt í henni
annað hvort með heimsókn á Rannsóknarstöð
Hjartaverndar eða með vitjun í heimahús ef
þeir treystu sér ekki til að koma. Heimtur urðu
72%.
Konur voru fjölmennari eða 67% hópsins og
meðalaldur 87 ár. Á eigin heimilum bjuggu
65% en 27% á elli- og dvalarheimilum fyrir
aldraða. Um helmingur fólksins taldist hafa
fulla hreyfigetu, utanhúss sem innan en 15%
þurftu aðstoðar með ferðir innanhúss.
Meðalfjöldi sjúkdómsgreininga var 5,1 á ein-
stakling en sjúkdómsgreiningum fjölgaði með
hækkandi aldri. Alls voru skráðar yfir 40 sjúk-
dómsgreiningar en tölfræðilega marktækur
munur fannst á tíðni sykursýki, kransæðastíflu
og blóðþurrðarhelti á milli kynja.
í árslok 1988 hafði 67% hópsins látist. Af
þeim fjölmörgu breytum, sem skoðaðar voru
með aðhvarfsgreiningu Cox, reyndust einungis
kólesteról í sermi (neikvætt), aldur og þríglýs-
eríð í sermi (neikvætt) vera marktækar. Meðal-
gildi kólesteróls mældist 234,7 og fór það lækk-
andi með hækkandi aldri. Athugun á dánar-
orsökum þeirra 10 einstaklinga sem mældust
með kólesterólgildi undir 160 mg/dl leiddi ekki
í Ijós neinar skýringar á lágum gildum og
aðeins einn þeirra lést úr krabbameini.
Aldrað fólk utan sjúkrahúsa býr við fjölþætt-
an heilsuvanda. Sterkustu áhættuþættirnir
fyrir utan lífaldur eru hækkað þríglýseríð í
sermi en áhættan fer lækkandi með hækkandi
gildum á kólesteróli. Fram kom að kólesteról-
gildi fara lækkandi með hækkandi aldri og það
er því líklegt að vægi kólesteróls gerbreytist
einhvern tíma á efri árum. Frekari rannsókna
er þörf en rannsóknin bendir til að kólesteról-
lækkandi aðgerðir þurfi að hafa aðrar áherslur
meðal aldraðra en meðal þorra almennings.