Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 323 í þessari rannsókn tókst að uppræta H. pyl- ori í um 90% tilfella. Þetta var athugað fjórum vikum eftir lok þriggja lyfja meðferðar (13) með CLO rannsókn og oftast einnig með vefja- rannsóknum (litun fyrir H. pylorí) og ræktun. Samsvörun þessara rannsókna var rnjög góð. Er þetta sambærilegur árangur, miðað við er- lendar rannsóknir (15,27,28). Hjá þeim sjúk- lingum hins vegar sem fengu DMT, var áran- gur mjög góður eða 100% uppræting á bakter- íunni. Þetta er betri árangur en áður hefur verið lýst í erlendum rannsóknum (15,28,31). Arangur DMA er aftur á móti lakari eða um 77% uppræting (við eins árs eftirlit) og er hér um tölfræðilega marktækan mun (p=0,0105) að ræða (tafla V). Astæðan fyrir því að amp- icillín var notað í rannsókninni en ekki amox- icillín, er að höfundar töldu rétt að bera saman sömu lyf og gert var í fyrstu rannsóknunum, enda hefur ekki verið sýnt fram á afgerandi mun á virkni þeirra gegn bakteríunni (10). All- ir sjúklingarnir nema einn, sem reyndust H. pylori neikvæðir eftir einn mánuð héldust þannig og hafa ekki fengið meltingarsár að nýju. Nú hefur 53 sjúklingum, sem eru H. pyl- ori neikvæðir, verið fylgt eftir í 12 mánuði. Einn sjúklingur fékk skeifugarnarsár í kjölfar notkunar á NSAID lyfi en hann var H. pylori neikvæður allan tímann eftir ítarlegar athugan- ir með CLO rannsókn, ræktun og sérlitunum fyrir H. pylori í vefjasýni. Eftir að NSAID lyfinu var hætt greri sárið án sérstakrar með- ferðar. Það er mjög áberandi hve vel sjúklingunum leið eftir að H. pylori var upprætt. Áður höfðu margir sjúklinganna haft einkenni, að vísu með hléum, þrátt fyrir viðhaldsmeðferð. Þó að einkennin kunni fyrst og fremst að stafa af meltingarsárum, er hugsanlegt að ákveðinn þáttur þeirra stafi af magahellisbólgu. f rann- sóknum hefur verið sýnt fram á bót einkenna hjá sjúklingum með sáralaus meltingaróþæg- indi (non-ulcer dyspepsia) í kjölfar uppræting- ar á H. pylori (17,32). Það má minna á fyrri sjúkrasögu þessara einstaklinga sem höfðu haft einkenni í eitt til 41 ár (meðaltal 16,5 ár) og verið á stöðugri eða síendurtekinni lyfjameð- ferð og í reglulegu eftirliti vegna sjúkdómsins. Aðeins fáir sjúklinganna (3) höfðu brjóstsviða. Einkennin hurfu eftir almennar bakflæðisráð- leggingar hjá tveimur en einn sjúkling varð að meðhöndla með H2-blokkara. Ekki er gerð tilraun til að meta fjárhagslegan og þjóðfélagslegan ávinning af niðurstöðum þessarar rannsóknar, en hann er nokkuð aug- ljós og hlýtur að verða umtalsverður með hverju ári sem líður, ef einstaklingarnir verða án meltingarsára. Rétt er að benda á að auk góðrar meðferðar- heldni var eftirlitsheldni 100%. Er þetta frá- brugðið mörgum erlendum rannsóknum (33) þar sem erfitt er að leggja mat á niðurstöður vegna mikils brottfalls sjúklinga (31). Ef til vill er þetta einn af stærstu kostum þess að gera klínískar, framskyggnar rannsóknir hér á landi. Hugsanlegt er, eins og áður er getið, að munur sé milli þjóðlanda á næmi stofna H. pylori fyrir sýklalyfjum (til dæmis metróní- dazól) og aukaverkunum lyfjanna. Þess vegna geta niðurstöður rannsókna sem gerðar eru hér á landi og taka mið af staðbundnum aðstæð- um, verið mjög þýðingarmiklar. Áberandi er að alvarlegar aukaverkanir eru færri og meðferðarheldni betri í þessari rann- sókn en í öðrum rannsóknum (15,33). Ástæðurnar kunna að vera, að ólíkt því sem gert er venjulega (15) voru meltingarsárin fyrst grædd áður en þriggja lyfja meðferð var hafin. Var það gert til að minnka meltingaróþægindi af völdum meðferðarinnar. Þá var meðferðar- tími sýklalyfjanna jafnframt styttur, en þau eru oft gefin í tvær vikur eða jafnvel einn mánuð (ampicillín, tetracýklín) (15). Fleiri vægum aukaverkunum er lýst í rannsóknum þegar tetracýklín er notað, borið saman við ampicil- lín í þriggja lyfja meðferð (10). Alvarlegasta aukaverkunin af ampicillíni er sýndarhimnu- ristilbólga (pseudomembraneous colitis), sem er lýst í 5% tilvika (10), en kom þó ekki fyrir í þessari rannsókn. Vel má vera að okkar val á meðferð sé vænlegra til að forðast slæmar aukaverkanir og slaka meðferðarheldni, þegar þriggja lyfja meðferð er beitt. Þá hefur verið sýnt fram á að árangur meðferðarinnar er bein- línis háður meðferðarheldni. Ef sjúklingar taka lyfin í yfir 60% tilvika er mögulegt að uppræta H. pylori í um 96% tilfella, samanbor- ið við 69%, ef meðferðarheldni er léleg (33). Athyglisvert er að í þessari rannsókn þar sem meðferðarheldnin var 100% var mögulegt að uppræta H. pylori með DMT í öllum tilvikum. I Ijósi þeirra niðurstaðna sem hér liggja fyrir er ekki nauðsynlegt að fylgjast svo náið með H. pylori neikvæðum sjúklingum eins og gert var. Eftirlitsspeglun fjórum til sex vikum eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.