Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 60
328 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Hjúkrunarfrœðingarnir eru áhugasamir uin tölvur. Hér eru Ansumany, Armindo, Inácio og Joséað œfa gnmdvallaratriði tölvunotkunar. raunir í Gabúhéraðinu með að krefja greiðslu fyrir allar heim- sóknir og er krafist borgunar eftir því hver sjúkdómurinn er. Gengur þessi stefna undir nafn- inu Bamako framtakið (Iniciat- iva de Bamako) og á það rætur að rekja til þings Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar í Bamako í Mali árið 1987. Má með sanni segja að upphæð- irnar séu lágar á okkar mæli- kvarða en í þorpum þar sem hverjum aur er velt fyrir sér verður slíkur kostnaður mörg- um erfiður í skauti. Er því vand- rataður meðalvegurinn. Opin- ber stefna stjórnvalda hér í landi, studd af Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni og Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, er nú að byrja með slíkt greiðslu- kerfi í öllu landinu. í fram- kvæmd þýðir þetta að sjálfstæði heilsugæslustöðvanna eykst verulega, til dæmis hvað snertir innkaup á lyfjum, viðhald stöðvarinnar og laun starfs- manna. Hér í Biombo erum við ekki komin af stað ennþá enda mörg ljón í veginum, svo sem mikið ólæsi og lítil reynsla af ná- kvæmu bókhaldi yfir lyf og pen- ingagreiðslur. Ekki er hægt að ljúka lýsingu á heilsugæslu Biombo sýslunnar án þess að nefna hina hefð- bundnu læknisfræði sem er mjög stunduð í þorpunum. Má öruggt telja að margir þeirra, ef ekki flestir, sem koma til heilsu- gæslustöðvanna leiti einnig til sinna eigin skottulækna eins og við köllum þá samkvæmt ís- lenskum lagabálki. Er aðdrátta- rafl slíkra lækna mikið og hér í nágrenninu er sjúkrahús eitt með legupláss fyrir um 100 manns rekið af slíkum skottu- lækni. Er árangurinn augljós- lega góður þar sem hann hefur starfað hér í yfir 20 ár og að- sóknin góð, einnig af Evrópu- mönnum. Læknisstarf í Biombo Hverju getur barnalæknir, eins og undirritaður, komið til leiðar við slíkar aðstæður? Pað er sjálfsagt öllum augljóst sem lesa þetta greinarkorn að málið snýst ekki beint um það að sitja í fremstu víglínu sem læknir og sinna sjúkum. Læknar sem starfa við slíkar aðstæður kom- ast fljótt að raun um hversu mikil hópvinna heilsugæslu- starfið í raun og veru er. Hver hlekkur er mikilvægur til að ár- angur náist og hann verður aldrei betri en veikasti hlekkur- inn. Því snýst starf okkar lækn- anna tveggja í héraðinu mest um það að skipuleggja starfsem- ina á heilsugæslustöðvunum. Þetta er gert með reglulegum heimsóknum á heilsugæslu- stöðvarnar og með námskeið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.