Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 27

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 301 húðbeygjufellingu úlnliðs að um það bil miðj- um innri jaðri þumalfingursbungu. Greining miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöng- um er auðveld séu einkenni innan svæðis mið- taugar, ef ekki þarf að íhuga aðrar greiningar. Dæmigerð einkenni eru skyntruflun á þumli (dig.I), vísifingri (dig.II), löngutöng (dig.III) og ytri helmingi baugfingurs (dig. Vz IV) lófa- megin, máttleysi og rýrnun á vöðvum ytri hluta þumalfingursbungu og verkur í hendi. Aðalvandamál fólks með miðtaugarfergi í úlnliðsgöngum er verkur í efri útlirn og erfið- leikar við athafnir, sem krefjast fíngerðrar handavinnu, vegna vöðvamáttleysis og/eða skertrar tilfinningar í fingrum og truflun á næt- ursvefni. Phalen álítur taugarfergið sjúkdóm miðaldra kvenna og að fátt bendi til að hér sé um atvinnusjúkdóm að ræða (1). Orsök miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum er aukinn þrýstingur í göngunum (3) vegna þrengingar á ummáli ganganna og/eða aukn- ingar á efnismagni í þeim. Við þetta þrengir að tauginni og hún þrýstist upp að úlnliðsþver- bandinu. Ytri þrýstingur á taugina með stað- bundinni afmýlingu og öxulhrörnun nægir þó engan veginn til að útskýra sum þekkt fyrirbæri miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum, til dæm- is skyndilegar breytingar á einkennum við ákveðnar athafnir, hversu fljótt einkenni geta lagast við losun taugarinnar og þá staðreynd að í mörgum tilfellum lítur taugin eðlilega út í skurðaðgerð. Orsakir þessa eru líklegast blóð- rennslistruflanir í innri æðum taugarinnar með innri taugabjúgmyndun og blóðþurrð (4). Efniviður og aðferðir Sjúkraskrár og niðurstöður vöðvarafrita og taugaleiðingarannsókna á Læknastofunni að Bárugötu 15 í Reykjavík voru skoðaðar. Fólk með greininguna miðtaugarþvingun í úlnliðs- göngum. greint á tímabilinu 1. febrúar 1986-1. maí 1993 er efniviður rannsóknarinnar. Petta er valinn hópur fólks með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum, valinn í þeim skilningi að í honum er fólk sem læknar hafa vísað á lækna- stofuna eða sem hefur sjálft leitað aðstoðar. Inntökuskilyrdi í rannsóknina voru: Grein- ing miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum byggð á sjúkrasögu, taugaskoðun og/eða nið- urstöðum vöðvarafrita og taugaleiðingarann- sókna, sem í öllum tilfellum voru framkvæmd- ar og túlkaðar af höfundi (M.P.H.). Skilyrði var að nægilegar upplýsingar um sjúkdómsferli væru fyrir hendi til úrvinnslu. Útilokunaratriði: Annar taugaskaði en mið- taugarþvingun í úlnliðsgöngum í sama útlimi, þó var væg seinkun á skyntaugaleiðingahraða eða lækkun skyntaugasvars ölnartaugar um úlnlið ekki notað til útilokunar. Miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum sem greindist með taugaleiðingarannsókn en sjúklingurinn var einkennalaus. Til að fá fram tákn Tinels var slegið laust með sinaviðbragðshamri yfir ystu húðbeygju- fellingu úlnliðs og dæmt jákvætt ef sjúklingur fann rafstraumslíka tilfinningu niður í einhvern miðtaugarfingur. Tákn Phalens var framkallað með því að láta sjúklinginn fullbeygja úlnliði í mest eina mín- útu án aðstoðar, með framhandleggina beint fyrir framan sig (1). Jákvætt svar er framköllun dofa, pínudofa (paresthesias) og/eða verks. Niðurstöðum taugalífeðlisrannsókna og ár- angri skurðaðgerða verður lýst síðar. Við tölfræðilega úrvinnslu var stuðst við kí- kvaðrat útreikninga. í töflum IV og V miðast útreikningar á samanburði við vinnumarkaðs- könnun Hagstofu íslands í marslok 1993 (5). Vikmörk fyrir hlutfallslega áhættu voru fundin með svonefndri „test based“ aðferð (6). Niðurstöður Fjögur hundruð fjörtíu og níu sjúklingar greindust með miðtaugarþvingun í úlnliðs- göngum. Sextíu og sex þeirra fullnægðu ekki inntökuskilyrðum. Nítján höfðu ölnartaugar- þvingun við olnboga og einn við úlnlið í Gyon’s göngum, hálstaugarótaskemmd (double crush syndrome) fannst hjá 15, fjöltaugakvilli hjá 10, ófullnægandi upplýsingar í 15 tilfellum og sex einstaklingar höfðu engin einkenni miðtaugar- þvingunar í úlnliðsgöngum. Þrjú hundruð áttatíu og þrír einstaklingar uppfylltu sett skilyrði, 241 kona og 142 karl- menn með kynhlutfall 1,7:1. Yngsti var 14 ára, elsti 91 árs og var meðalaldur við greiningu 49±16,5 ár (miðgildi 35,5 ár), svipað milli kynja eða 48,4±16,3 ár hjá karlmönnum og 49,6±16,6 ár hjá konum. Flokkun sjúkling- anna í aldurshópa eftir kyni sést á mynd 1. Miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum greindist í 557 höndum hjá 383 einstaklingum, 36% í hægri, 18,5% í vinstri og í báðum höndum hjá 45,5% sjúklinga. Kvillinn var í báðum höndum hjá 38,7% karla og 49,4% kvenna. Þessi mun-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.